föstudagur, desember 28, 2007

jólin búin

eða svo gott sem. eru þau eiginlega ekki búin þegar maður er búinn að opna pakkana og konfektið er búið? kannski ekki alveg.
mamma, lúa og pedro fóru í morgunn. það er búið að vera alveg frábært að hafa þau. aðfangadagur var hrikanæs. rólegheit hérna heima, gunni minn fór með unglingana að keyra út restina af jólakortunum, við mamma og gunni elduðum svo matinn (mamma sauð hrygginn og gerði saltfisk handa piltinum, ég sá um sósuna og gljáann á hrygginn, gunni gerði kartöflurnar...), svo var etið af hjartans lyst með messuna hljómandi í eyrunum og svo var ráðist í pakkana.
ég hef ekki ennþá reiknað út hvort við höfum komið út í plús en fullt fengum við. lúlú fékk nú samt flesta pakkana, svona er að vera yngstur....djö...
svo höfum við aðallega legið í leti og étið. við höfðum ekki orku til að fara til tengdó í kaffi á aðfangadagskvöld en fórum svo í hangiket til þeirra á jóladag. mjög gaman enda anna stefanía og pétur og hans slekkti hjá tengdó.
svo buðum við þeim í kaffi í gær svona af því að okkar gestir voru að fara í dag og þau líka. þá hélt átið áfram að sjálfsögðu og mamma linnti ekki látum fyrr en hún fékk að baka u.þ.b. hundrað vöfflur með kaffinu. þannig að ef einhverjum finnast kaldar dagsgamlar vöfflur góðar, verið velkomin!
nú fer að hefjast undirbúningur fyrir áramótin. við gunni minn eigum eftir að ákveða matseðilinn en við finnum örugglega eitthvað gott en við verðum bara tvö í mat. þetta verður eflaust mjög rómantískt hjá okkur eins og fyrir tveimur árum þegar við vorum fyrstu áramótin hér á ásaveginum. ég hlakka alla vega mikið til. svo eins og lög gera ráð fyrir verður örugglega stuð á okkur þegar líða tekur á kvöldið.
hafið það gott um áramótin og gangið fallega um gleðinnar dyr!

sunnudagur, desember 23, 2007

korter í jól


nú eru jólin alveg að bresta á. búið að gæða sér á dýrindis vel kæstri skötu, skreyta tréð, rölta í bænum í frostinu og allt tilbúið nema bara eftir að fara í jólabaðið og elda jólasteikina.

mamma, lú og pedro eru í heimsókn þannig að nú er hamagangur á hóli. mamma hefur verið að hamast við að baka meðan lú og pilturinn hafa aðallega verið unglingaveik. það er samt ofsa gaman að hafa gesti og pakkahrúgan undir trénu er stór.

ég vil bara óska öllum gleðilegra jóla eða boas festas eins og ku vera sagt á portúgölsku.
kveðja frá stóðinu á ásaveginum!

sunnudagur, desember 09, 2007

desember...


jæja, desember genginn í garð og jólin að bresta á. snjórinn útifyrir gerir umhverfið líka enn jólalegra og maður er farinn að hlakka mikið til. ég er búin að þruma upp seríunum og aðventuljósinu og eitt og eitt skraut er borið úr geymslunni og sett á sinn stað.
magnað hvað maður verður fljótt fastheldin á það hvar jólaskrautið á að vera og þetta eru bara þriðju jólin hér á ásaveginum.
mamma og lúa verða hjá okkur um jólin eins og í fyrra en þær ætla svo til borgar óttans fyrir áramót. það verður bara gaman. ég hef sett mömmu það fyrir að kaupa skötuna og býst þar af leiðandi við því að hún verði vel kæst og góð. annars verður þetta hefðbundið hjá okkur. hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjet hjá tengdó á jóladag. þau verða reyndar heima hjá sér í nýja húsinu á aðfangadag en ekki hjá okkur eins og tvö síðustu ár. það verður líka fullt hús hjá þeim, anna stefanía kemur frá sverige og pétur og fjölskylda kemur úr firði sem kenndur eru við höfn.
nú þarf maður bara að fara að versla jólapappír og kort, malt og appelsín, jólatré og kerti, makkintoss og mandarínur og þá er maður klár fyrir hátíðarnar.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

vont veður

það er hvorki hundi eða ketti út sigandi núna. sjift! það er alveg rosalega hvasst og herjólfur sjálfur fór ekki seinni ferðina í dag. fullt af fólki komst ekki leiðar sinnar og gámar komust ekki á áfangastað. svona er nú stundum að búa á eyju krakkar mínir.
gunni minn er einmitt í vari hér rétt vestan við eyjar og er á leið í land á morgunn með aflann til löndunar. hlakka ýkt til að sjá kauða. kannski hann taki til við að baka jólasmákökurnar...

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

það er bara seim óld, seim óld hér á bæ. er grasekkja ennþá og lífið gengur út á að vinna, borða og sofa. gunni minn kemur samt fljótlega heim til að landa og hver veit nema hann skelli sér snemma í jólafrí.
annars er maður farinn að huga að því að klára jólagjafakaup, en ég er að verða búin með það allt saman. þá er bara eftir að skella sér í stórhreingerningar, jólaskreytingar og matarinnkaup, veit ekki hvort ég nenni að baka núna. það eru nefnilega svo helvíti fínar kökurnar úr bakaríinu...

mánudagur, nóvember 19, 2007

...þegar ég var búin að fá gunna minn aðeins til mín þá kom pabbi minn í heimsókn. ég hafði fengið hann til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 5. bekk um Rauða krossinn og fataflokkunarverkefnið. við erum nefnilega að kenna námsefni frá Rauða krossinum sem heitir Hjálpfús. þetta heppnaðist mjög vel, krakkarnir áhugasamir og mér skilst að á öðru hverju heimili hér í bæ sé hafin fatasöfnun. pabbi var svo hjá mér alla helgina í góðu yfirlæti og við gerðumst meira að segja svo menningarleg að við fórum á lúðrasveitatónleika. þetta var ánægjuleg helgi fyrir mig a.m.k. og ég er ekki frá því að pabbi hafi bara haft nokkuð gaman af því að heimsækja mig.
svo leið vikan í vinnu eins og gengur og gunni kom í land á föstudag. vei! hann stoppaði samt ekki lengi, bara fram á laugardagskvöld, en það var gaman að fá gunna sinn heim.
þegar ég var svo búin að skutla gunna mínum niður á bryggju hófst undirbúningur fyrir ammæli hjá erlu perlu. ýkt gaman og skemmtilegt!
meira merkilegt hefur ekki gerst hjá mér undanfarið...vonandi fer að verða meira stuð svo ég geti bloggað af einhverju viti...heils...

sunnudagur, nóvember 11, 2007


hef ætlað mér að blogga alla vikuna en hef ekki haft eirð í mér til þess. hef verið að hugsa of mikið um james vin minn (þessi á myndinni). fyrir ykkur sem komið af fjöllum þá hittum við kvennó-gellurnar hann á selfossi um síðustu helgi. við vorum í bústað í ölfusborgum og áttum erindi í apótek og þar skammt frá hittum við þennan fallega unga mann. læt það samt fylgja með að gunni minn er miklu sætari...

ég fór sem sagt í bústað með stelpunum um síðustu helgi. þetta var ógó gaman, félagsskapurinn frábær, maturinn góður, bjórinn kaldur og kanínurnar sem skoppuðu fyrir utan bústaðinn sætar. laugardagurinn var menningarlegur. við fórum á listasýningu í hveragerði, á veiðisafnið á stokkseyri og borðuðum humarsúpu á veitingastaðnum við fjöruborðið. skemmtiatriðin klikkuðu ekki og laila er núna stoltur handhafi bikars og nafnbótarinnar: besta vinkonan. verð samt að segja að stofuhillan er hálftómleg núna þar sem farandbikarinn stóð áður, hef verið að velta fyrir mér að kaupa einn. bara svona til að eiga...

meðan ég skemmti mér í bústað með stelpunum notaði gunni tækifærið og fór á sjó á sunnudagsmorgninum. það var því einmana kisi sem tók á móti mér á sunnudagskvöld.

gunni og félagar á huginn ætluðu sér að veiða makríl á kantinum en makríllinn fannst ekki og svo var skítabræla þannig að þeir komu í land í sólarhring á aðfaranótt miðvikudags. ég var voða glöð að fá að knúsa gunna minn smá áður en hann þurfti að fara og afla þjóðinni (og okkur) tekna.

fleiri spennandi sögur koma seinna. ég verð að hafa eitthvað til að skrifa um í næstu færslum svo að ég ætla að búta þessa langloku niður.....heils....

mánudagur, október 29, 2007

síðan síðast

það hefur verið frekar rólegt hjá okkur hjónaleysunum undanfarið. helgin var þó viðburðarrík. við fórum í partý með áhöfninni á huginn ve á föstudagskvöld. það var rosagaman, góður matur og góður félagsskapur. ég var líka að hitta margt af þessu fólki í fyrsta sinn, það verður örugglega ennþá skemmtilegra að hitta þetta fólk og eyða tíma með því á sjómannadaginn!
ég fór þó tiltölulega snemma heim þar sem ég var að leggjast í langferð daginn eftir. jú, það var komið að bogguhittingnum.
ég flaug á bakka og tók bílaleigubíl, þennan líka fína yaris á sumardekkjum (svitn...). svo lá leiðin á hljómsveitaræfingu á flúðum. elín og guðrún tóku vel á móti mér ásamt ronju og bergnýju. svo eyddum við deginum í spjall og undirbúning fyrir matinn. þegar leið að kvöldmat komu fanney og árni með krakkana sína tvo (sem ég var að sjá í fyrsta skipti...(roðn)) og svo komu sigga og svenni með þríburana. það var því í nógu að snúast fyrir alla fullorðna þarna inni! þetta var ósköp notaleg kvöldstund og gaman að hitta þessar kjarnakonur. það eru liðin ansi mörg ár síðan við vorum allar undir sama þaki svo að það þurfti mikið að spjalla. þegar leið fram á kvöld fór barnafólkið aftur til síns heima en við hinar sátum áfram að kjafta, fórum í pottinn, kjöftuðum meira og elín sýndi snilldartakta sem skífuþeytari. takk stelpur (jú og strákar) fyrir frábært kvöld.
svo keyrði ég sem leið lá aftur á bakka daginn eftir í frekar mikilli hálku og snjó fyrir þennan eðalkagga. en þó að það sé gaman að fara í svona ferð þá er alltaf gott að komast heim á eyjuna fögru í faðm gunna síns.
nú getur maður farið að hlakka til næstu helgar en þá ætla kvennóskutlurnar að hittast í sumarbústað. jiiiiii hvað ég er spennt!

fimmtudagur, október 18, 2007

já ég veit...er búin að vera hauglöt að blogga. það hefur heldur svo sem ekkert merkilegt verið að gerast undanfarið. gunni minn er þó ennþá heima og gott að geta eytt tíma með honum. hann fer samt aftur út á sjó eftir u.þ.b. viku og ég mun verða grasekkja enn á ný.
en þó lítið sé að frétta af lífi okkar hjónaleysanna undanfarnar vikur þá er margt skemmtilegt framundan:
  • boggurnar úr kennó ætla að fara að hittast síðustu helgina í október. löngu kominn tími á hljómsveitaræfingu og ég er systrunum í sandý mjög þakklát fyrir að drífa okkur af stað.
  • kvennóskutlurnar eru svo að fara að hittast fyrstu helgina í nóvember í notalegum bústað. það er komin hefð fyrir þessum hittingi og spennandi verður að sjá hver vinnur spurningakeppnina: besta vinkonan þetta árið. vek athygli á því að ég vann í fyrra!
  • jólahlaðborð á hótel geysi um miðjan desember. erum búin að panta fyrir allan hópinn og þetta verður eflaust gargandi snilld eins og undanfarin ár.
  • pabbi og gulla koma í heimsókn einhvern tímann bráðum. þá ætla ég að nýta sambönd mín og láta kallinn halda fyrirlestur fyrir 5. bekk um fatasöfnunarverkefnið. hlakka mikið til að fá þau!

man ekki eftir meiru í bili sem stefnt er að að gera, það verður örugglega meira ef ég þekki mig/okkur rétt.

afmælisbörn október til hamingju með enn eitt árið: pétur mágur, harpa mágkona, harpa vinkona, sara sæfinnudóttir, agnes lilja, birgitta ósk og allir aðrir sem eiga ammæli í október.

föstudagur, september 28, 2007

undanfarið...

gunni minn komst heilu og höldnu heim í heiðardalinn. tók þrjár flugvélar, rútu og bát til að komast til sinnar heittelskuðu (sko mín...). hann kom hlaðinn sælgæti úr tollinum sem við og gestirnir okkar, laila og lúlli, gátum gætt okkur á. það var rosagaman hjá okkur um síðustu helgi enda ekki um hverja helgi sem maður fær svona skemmtilega gesti. við borðuðum mikið af góðum mat, hlógum mikið, spiluðum, teiknuðum og ég veit ekki hvað og hvað. ýkt gaman! takk fyrir komuna elsku edlin mín tvö.
annars hefur verið rólegt í kotinu síðan gunni minn kom heim. skítaveður þannig að við höfum að mestu hangið inni. gunni minn er reyndar as ví spík að hjálpa mömmu hans ella að standsetja íbúðina sem hún var að kaupa sér, honum leiðist sko ekki í landlegunni.
á morgunn er svo lundaballið. mikið gaman og mikið grín! árshátíð bjargveiðimanna, eins og þetta er kallað, klikkar sko ekki. þetta verður nottlega ekki eins flott og hjá bröndurunum í fyrra, þrátt fyrir stór orð þeirra elliðaeyjinga, en gaman samt.
sí jú...

fimmtudagur, september 20, 2007


sjáið bara hvað gunni minn er duglegur!!! fékk þessa mynd af bloggsíðu hugins.
núna er hann samt örugglega bara að slappa af á leið í land í heja norge og hugsar hlýtt til mín....

miðvikudagur, september 19, 2007

á leið í land

jahá! gunni minn er á leið í land. þeir eru komnir með nóg til að landa og stefna nú hraðbyri á noreg eftir að hafa verið að mokfiska í norskri landhelgi. gunni minn, ásamt fleirum, er á leið í frí og þeir sem verða eftir á norskri grundu munu fljúga heim á föstudag. jibbí! hann nær væntanlega seinni herjólfi og getur því verið gestgjafi með mér þegar laila og lúlli láta sjá sig um helgina. það verður sko gaman! jiiiiiiii....hvað ég hlakka til!

sunnudagur, september 16, 2007

róleg helgi

ótrúlegt en satt þá var þessi texti sem ég setti inn síðast helber lygi, lífið er ekki alveg svona fjörugt þegar gunni minn er á sjó.
á föstudag kíkti ég reyndar, ásamt fleirum, til snorra, sötraði smá, endaði með liðinu á lundanum en fannst ekkert gaman og fór heim.
laugardagurinn var bara rólegur. fór samt með ástu steinunni og gauja að skoða hvalina sem villtust inn í höfnina. það var gaman en ég sárvorkenndi kvikindunum að svamla í olíubrákinni og ruslinu sem safnast oft saman inn í friðarhöfn. gaui og ásta steinunn fóru svo upp á land þar sem ferð þeirra er heitið til danaveldis að heimsækja fátæka námsmenn, held þau hafi tekið með sér 30 kíló af fiski til að gefa. svo fór ég í mat til tengdó og kíkti svo í kaffi til ölmu og frigga.
það sem af er sunnudeginum þá hef ég rolast á náttfötunum, horft á video og beðið eftir því að gunni minn hringi. eftir það ætla ég út í góða veðrið í göngu. svo er ég boðin í mat til tengdó í kvöld. helv.... fínt því þá þarf ég ekki að elda. finnst það aldrei mjög gaman, hvað þá þegar ég er ein í kotinu.
ég er búin að gleyma afmælisbörnum september mánaðar (og ágústmánaðar líka ef út í það er farið) en til hamingju sunna, lúlli, thelma rut (sem fæddist á mjög eftirminnilegu kvöldi fyrir 15 árum, fékk fréttirnar í gegnum almenningssíma í miðbæ rvk), sæfinna, katla og allir hinir.
jæja, ég ætla að fara og bíða við símann...

fimmtudagur, september 13, 2007

titillag plötunnar komið...

eða sko textinn. ég á eftir að ræða við tónskáld um framhaldið. en hvað finnst ykkur annars? er þetta að gera sig?


Þegar hann er á sjó...

Hann er farinn á sjó
og ekkert nú mig tefur.
Ég stefni að því að verða mjó
Áður en hann næst um mig örmum vefur.

Ekkert mig nú stoppar
ég sjoppa eins og svín.
Vísakortið um veskið hoppar,
að vera ein er ekkert grín
Viðlag:
Þegar hann er á sjó, la la la
Hitti ég stelpurnar og djamma, la la la
Blikka gæjana, jó!
En alein heim alltaf þramma

Djammið fer í forgang
aftur og aftur á pöbbann fer.
Ég borga annan umgang
viltu ekki djamma með mér?
Viðlag

Þegar hann er á leið í land
verð ég að skríða saman.
Setja allt húsið í stand
og flikka mig upp í framan.
Viðlag

Ég bíð á bryggjunni og hann kyssi
þegar báturinn er bundinn við land.
Ef hann nú bara vissi
að djammskútunni sigldi í strand
Einu sinni enn......

þriðjudagur, september 11, 2007

sjómannskonulíf...

þrátt fyrir miklar væntingar um pysjubjarganir í síðustu færslu hafa ekki fleiri pysjur ratað mína leið. ég hef nú heldur ekkert verið út um allan bæ allar nætur til að hafa upp á þessum greyjum, mér finnst alltof gott að kúra mig inni þegar það er þoka, rigning og rok. ég er einmitt farin að hafa áhyggjur af því að ég sé að verða mosavaxin ef veðrið heldur svona áfram, þ.e. rigning og aftur rigning. hélt að gróðurinn væri að fara að leggjast í dvala og þyrfti því ekki á allri þessari vætu að halda, svei!
annars er gunni minn farinn á sjó aftur. hann er þó kominn í aðra áhöfn, á huginn ve. þeir fóru á aðfararnótt mánudags frá eskifirði og verða komnir á miðin eftir u.þ.b. 8 klst. þeir eru að fara norður í rassgat eins og það kallast eða smuguna. þetta er svo norðarlega að það verður mun styttra fyrir þá að landa í tromsö í norge heldur en að sigla alla leið til íslands. veiði hefur ekki verið mikil undanfarið hjá hinum sem hafa verið við veiðar en það var að fréttast af einhverri síld þarna norðurfrá þannig að nú er bara að krossleggja putta svo að gunni minn þurfi nú ekki að láta sér leiðast þarna um borð. hann kemur vonandi heim næst um mánaðarmótin, ekki nema rúmar tvær vikur í það. það er samt erfitt að vera heima og sakna hans alla daga, svona er sjómannskonulífið...
já sjómannskonulífið. af hverju hafa ekki verið samin lög um það??? ég skora nú á tónelska að setja saman góðan slagara um það hversu mikið stuð það er að vera heima meðan kallinn er á sjó, það væri örugglega hægt að semja nokkur og setja á disk. titlar eins og: ég hengi út þvottinn eða hvar landar hann næst? eða saumaklúbbur í kvöld gætu orðið ódauðlegir. við ásta steinunn gætum jafnvel samið texta ef einhver kemur með grípandi laglínu. áhugasamir látið vita!

laugardagur, september 01, 2007

pysja!


það var að gerast soltið merkilegt! ég var að ná minni fyrstu lundapysju!

ég er búin að búa í eyjum í 8 ár, oft farið á pysjuveiðar en aldrei náð neinni sjálf enda algjör klaufi og hálfhrædd um að þessi grey geti meitt mig, það er samt eiginlega ekki hægt. elín sá um þetta fyrstu tvö árin (var samt alltaf með vettlinga við að grípa þær) og svo hefur gunni minn náð þeim fyrir mig. en svo fæ ég að frelsa þær...

núna áðan var ég hjá ástu steinunni og ætlaði mér að labba heim í rólegheitunum og sá pysju við útihurðina hennar. hún bað mig að taka hana og svei mér þá, þá náði ég henni! þrammaði með hana í lúkunum heim og kom henni kyrfilega fyrir í gamalli þvottakörfu úti í bílskúr. hún mun fá frelsið á morgunn.

þetta er fyrsta pysjan sem ég sé í ár og ekki dregur það úr gleðinni að hafa náð henni. hún er líka alveg tilbúin, ekki eins og pysjurnar sem ég hef séð undanfarin ár sem hafa verið mikið dúnaðar og hálf aumingjalegar.

menn hafa haft áhyggjur af lundastofninum og þá sérstaklega afkomu pysjanna, ég held að þeir geti hætt að hafa áhyggjur fyrst ég er byrjuð í björgunarstörfunum!

myndin sem fylgir með er ekki af pysjunni minni heldur af einni vel dúnaðri sem ég fann á vefnum. ég varð bara að deila þessu með ykkur!

laugardagur, ágúst 25, 2007

hinsta tuðruferðin


við gunni minn eigum ekki tuðru lengur...(snökt) en það þarf ekki að skæla yfir því lengi af því að stefnt er að því að kaupa nýja, stærri og kraftmeiri fyrir næsta sumar. og þá verður sko gaman!

síðasta tuðruferðin okkar, áður en kaupin gerðust á eyrinni, var til dyrhólaeyjar. glöggskyggnir vita að dyrhólaey er við vík í mýrdal og því töluverður spotti frá eyjum og þangað.

það tók u.þ.b. tvo tíma að sigla hvora leið, um hálftíma lengur á bakaleiðinni. það var gaman að sjá suðurlandið frá sjó og afar tignarlegt að sigla gegnum gatið á dyrhólaey og sigla kringum skerin (gætu kannski kallast eyjar, þetta var svo stórt). við fylgdumst líka með bílabátnum sigla út í sjó og þarna allt um kring og keyra aftur á land.

heimferðin var ekki eins skemmtileg þar sem sjólag var orðið frekar slæmt. það er erfitt að ríghalda sér í rúmlega tvo tíma auk þess sem hver vöðvi var spenntur í stærstu stökkunum milli öldudalanna. ég hafði heiftarlegar harðsperrur í baki, höndum og handleggjum, rassi, lærum, kálfum og örugglega fleiri vöðvum marga daga á eftir. þar að auki er litli puttinn minn krambúleraður ennþá eftir að hafa slegist æ ofan í æ í kósana þar sem reipin eru bundin.

þetta var algjörlega ógleymanlegt og ég bíð spennt eftir nýjum ævintýrum á nýrri tuðru!

föstudagur, ágúst 24, 2007

í skólanum í skólanum...

fyrsta skóladeginum lokið. er hálffegin því að þetta sé svona stutt vika...maður þarf nú að gíra sig upp fyrir átökin!
annars líst mér vel á "nýja" bekkinn minn. fjörmiklir og skemmtilegir krakkar sem munu dreypa á viskubrunninum sem ég mun vísa þeim veginn að! það verður spennandi að takast á við ný verkefni en ég hef aldrei kennt 5. bekk áður. auk þess mun ég kenna bekknum ensku en það hef ég heldur aldrei gert áður, örugglega mjög gaman. það eina sem ég hef útá töfluna mína að setja er að ég kenni matreiðslu 2 sinnum í viku (hálfum bekk (5.DÞA) í hvort sinn). þeir sem hafa heyrt mig ræða matreiðslukennslu vita að hún er engan veginn í uppáhaldi hjá mér, en hver veit, kannski frelsast ég í vetur og kenni eingöngu matreiðslu næsta vetur???

um helgina er okkur hjónaleysunum boðið í 50 ára afmæli hjá ástþóri krónustjóra, pabba hennar ástu steinunnar. það verður örugglega gaman því engir kunna að skemmta sér og öðrum betur en vestmannaeyingar!
góða helgi öll!

mánudagur, ágúst 20, 2007

sumarfríið búið...

jæja sumarfríinu lokið. er byrjuð að vinna. örlítið breytt umhverfi þó skólahúsnæðið sé það sama. spennandi vetur framundan, mun kenna 5. bekk í fyrsta sinn og þar að auki bætist enska við stundaskrána. unglingarnir munu missa af hæfileikum mínum í vetur en það gerir vinnuna ekkert minna spennandi.

eftir 3 fyrstu vinnudagana var okkur hjónaleysunum boðið í bústað í skorradal. gestgjafarnir voru öddi bró og harpa en þau eru orðin svo fínt fólk að þau eiga hlut í slíkum híbýlum. ásamt okkur voru pabbi og gulla, maggi, helga lind og sigríður birta.
þetta var einstaklega ljúft. slakað á í pottinum, borðað endalaust af góðum mat, mikið spjallað, djöflast á jetski á vatninu, spilað, farið í jarðarberjamó (lýg því ekki!), leikið í sandkassa og hoppað á trampólíni. bara gaman enda hittumst við öll alltof sjaldan. mér fannst vanta þær systur telmu og heklu en kannski mæta þær næst.
svo þegar líða tók að heimferð þá tókum við gunni minn rúntinn í stíflisdal að heimsækja ransý systur ella pé og hennar ektamann, en þar eiga þau sumarbústað. alltaf gaman að koma þangað enda ransý sífellt með nýbakað á borðum. gunni slasaði sig í fótbolta þar í keppni við töluvert yngri drengi. ekki alvarlega samt en er nú með slæmsku í hné. eftir notalega stund hjá ransý og eiríki þá brunuðum við í þorlákshöfn og sváfum værum blundi alla leiðina heim.

í dag hófst svo ný vinnuvika og það verður sko nóg að gera áður en að kennsla hefst á föstudag (svitn) en allt kemur þetta með kalda vatninu!

föstudagur, ágúst 10, 2007

að þjóðhátíð lokinni


jæja, þjóðhátíð liðin og sumarið þar með búið.

þetta var ein besta þjóðhátíð í heimi og seimi. tjaldið var ekki fokið á föstudeginum þrátt fyrir hvell um nóttina, nýja kommóðan og dúkurinn og myndirnar og blómin sómuðu sér vel í tjaldinu, veitingarnar voru dýrindis og ég þarf að baka fleiri en 120 skinkuhorn fyrir næstu þjóðhátíð það er nokkuð ljóst. veðrið var alveg geggjað gott, allir í góðu skapi og um 11 þúsund manns í dalnum þegar mest var.

hér voru ekki nema 14 gestir og allt kvenkyns, gunna og nágranna okkar til mikillar gleði. (lesið betur um það á síðunni hans gunna) reyndar 9 fótboltastelpur í garðinum en restin gisti inni. aldrei verið svona margir en það gekk ótrúlega vel að hleypa öllu þessu kvenfólki á klósett og í sturtu. gunni minn er geðveikt þolinmóður!

hefðirnar dásamlegu voru að sjálfsögðu á sínum stað.

föstudagur: setningin, kökuveisla í tjaldinu eftir það, grænmetissúpa heima, kvöldvaka, brennan, fara á tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

laugardagur: vakna og chilla heima framan af degi (hef ekki enn lært að fara inn í dal að deginum nema til að vesenast fyrir helv..... leikfélagið en það er önnur saga), borða afganginn af súpunni, kvöldvaka, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

sunnudagur: vakna og chilla heima, fara til ástu steinunnar og undirbúa mat með henni (læri, brúnaðar og tilheyrandi) enda veitir ekki af hjálpinni þar sem 23 voru í mat núna, skyrta og þjóðhátíðarbindi, farið í dalinn, kvöldvaka, brekkusöngur, týna röddinni, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansað eins og vindurinn, tjaldarölt, dansa meira, gunni farinn heim, tjaldpartý, fara á litla pallinn á síðustu metrunum, leita að tjaldapartýi, (hvar eru allir???), finna tjaldpartý, sætta sig við að þjóðhátíð sé búin, taka bekkjarbíl heim.

mánudagur: vakna seint og síðar meir, liggja í leti og nenna ekki að byrja að þrífa eftir gestina.

næstu dagar: safna röddinni saman, þvo endalaust af þvotti, þrífa, jafna sig eftir svefnlitla helgi, átta sig á hvað langt er í næstu þjóðhátíð, átta sig á að sumarfríið er að verða búið, o.fl. o.fl.


lesendur mega gjarnan giska á hvað er á myndinni sem hér fylgir en hún var tekin á föstudagskvöldinu af aðalfyndinu.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Þjóðhátíð!

jæja nú er þetta allt að bresta á. komnir tveir gestir í hús og von á fleirum þegar líður á helgina. setningin Ingunn og Skarphéðinn gengu inn með firðinum í sólskinsskapi, verður á eftir kl. 16.00 og eftir það liggur leiðin upp á við í djamminu.
tjaldið orðið klárt (ýkt fullorðins með blómum og allt í vasa), lundinn soðinn, skinkuhornin tilbúin og svo smurt á eftir. JIBBÍ!
gleðilega Þjóðhátíð öllsömul!

þriðjudagur, júlí 31, 2007

komin heim og vel það

jæja, ég er sumsé komin heim eftir rosalega vel heppnaða ferð til færeyjanna kæru. þó að grindhvalaketið hafi verið ómæld vonbrigði er ekki annað en hægt að segja að í heild heppnaðist ferðin skrugguvel. þeir sem eiga þess kost að fara til færeyja: farið og njótið! ég mæli með að vera á hóteli í miðbæ þórshafnar (sem sagt ekki á hótel færeyjum eins og við), fara til saksun og gásadals og tjörnuvík (ótrúlega fallegir staðir og gjörsamlega vonlaust að reyna að setja í orð upplifunina...), kaupa sér færeyska lopapeysu, smakka föroya bjór og njóta rólegheitanna og andrúmsloftsins sem svífur yfir vötnum.

eftir heimkomuna var þrusast heim og stoppað í nokkra daga. svo fór gunni minn útí eyju til að veiða nokkra lunda en ég fór á ættarmót hjá föðurfjölskyldunni minni. rosa skemmtileg helgi og gaman að hitta ættingjana við skemmtilegri tilefni en jarðarfarir.
ég gisti í fellihýsi í fyrsta sinn og verð að segja að það var bara nokkuð fínt. ætla samt ekki að versla mér svoleiðis í ellingsen heldur halda mig við kúlutjaldið ef ske kynni að ég þyrfti í útilegu aftur.
fólkið mitt er fyndið og skemmtilegt, skrýtið, ófeimið við að fá sér í glas og syngja og tralla og tromma eins og það eigi lífið að leysa. hlakka til næsta ættarmóts sem verður víst eftir fjögur ár, en hugmyndin er sótt til ólympíuleika og heimsmeistaramóta sem eru á fjögurra ára fresti.

svo styttist í þjóðhátíð, vei! við verðum með þrjá gesti innanhúss og þrjá í tjaldi í garðinum. ég býst samt við að þurfa að bjóða stúlkukindunum úti í tjaldi gistingu innanhúss miðað við hvernig veðurspáin er. en það er líka í góðu lagi þar sem nóg er plássið til að setja tjalddýnur og vindsængur um allt hús.

fram að þjóðhátíð verður síðan verslað í matinn (alveg gommu), farið í mjólkurbúðina (og keypt smá), bakað í tjaldið, klára að græja dótið í tjaldið, hlakka til, kanna pollagallabirgðirnar, rifja upp þjóðhátíðarlögin, læra nýja þjóðhátíðarlagið, velja hárkollur og hatta o.s.frv. bara gaman!
mig dreymir um þig þjóðhátíð.....

mánudagur, júlí 16, 2007

gledi og gaman i føroyum

dagur thrju er ad kvøldi kominn og lifid er bara ædislegt!
forum a djamm a laugardag, tokum thvi rolega i gær en fengum bilaleigubilinn i dag og erum buin ad vera ad runta um streymoy. forum til vestmanna og runtudum thar, forum i batsferd med ofurturistum fra tekklandi, svo forum vid til kvivik, saksun og tjørnuvik. brjalad ad gera! utsynid gedveikt hvert sem madur fer og solin meira ad segja brosti vid okkur odru hvoru. thetta var frabær dagur en honum lauk med mjøg vondum mat a marco polo. (andvarp!) vid ætludum aldeilis ad splæsa a okkur og fengum okkur grindhvalakjøt. thetta var ekki odyrt og nanast oætt! brimsalt og svo herfilega mikid steikt ad vid thøkkudum sæla okkar fyrir ad vera med almennilegar tennur!
a morgunn er svo stefnan tekin a eysturoy. bid ad heilsa i bili!

laugardagur, júlí 14, 2007

færeyjar eru ædi!!! dagur eitt rett halfnadur en eg brosi hringinn!
æ lov itt!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

færeyjar, hír ví komm!


gunni minn náði því að koma heim af sjónum fyrir færeyjaferðina, vúhú! og ég hef mikið þurft að kyssa hann og knúsa til að vinna upp þann tíma sem hann var á sjónum.
en nú fer að styttast í brottför okkar hjónaleysanna til færeyja. fyrsti hluti ferðar er að fara með dallinum upp á land í dag og svo með stálfugli til vágar annað kvöld og þaðan með bussi til tórshavnar, líka annað kvöld.

við hlökkum bæði mjög mikið til enda urðum við ástfangin af landi og þjóð þegar við fórum síðast til eyjanna sem kenndar eru við fær (eins og gunni myndi orða það).

ég lofa engu hvað varðar blog meðan á reisunni stendur en það er aldrei að vita nema að maður geti komist í tölvu einhversstaðar og gefið öppdeit á ferðalaginu.

ég skal skála í föroyabjór fyrir ykkur!

bið að heilsa í bili!

mánudagur, júlí 09, 2007


jæja. það var að sjálfsögðu mikið stuð á goslokum. (myndin var tekin í skvísusundinu og er á vefnum sudurland.is, undir ljósmyndir, vestmannaeyjar, goslok 2007)
caps lock hvað var gaman! dýrindis læri og meððí hjá ástu steinunni, garðpartý hjá arnóri bakara og helgu og svo skvísusundið! þjóðhátíðarbrandararnir frá því í fyrra og hitteðfyrra rifjaðir upp og ótrúlega mikið hlegið. við dönsuðum eins og vindurinn, aðallega í tveimur króm og svo var nottlega kjaftað við mann og annan. við stelpurnar skemmtum okkur þrusuvel langt fram undir morgun án kallanna okkar, en þeir verða kannski næst!
annars á gaui gamli ammæli í dag og ég óska honum innilega til hamingju með daginn. vonandi bakar kokkurinn handa þér köku gaui minn!
gunni minn er á leiðinni í land og það er því ekkert því til fyrirstöðu að hann komi með mér til færeyja, júhú! hann kemur heim á morgunn. vei! svo nú er það bara að fara að huga að því að pakka niður fyrir sólina í færeyjum!

laugardagur, júlí 07, 2007

goslok


nú um helgina halda vestmannaeyingar upp á það að 34 ár eru liðin frá því að eldgosinu á heimaey lauk formlega, það var reyndar 3. júlí en maður veltir sér ekkert upp úr því.
margt er til að gera sér til dundurs um helgina og sumt af því tengist tyrkjaráninu. ég tók einmitt þátt í sýningu í gærkvöldi sem er samstarf leikfélagsins og félags áhugafólks um tyrkjaránið. þetta er kallað leiklestur og er "inni í" listaverki eftir þórð svansson. í gamla dalabúinu er nefnilega verið að setja upp tyrkjaránssetur.
þessi sýning var reyndar minningarsýning um Runa, leikfélagsmeðlim og hæfileikabombu, en hann lést á síðustu goslokahátíð. hann las einmitt hlutverk séra ólafs egilssonar í fyrri uppsetningu á þessu verki. ég var fengin til að lesa hlutverk tyrkja-guddu og kona að nafni hanna birna las sögumanninn. þetta heppnaðist mjög vel, húsfyllir og stemningin góð. fjölskylda Runa kom og ég gat ekki séð og heyrt annað en að þau hafi verið mjög ánægð með þetta framtak. tengdamóðir Runa (sem er amerísk) fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þátttakendum sýningarinnar!
búningurinn sem ég var í var einstaklega vel heppnaður enda vorum það ég og alma sem hjálpuðumst að við að búa hann. (búningurinn úr upprunalegu sýningunni hvarf!)
svo er guðný að koma á eftir og ætlar að gista í svítunni. grill hjá ástu steinunni og svo verður kíkt í skvísusundið í kvöld. bara gaman!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

kisuammæli

kisinn minn hann marteinn gormur er 9 ára í dag. og að sjálfsögðu fékk hann rækjur í tilefni dagsins. til hamingju kisilíus!

ég hef ákveðið að pakka sjálfsvorkuninni niður í bili. í bili segi ég vegna þess að ég þekki mig nógu vel til að vita það að ég get ekki pakkað henni niður fyrir fullt og allt. (það er ættgengt að vera dramadrottning, bræður mínir eru samt verri en ég!)


ég náði að rífa mig upp á laugardag og fór með fullt af liði út í stafsnes á tuðrum og þar var grillað, kjaftað, kveiktur varðeldur og fengið sér í aðra tána. svo þegar haldið var heim á leið var farið í partý til ölmu og frigga. ég verð að játa að þetta er eitt mesta stuðpartý sem ég hef farið í lengi. alma átti hrúgu af '90's danstónlist og við fórum að reifa. hún meira að segja dró fram svona sjálflýsandi prik sem við sveifluðum um allt eins og þetta var í denn. aðrir voru ekki alveg jafnhrifnir og fóru á pöbbann, en ég, alma, gaui og friggi fíluðum okkur í tætlur. bara gaman!


svo er búin að vera svona líka blíðan og það hefur bara kallað á að sitja í sólinni eða að vinna í garðinum. ég hef gert meira af því að sitja í sólbaði eins og fín frú. þegar sólin fór að fela sig í gær bar ég reyndar olíu á pallinn, ætlaði að halda áfram í dag en það er aðeins of blautt. svona veður þýðir það að ég hef ekki lengur afsökun til að þrífa ekki húsið mitt að innan. það verður sum sé verkefni dagsins. góð tónlist í eyrun og þá verður þetta ekki mikið mál.


svo styttist í að gunni minn komi heim (vei!) og við skellum okkur til föroyjarna (húrra!). hann nær samt ekki að koma heim fyrir gosloka-afmælið en ég ætla ekki að fara að skæla yfir því, vík frá mér sjálfsvorkunn!

laugardagur, júní 30, 2007

heima er best

það er æðislegt að vera komin heim. veðrið er búið að vera frábært og svei mér ef að mér hafi ekki tekist að sólbrenna aðeins.
en ég er þó búin að átta mig á því (aftur) að það er ekki nógu gaman að vera einn, sérstaklega ef maður er öðru vanur. til dæmis það að skipta með sér verkum. ég er búin að slá garðinn, þvo bílinn, skipta um batterí í músinni, þvo þvott, kaupa í matinn fyrir einn (sem er ekki auðvelt bæ ðe vei), mála grindverk hjá ástu steinunni og gauja o.s.frv. ég tel mig vera mikinn feminista og tel því ekkert eftir mér að gera þessa hluti, finnst reyndar að allar konur eigi að geta gert allt sem viðkemur viðhaldi heimilis, garðs og bíls (nema kannski alvarlegar viðgerðir sem þarfnast iðnaðarmanns). það er samt voða gott að geta samið um hver gerir hvað: ég skal slá ef þú þværð bílinn t.d.
það er heldur ekki bara það að skipta með sér verkum sem ég sakna. auðvitað er það líka bara að hafa gunna minn hjá mér. geta kjaftað við hann í staðinn fyrir köttinn (sem reyndar er ágætt), knúsað hann, borðað með honum og kúrt. ég t.d. vaknaði við það í nótt að ég ætlaði að faðma gunna minn að mér en faðmaði bara sængina hans. það fannst mér ekki gaman.
það styttist þó óðum í heimkomu gunna míns. einhvern tímann innan tveggja vikna að mér skilst. það fer að sjálfsögðu eftir veiðinni. dagleg símtöl draga aðeins úr söknuðinum en það skrítna er að stundum gera þau illt verra. það er sem ég segi nú eins og áður: ég er ekki að fíla að vera sjómannskona!

miðvikudagur, júní 27, 2007

af ættmennum og útilegu

ég er komin heim á eyjuna fögru eftir ótrúlega vel heppnað ættarmót. við keyrðum af stað tiltölulega snemma á föstudag, stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og meðal annars á hofsósi og átum þar dýrindis súpu eftir að afi hafði gefið vesturfarasetrinu bréf frá bróður afa sem flutti til ameríku aðeins 12 ára. svo var haldið sem leið liggur að nesi, tjaldað í garðinum og spjallað við fólkið sem kom aðvífandi í smáum hópum.
á laugardag opnuðu systkinin (mamma og co.) málverkasýningu í vitanum. ýkt skemmtilegt og óvenjulegt enda var þetta í gamla vélasalnum og gamla draslið fékk að halda sér en málverkin voru dreifð hist og her um salinn. mjög töff! svo æddum við í fjallgöngu nokkur saman (aðallega yngra liðið) upp einhvern dal (engidal, held ég) að vatnsbólinu og ofar en það og niður aftur. þá tók við rúntur í sund á sólgörðum í fljótum. eins og við ræddum þegar ofan í var komið þá var sundlaugin stærri í minningunni, en fyrir þá sem ekki vita er hún frekar lítil. þar var farið í kafsundskeppnir, boðsund og hvað eina, enda maggi bró og jonni einstaklega miklir keppnismenn. það eru til mýmargar sögur af því en það væri alltof langt mál að telja það upp hér. svo var haldið heim og tekið til við að grilla. farið var í leiki fyrir krakkana, vilborg var með gjörning og svo var upplestur frá möggu og dætrum. jón bjarki mangason las líka upp formála að bók sem hann er að skrifa, mamma las upp sendibréf frá henni til möggu á unglingsárunum og það verður að segjast eins og er: unglingar eru og verða unglingar! shift hvað þetta var fyndið.
seinna um kvöldið var farið í fótbolta úti á túni. peysur voru mörkin og boltinn var aldrei útaf, eins og í gamla daga. svo var setið og sötrað úti í garði, kjaftað og sungið.
sunnudagurinn fór í að ganga frá, borða afmælisköku í tilefni afmælis möggu móðu og keyra heim. og það tók lengri tíma en venjulega sökum ómældrar umferðar þegar nær dró rvk.

en þetta var ótrúlega vel heppnuð helgi, góð mæting og það er sko enginn svikinn af því að heimsækja ofurhjónin jonna og herdísi. bakkelsi í kílóavís og öllum velkomið að sofa inni í húsi ef vildi. þess má geta að við vorum tæplega 50. ég ásamt fleirum lét tjaldið duga þó napurt væri. en maggi bróðir kom með hugmynd að hafa aftur svona hitting eftir tvö ár í trékyllisvík á ströndum. ég er búin að tilnefna hann í nefndina.
sauðanesættbálkur: takk fyrir frábæra skemmtun og ég vonast til að hitta ykkur fljótt aftur!

miðvikudagur, júní 20, 2007

á leið á ættaróðalið


þá fer maður að pakka niður. ég er búin að finna til tjaldið og svefnpokann en restin er eftir. það er svo langt síðan að ég fór í útilegu að ég veit varla hvað þarf að taka með, jú nema auðvitað langbrækur og ullarsokka.

það vill nú til að tjaldbúðirnar verða settar upp við húsvegg ættaróðalsins þannig að við verðum ekki úti þó svo að kólni. annars er góð spá að mér skilst.

díjjjjj, hvað ég hlakka til. hef ekki komið á nes í 6 ár og það telst mikið þar sem við komum þarna á hverju sumri á árum áður. það verður stuð að hitta ættingjana sem annars hittast ekki nema í brúðkaupum og í árlegu partýi (sumir eru duglegri en aðrir að mæta) hjá ömmu og afa fyrir árneshreppsbúaballið (við höfum verið svo heppin að það eru ekki margar jarðarfarir búnar að vera).

hér fyrir ofan sjáið þið svo áningarstaðinn sauðanes við siglufjörð. heils...

þriðjudagur, júní 19, 2007

19. júní


jæja, ég vonast til að sem flestir hafi klæðst bleiku í tilefni dagsins.

fyrir þá sem ekki vita þá er 19. júní mikill hátíðisdagur. þennan dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (þ.e. 40 ára og eldri og þær sem áttu eignir, svo lækkaði aldurinn á einhverju árabili þar til þær voru jafnar körlunum. á endanum var rétturinn jafn hjá konum og körlum, hvort sem fólk átti eignir eða ekki.) og nú minnumst við þess að jafnréttisbaráttunni er ekki lokið þó margt hafi áunnist. og hvaða litur er betri til að vekja athygli á þessu en bleikur, enda með eindæmum áberandi og fallegur.

ég hef lagt mitt af mörkum og borið bleika litinn í dag. ég setti á mig bleikan klút í hjólatúrnum í morgunn, var í bleiku stígvélunum mínum í garðslættinum (úffpúff...) og klæðist nú bleikum kínaskóm og er með bleik sólgleraugu. það sem skyggir á þetta er nú það að ég hef ekki verið mikið úti á meðal fólks í dag þannig að mitt framlag hefur ekki verið áberandi. kannski ég skjótist í kaupfélagið til að sýna mig...

eigið góðan bleikan dag öll sömul!

mánudagur, júní 18, 2007

komin heim....



...í bili alla vega. dreif mig heim í dag. kom við í hveró eins og áður var ákveðið og keypti blóm og cyprus. um leið og ég kom úr draumalandinu í herjólfi tók ég til við að setja allt stellið í potta með tilheyrandi drullumalli. ég held að þetta sé enn einn mælikvarðinn á að aldurinn færist yfir, komin með sumarblóm í potta við húsið sitt. þrátt fyrir þetta veit ég með vissu að ég er ekki með græna fingur, ástæðan: ég er með potta en ekki blómabeð. það er voða gaman að hafa fallegar jurtir í kringum sig en að þurfa að sinna því eitthvað það er ekki minn tebolli.
annars stoppa ég stutt hérna heima. fer aftur á fimmtudag því að stefnt er á sauðanes við siglufjörð á ættarmót mömmufjölskyldu. þar skal sofið í tjaldi ef veður leyfir, fara í fjallgöngur, borða góðan mat og hafa gaman með stórfjölskyldunni.










föstudagur, júní 15, 2007

er enn í borg óttans og er að sigrast á óttanum. vildi bara láta áhugasama vita að gunni minn sjóarinn er farinn að blogga og er kominn linkur hér með vinum og vitleysingum.
heils!

miðvikudagur, júní 13, 2007

bara blóm

er komin á fastalandið og ég var varla búin að leggja bílum heima hjá mömmu þegar við brunuðum í samfloti með vilborgu móðu og ömmu til hveragerðis.
þar var að sjálfsögðu farið í eden og étinn ís. svo var farið í sumarblómaleiðangur. amma og vilborg þurftu að versla soltið. og þvílíkt og annað eins úrval! ég er nú ekki mikil blómakona en ég þurfti að halda aftur af mér svo ég hefði ekki sjoppað þar til ég hefði droppað. en ég er svo upprifin eftir þessa reynslu að ég hef ákveðið að fara snemma af stað þegar ég fer heim og koma við í blómahafinu áður en ég fer í jólfinn. það verður því heldur en ekki blómaskrúð á ásaveginum í sumar!!!

þriðjudagur, júní 12, 2007

sumarfrí

já loksins loksins er konan komin í sumarfrí! síðasti vinnudagur í gær, var stuttur í annan endann þar sem lítið var eftir að gera. yndislegt að geta slappað af næstu tvo mánuðina.
annars verður maður á flandri meira og minna í allt sumar. upp á land og heim, upp á land aftur og heim, upp á land, til færeyja og heim, upp á land og heim og svo þjóðhátíð! (ég held alla vega að röðin sé svona)
gunni minn er farinn á sjóinn, fór í gærkvöldi. ég græddi smá meiri tíma með honum eftir sjómannadag því að það þurfti að græja síldarvélarnar fyrir vertíðina. en í gær var það búið og gunni minn sigldur norður fyrir land. að öllum líkindum sé ég hann ekkert aftur fyrr en rétt fyrir færeyjaferð þar sem þeir munu landa á þórshöfn á langanesi næstu vikurnar. jæja, þýðir ekkert að röfla yfir því, það verður þá líka bara miklu skemmtilegra að hitta hann aftur...
það er komin dagsetning á færeyjar, föstudagurinn 13. júlí (shift!) og komum heim aftur 20. júlí. við ætlum að vera grand á því og vera á hótel færeyjum allan tímann og leigja okkur bílaleigubíl 5 af þessum dögum. omg hvað það verður gaman!!! nú situr helga björk vinkona mín og öfundar mig, hehehehe....

ég vona að ég hafi ekki móðgað afmælisbörn maímánaðar þar sem ég gleymdi að telja þau upp (sorrý öddi og lú!). þess vegna ætla ég ekki að gleyma júníliðinu en afmælisbörn júnímánaðar eru mýmörg og ég ætla ekki að gleyma neinum:

eva hrönn, guðný, albert elías, pabbi, mamma, snorri stóri, ísland, árni dagur og auðvitað hún hekla mín. til hamingju öll sömul!

miðvikudagur, maí 30, 2007

síðasta helgi



ótrúlega skemmtileg helgi liðin. glæsilegt grillpartý (hrefnukjötið bragðaðist geðððeigt vel) sem síðan endaði í góðu partýi og svo farið á púbbann. tuðruferð á sunnudag og brandsferð á mánudag. þar voru grillaðar pulsur, setið og spjallað og útsýnisins notið. myndin er einmitt tekin af heimaey af toppi brandsins. ýkt gaman með góðu fólki og allir sólbrenndir!
skemmtileg helgi framundan líka. sjómannadagshelgin þar sem sjómenn halda árshátíðina sína, minnast látinna félaga, heiðra þá sem unnið hafa afrek og svo framvegis... fyrsta sinn sem ég tek þátt sem sjómannskona og tilfinningar eru blendnar. en þetta verður örugglega ýkt kúl geðveikt...
svo fer gunni minn aftur á sjó eftir helgi, ætlar að fara að moka upp síldinni sem veiðist sem aldrei fyrr að mér skilst, en ég sit ein eftir skælandi...

laugardagur, maí 26, 2007

göngu-hrólfur

sólin skín glatt í eyjum í dag. vildi óska að það rigndi í rvk (sorrý laila og lúlli) en þá væru þau hér um helgina. gangi ykkur annars vel að mála húsið ykkar. vonandi endar þetta í góðu nágrannapartýi!
skellti mér í göngu í morgunn kringum fellið. og fyrir þá sem ekki vita hvað ég á við þá er það helgafellið, ekki eldfell enda ansi stórgrýtt ennþá í kringum það. það er alltaf eitthvað sniðugt að sjá; ég sá hund að spóka sig án eiganda síns, mann að gefa hestunum sínum hey, slatta af lömbum og bakpokatúrista með barnakerru en það hef ég aldrei séð áður.
svo fer maður að undirbúa grillveisluna í kvöld. það stefnir nefnilega í að fleiri bætist í hópinn, vei!
við eva ætlum svo að kíkja í búðina á eftir til að kaupa meðlæti með hrefnukjötinu, nammmmmmmmm, og svo eitthvað fyrir þá kettlinga sem ekki borða þennan eðalmat.
heils!

föstudagur, maí 25, 2007

meira af veðrinu...

eins og sönnum íslendingi sæmir þá verður að tala oft og mikið um veðrið.
njúsflass: það er að skána, örlítið hlýrra og sólin hefur skinið í allan dag. vei! hver gleðst ekki yfir svona fréttum? vonandi er þetta það sem koma skal og síðasta snjókoma sumarsins búin! þá er líka von til að maður geti grillað með borgarbúunum þór og evu um helgina. alla vega erum við að fara að taka hrefnukjöt og svartfugl úr kistunni til að kryddleggja.....mmmmmmm...

mánudagur, maí 21, 2007

af veðurskilyrðum á eyju dauðans

hver bar ekki þá ósk í brjósti að sumarið væri komið við fyrsta sólbruna vorsins? hér í eyjum var það í síðustu viku. bros færðist yfir alla, börn hoppuðu á trampólínum eins og þau fengju borgað fyrir það og fólk með græna fingur (þ.á.m. við gunni minn) tók til við að sinna garðinum.
hvað gerist svo?
haglél, rigning, haglél, rigning og rok með báðu! hvaða rugl er þetta? maður bara spyr. svona á ekki að gerast á suðurhafsparadís eins og vestmannaeyjum!
af þessum sökum erum við gunni minn farin að róa að því öllum árum að klára ferðatilhögun sumarsins; panta flug, gistingu og annað tilheyrandi. og nú getum við ekki beðið eftir því að komast á suðrænni slóðir!
færeyjar, við komum brátt!!!

fimmtudagur, maí 17, 2007

uppstigningardagur

dagurinn í dag var góður dagur þrátt fyrir skítaveður. ég vaknaði um 9.30 og planið var að fara í ræktina en sökum veðurs nennti ég því ómögulega, lá frekar áfram upp í rúmi og las í bók.
borðaði morgunmat, fór í sturtu og klæddi mig í sparigallann og setti spariandlitið upp og ók af stað í óveðrinu upp í íþróttamiðstöð.
í íþróttamiðstöðinni tók á móti mér heill sveimur af krökkum, þar á meðal mín hrúga. ástæðan fyrir þessu öllu er að þarna var að hefjast skóladagur hamarsskóla með glæsilegri danssýningu.
eins mikil vinna og þessi dagur getur orðið er hann ótrúlega skemmtilegur. ég verð að játa að í dag eins og öll hin árin síðan ég byrjaði varð ég þetta litla meyr og átti bágt með að hemja tárin. bæði var það útaf stolti yfir gríslingunum mínum og pínu sorg yfir því að bekkurinn minn skuli ekki verða eins næsta vetur. en það er önnur saga... krakkarnir mínir voru svo fínir og stóðu sig alveg rosalega vel, ekki við öðru að búast svo sem, en litla hjartað mitt var að springa af stolti.
af danssýningunni var svo haldið upp í skóla þar sem afrakstur vetrarins var sýndur. vel heppnað allt saman!


hér er svo mynd af mér og krakkaskaranum mínum. á myndina vantar gunnar frey og sigurbjörn.

þriðjudagur, maí 15, 2007

helgin

við gunni minn fórum upp á land á föstudag, afmælisdegi litlu systur (til hamingju lú mín!) til að gleðjast yfir 15. afmælisdegi lúar, nýrri íbúð bjarna vals og evu, nýjum tímum í íslenskri pólitík (geisp) og júróvisjón.

föstudagurinn rólegur. tapaði í trivjal en einhvern tímann verður allt fyrst!
laugardagurinn fór í afmælisveisluna hennar lucyar. gaman að hitta næstum alla móðurfjölskylduna á einu bretti en svo var brunað í innflutningspartý til bjarna vals og evu upp á hellisheiði.
nú spyrja menn sig: bíddu en hvað með júróvisjónpartýið hjá kötlu og örvari?
svarið er: ég sveik lit (roðn) og tilkynni hér með að það mun ég ekki gera aftur nema eitthvað alveg sérstakt komi til!
hvers vegna? spyrja menn og konur.
svarið: jú það skal ég segja ykkur. áhugi hellisheiðarbúa og gestum þeirra á júróvisjón var stórlega ábótavant! það heyrðist varla nokkur tónn fyrir kjaftagangi og samt stalst ég oft til að hækka eins og hægt var (ekki sérlega góðar græjur), meira að segja dirfðist fólk að biðja mig um að fara að horfa á sjónvarpið inn í svefnherbergi!!! það verður því að segjast að ég naut þess ekkert sérlega að horfa/hlusta á júró. annars fín keppni ef maður kann varalestur!
svo ekki nóg með það þá skeit páll magnússon útvarpsstjóri upp á bak þegar hann (ásamt fleirum eflaust) ákvað að kötta á úrslitin fyrir fyrstu tölur úr kosningunum! það var öll fokking nóttin eftir til að velta sér upp úr þessu kosningadóti öllu en bara 4 mínútur eftir af júróvisjón! svo var þetta kosningasýstem að breytast alla nóttina þannig að það skipti ekki máli fyrir fyrstu tölur að vera birtar 4 mínútum fyrr eða seinna.
við örvar ætlum að minnsta kosti að fara í mótmælagöngu út af þessu...

mánudagur, maí 07, 2007

síðan síðast...

frá því ég bloggaði síðast:
  • fór ég ekki í kröfugöngu á 1. maí. (held það hafi ekki verið slík hér á suðurhafseyjunni)
  • kom gunni heim.
  • hef ég verið dugleg í vinnunni eins og alltaf.
  • hef ég farið í tuðruferðir.
  • hef ég séð lunda. (sumarið er komið!!!)
  • hef ég stigið um borð í fyrrverandi kví keikós.
  • hef ég farið of sjaldan í ræktina.
  • hringt til frakklands til að ræða uppskrift sem mig vantaði.
  • komu gestir, pabbi og gulla. ferlega gaman að fá þau!
  • eignaðist ég tvær plöntur til að setja í garðinn. (takk pabbi!)
  • keypti gunni grill til að hafa á pallinum.
  • grilluðum við svartfugl og vígðum með honum grillið. (shift hvað það var gott!)
  • hef ég pælt í hvernig ég á að snúa mér í júróvisjón-málum. (árlegt partý hjá kötlu og örvari gefur manni alltaf ástæðu til að leggja hausinn í bleyti)
  • velt því fyrir mér hvað á að gefa lú í afmælisgjöf. (hún er að verða 15 ára, omg!)
  • hef ég hlakkað til að fara upp á land um helgina og horfa á júró.

svona hefur lífið verið sumsé í stórum dráttum undanfarið.

mánudagur, apríl 30, 2007

jæja var að fá skilaboð frá gunna mínum. þeir eru á leiðinni í land. þeir voru að fylla núna í morgunn kl. 08:00 og eru lagðir af stað heim og verða heima milli 14:00 og 15:00 á morgun þriðjudag. þetta gekk allt mjög vel og þeir voru að fiska alla í kaf þarna á bleiðunni. fótreipið og höfuðlínan voru í fínu standi og rússinn og stertinn héldu í öllum köstunum, var stundum bras með smokkinn en það reddaðist alltaf, þeir eru núna að fara að slaka belgnum til að hreinsa hann, reimuðu pokann frá og settu í nótakassann. svo var ekkert bras með stikkið í þessum túr, en þeir skiptu um bakstroffu í byrjun.
frábært að heyra þessar fréttir og nú fer maður bara að hlakka til að sjá gunna sinn. kannski við förum bara í kröfugöngu þegar hann kemur heim! gleðilegan 1. maí!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

í síðustu færsu minni endaði ég á því að ræða um færeyjar. þar sem ég er ýkt skotin í færeyjum þá fór ég aðeins að pæla eftir brunann í rvk. þeir sem hafa komið til þórshafnar í færeyjum og víðar í því ágæta landi, sjá það nánast hvert sem þeir koma að færeyingar eru stoltir af sinni arfleifð. gömlu húsin þeirra fá að njóta sín og það er sko ekkert til að skammast sín fyrir!
þegar kemur að því að fara að endurbyggja eða að byggja nýtt á horni lækjargötu og austurstrætis koma að sjálfsögðu ýmsar hugmyndir. byggja eins hús, byggja stærri hús en í sama stíl og þau sem fyrir voru eða risastóran glergöndul. sitt sýnist hverjum...
stundum finnst mér að íslendingar hafi einhverja minnimáttarkennd yfir byggingasögunni. hvað með það þó að við séum ekki með risastóra skýjakljúfa í miðbænum sem skyggja á sólina þegar hún loksins glennir sig? ef ferðamenn vilja sjá skýjakljúfa mega þeir bara fara eitthvað annað (t.d. í kópavoginn....heheheh....), það er nóg af þeim annars staðar!
við eigum að vera stolt af sögunni okkar því hún er einstök, það er engin önnur þjóð sem getur státað af annarri nákvæmlega eins.

mánudagur, apríl 23, 2007

vorið góða grænt og hlýtt...

ég ELSKA þennan árstíma þegar allt er að vakna! við fórum í tuðruferð í gær; við sáum selinn aftur á sama stað og síðast, annan sel, öllu stærri, sem dólaði sér norðan megin við heimaey, svartfugl og rita farin að koma sér fyrir á klettasyllum, pokaendur (æðarfugl) eru ótrúlega margar hér í ár en lundinn ætlar að láta bíða eftir sér. ég mun láta ykkur vita um leið og lundinn sest upp, því þá fyrst er komið sumar hér á suðurhafsparadísinni.

annars er allt fínt að frétta. kórinn söng á tónleikum um helgina með tveimur kórum, annar frá þorlákshöfn og hinn frá borgarfirði syðri. vel heppnað og gaman!
við kíktum í afmælisbjór til jórunnar (til hamingju með daginn jórunn!) og svo fór helgin bara í almennt tsjill.

gunni minn er aftur farinn á sjó. (grenj...) en hann vonar að túrinn taki viku því að það er víst þrusuveiði á kolmunna. þeir verða aðeins nær íslandi núna miðað við síðast. mér skilst að þeir verði einhversstaðar kringum færeyjar. og talandi um færeyjar....dánánáná....

...við gunni minn ætlum nefnilega að fara til færeyja í sumar og eyða u.þ.b. 10 dögum í góðu yfirlæti. við ætlum að fljúga en við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við ætlum að vera á hóteli í þórshöfn (ótrúlega freistandi) eða leigja okkur bústað. svo ætlum við að leigja okkur fjallabíl og rúnta um allar trissur og hver veit nema maður fari í ferjur til að skoða þær eyjar sem ekki eru í vegtengingu við restina af landinu.
jeeeeeeminnnn hvað ég hlakka til! færeyjar eru ðe pleis tú bí!

laugardagur, apríl 21, 2007

blogglífið

ég veit vel að ég er ekki duglegust í heimi við að blogga. en ég reyni að fylgjast með vinum og vitleysingum sem eru með bloggsíður og það er bara ekkert rosamikið að gerast.
þannig að nú ætla ég að fara að hvetja alla (mig líka) til að hressa sig við með hækkandi sól og blogga meira, allavega oftar...
allir saman nú!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar!

vinir og ættingjar út um allar trissur, gleðilegt sumar og takk fyrir samverustundirnar á liðnum vetri!
sumarið hófst heldur en ekki vel hér í eyjum. vaknaði kl. 7.10 og gerði mig klára fyrir daginn. stormaði í herjólf, lagði mig, fór úr herjólfi og í rútu til rvk. við fengum svo að borða í safnaðarheimili grafarvogskirkju og svo var æft og svo tjillað þar til kaffihúsamessan byrjaði kl.16.00. fólk streymdi að og það gladdi hjartað að mamma og lucy komu ásamt manga frænda og dagbjörtu. svo komu pabbi og gulla líka og auðvitað elísabet. elli pé komst ekki þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð.
en þetta tókst mjög vel. við sungum eins og vindurinn og svei mér ef heimsfrægð er ekki á næsta leyti...
svo var keyrt ansi hratt til að ná flugvél á bakka...fjú...en ég er ofsakát með að hafa verið komin heim kl. 20.00 í stað 22.30 með jólfinum.
eníhú...heppí sommer!

þriðjudagur, apríl 17, 2007

kannski er heimsfrægðin að fara að banka uppá???
í tilefni fyrsta dags sumars (fimmtudaginn 19. apríl n.k.) ætlar kórinn að bregða undir sig betri fætinum og syngja í stórborginni reykjavík.
klukkann 16.00 að staðartíma mun kaffihúsakór landakirkju syngja við kaffihúsamessu í kjallara grafarvogskirkju.
allir áhugasamir eru beðnir að mæta og hvetja sína konu! hallelúja!

laugardagur, apríl 14, 2007

vorið er næstum komið. ég sá fleiri tugi af lóum suðrá eyju, tvo tjalda og nú er beðið eftir að lundinn setjist upp. en hann er mættur, situr á sjónum og bíður eftir að setjast upp og þar með tilkynna eyjamönnum að sumar sé í nánd. svo er grasið farið að grænka í garðinum mínum og birkikvisturinn byrjaður að bruma. þetta er æðislegur tími og enn betri framundan!

en hann maggi stóri bróðir minn á ammæli í dag. ekki nema 36 ára, unglingurinn sjálfur! innilega til hamingju elsku bróðir! vildi að ég kæmist í skötuveisluna í kvöld!

annars eru fleiri ammælisbörn í apríl sem ég gleymdi að segja frá:
nýfæddur kötlu og örvarsson, 3. apríl
sigríður birta, 6. apríl
lilja eygerður, 7. apríl
nottlega maggi bró, í dag 14. apríl
margrét þórhildur danadrottning, 16. apríl

til hamingju öll!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Lukku Láki


ég var að vandræðast í dag við að útbúa verkefni í landafræði fyrir 9. bekk. við erum að læra um bandaríkin og ég var að hamast við að gera glósur og það í páer pojnt. svo þegar því var lokið var ég að pæla hvaða skemmtilega verkefni ég gæti búið til. (ég reyni nefnilega að koma með eitthvað nýtt, hipp og kúl í hvern tíma) og þá gerðist það! eitthvað var talað um villt vestrið í kennslubókinni og hvern tengir maður helst við það? engan annan en Lukku Láka!

það fór því svo að ég bjó til verkefni um kauða og hans hundtrygga Léttfeta. hver nemandi velur sér bók um félaga Láka, skrifar um hana, höfundinn, hvar hún gerist og hvaða atburði hún tengist í sögunni. (munið þið ekki eftir öftustu blaðsíðunni í bókunum þar sem alltaf var sagt frá einhverju sem maður nennti ekki að lesa?)

eníhú, ég fíla Lukku Láka í dag sem endranær.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

vorið komið?


fórum í fyrstu tuðruferð sumarsins í gær. veðrið var of gott til að sleppa því þó að kalt væri. klæddum okkur bara vel og við fórum vestur fyrir heimaey og austur að bjarnarey.

vorboðinn okkar, lundinn, sást ekki, en nokkrar ritur voru búnar að koma sér fyrir á klettasyllum og það var sægur af æðarfugli út um allt.

það sem var þó merkilegast í þessari ferð var að ég sá skarf æla upp úr sér fiski til að geyma til betri tíma OG svo sáum við selkóp sem lá í mestu makindum inni á kví inni í klettsvík. við komumst alveg ótrúlega nálægt og hann stakk sér ekki í sjóinn fyrr en gunni gerðist svo djarfur að klappa honum. þá hvæsti hann og stakk sér til sunds.

vonandi tekst mér að setja mynd af selnum snorra þessu öllu til sönnunar.

laugardagur, apríl 07, 2007

nýyrði

jebbs...fór í þórsmörkina á fimmtudaginn. við gátum samt ekki tekið júnímokinn þar sem hann bilaði í upphafi ferðar. þrátt fyrir það var farið á þessum líka fína jeppa. þetta var rosagóð ferð, farið í fjallgöngu, grillað í holu, drukkinn bjór og svo var líka þessi fína kvöldvaka sem skálavörðurinn stóð fyrir. þar var til skemmtunar myndasjóv af jeppaferðum skálavarðarins og vina hans. við höldum að þetta hafi verið hans leið til að svæfa villingana frá vestmanneyjum.
það sem stendur þó upp úr eru nýyrðin sem urðu til:

bensíndólgur = sá sem dælir bensíni, borgar ekki fyrir og keyrir í burtu.
andversa = öfugmæli
færeyskur sleðahundur = hundur sem er líkur íslenskum fjárhundi en hefur hæfileika grænlensks sleðahundar.

við samferðamenn mína segi ég: takk fyrir skemmtunina!
við alla: gleðilega páska!

föstudagur, mars 30, 2007

páskafrí!

þið megið óska mér til hamingju. ég er komin í páskafrí! jei! nú verður sko slakað á, borðaður góður matur, farið í þórsmörk eina nótt (farartækið sem verður farið á heitir víst júnimok) og hver veit nema maður geti hitt á familíuna eitthvað. og ekki nóg með það þá er gunni minn á leiðinni í land!!! húrra!!! hann verður kominn í land aðra nótt, þannig að við skellum líklega á skó eftir helgi. jeminn hvað ég hlakka til að knúsa kallinn minn, get ekki beðið...

þriðjudagur, mars 27, 2007

fýlan farin í bili

nú andar maður að sér frísku vorloftinu án ilmefna frá bræðslunni. hvað það endist lengi er ekki vitað. það fer eftir því hvað siggi stormur ákveður að gera með veðrið. er að spá í að bjóða honum mútur.
gunni minn er á sjó og svo langt úti í rassgati að þeir eru ekki í símasambandi nema í gegnum gervihnött eða eitthvað álíka. ef að menn hafa ekki áttað sig á því fyrr þá vil ég segja þetta: mér finnst það sökka að vera sjómannskona!!! en það styttist víst óðum í heimkomu guðmundar ve, vonandi í þessari viku. seinkar líklega eitthvað vegna slyssins sem varð um borð um helgina. og fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum þá er það að frétta að hinn slasaði komst undir læknishendur 15 klst. eftir að slysið átti sér stað (þeir þurftu að sigla á móti þyrlunni því þeir voru svo langt í burtu), viðkomandi var læknaður og útskrifaður seinna sama dag. hef ekki heyrt neitt meira en vonandi er hann á góðum batavegi.
í kjölfar þessar atburða hef ég lent í miklum umræðum við fólk um öryggi sjómanna og allt sem sjómannslífinu fylgir. þar sem ég er ennþá soldil pannsla í bransanum þá sit ég aðallega og hlusta á misviturleg komment. en þetta er pæling sem vert er að velta alvarlega fyrir sér og eitthvað sem fólk ætti að láta sig varða. ætli það sé hægt að múta einhverjum til að bæta úr þessu???

mánudagur, mars 19, 2007

peningalykt

það eru margir sem búa í sjávarplássum sem dásama hina svokölluðu peningalykt. fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það fýlan sem kemur þegar verið er að bræða loðnu/síld/kolmunna í mjöl.
ég hef aldrei verið hrifin af þessari lykt og þessa dagana er þetta alveg að fara með mig. það er líklega verið að bræða u.þ.b. vikugamla loðnu sem hefur legið einhvers staðar í viðbjóði og lyktin er eftir því. svo vill ekki betur til en að það er líka hæg norðanátt (þ.e. í dag) og því liggur leið þessa fnyks akkúrat yfir hverfið mitt. mér finnst húsið mitt anga af þessu ógeði og ilmkertin sem ég kveikti á í kvöld slá ekkert á þetta. gunni minn segir að vindáttin breytist á morgunn þannig að ég get í alvörunni andað léttar!

ég kveð ykkur með andarteppu og vonandi verð ég orðin rík af óverdósi af þessari fýlu...

föstudagur, mars 16, 2007

ég fékk líka ammæligjöf í dag, liggaliggalái...og það frá útlöndum! jebb hún lilja mín og strákastóðið voru að senda mér dvd af tónleikum depeche mode: touring the angel. ég fékk þvílíkan fiðring þar sem við lilja fórum einmitt á tónleika í þess ferðalagi þeirra félaga úti í lyon í fyrra. ég skellti þessu nottlega í græjurnar eftir að hafa spjallað við lilju (sem unir sér vel í 18 stiga hita og notalegheitum í meximeux) og ég sver'ða ég fékk gæsahúð hvað eftir annað og svei mér ef að það örlaði ekki á einu eða tveimur tárum á hvarmi. takk takk takk og dm rokkar!

annars er gunni minn heima núna og verður eitthvað áfram. hann er kominn með fast pláss á guðmundi ve og ég er offissjallí orðin sjómannskona. djö...finnst það ekki gaman en svona verður þetta að vera. hann fer líklega á sjó aftur í lok mars.

við fórum einmitt á árshátíð starfsfólks grunnskóla vestmannaeyja um síðustu helgi. svaka stuð, góður matur, skemmtilegt fólk, fyndin skemmtiatriði og svo fórum við í partý til ástu steinunnar og gauja. guðný var nebbnilega í eyjum þannig að maður varð að drekka eins og einn bjór með henni. mikið gaman og mikið grín.

svo erum við boðin í mat annað kvöld til samkennara míns og spúsa hennar þannig að það er nóg að gera í félagslífinu! manni leiðist sko ekki á eyju dauðans!

föstudagur, mars 09, 2007

af partýstandi og öðru hressandi...

ég fór í alveg ÓGEÐSLEGA skemmtilegt partý um síðustu helgi. ég fór til borgar óttans gagngert til að mæta í árlega fjölskylduteiti hjá ömmu og afa. josé hennar möggu móðu eldaði portúgalskan pottrétt, vilborg bakaði brauð og bjó til hvítlaukssmjör (ýkt gott) og svo mættu menn með missterka drykki til að skola öllu niður. hulda og stella komu, mamma og lú auðvitað, öddi og harpa (nýtrúlofuð og sæt. innilega til hamingju með hvort annað krúttin mín!), mangi móði og dagbjört, turi, hallur og frú og jón bjarki og frú. svo voru gestgjafarnir að sjálfsögðu í mesta stuðinu.
það var kjaftað, sungið (öddi spilaði á fimmtuga gítarinn hennar ömmu, leyfði reyndar fleirum að prófa þegar leið á kvöldið. magga móða, þú rokkar!), hlegið, farið í leiki, á trúnó og fullt af allskonar. og það var svo gaman að 4/6 systkinum mömmu voru á staðnum og þær systur tróðu upp við góðan orðstír. frábært að samband þeirra systkina allra er orðið annað og betra en á tímabili. hugsum ekki um það... aðeins tveir af partýgestum enduðu svo á árneshreppsbúaballinu, færri en oft áður. en ætli það verði ekki fleiri næsta ár. þetta árlega partý er komið til að vera! það þurfa bara fleiri að mæta, gera þetta að almennilegu ættarmóti. þetta er skemmtilegasti árlegi viðburður í heimi, svei mér ef þetta er ekki betra en jólin!
ekki nóg með það þá skemmtu viðstaddir sér svo vel að það er búið að plana sauðanesgleði í lok júní á sauðanesi! ég og stella settar í nefndina og öddi í söngbókarnefnd. búið að ákveða dagsetningu og jonni farinn að útbúa fullbúið tjaldstæði úti á túni. mér skilst líka að það verði góð mæting. alveg frábært!

laugardagur, mars 03, 2007

nýtt lúkk og nýtt líf?

eins og hundtryggir lesendur hafa tekið eftir er bloggið mitt búið að fara í extrím meikóver. aðalástæðan var til að geta sett linka vina og vandamanna inn. ekki móðgast þið sem ekki eruð komin inn því ég er bara nýbúin að læra þetta og er að vinna í þessu.
þetta verður allt annað líf...

fimmtudagur, mars 01, 2007

jæja heimsfrægðin verður að bíða aðeins...
þannig er það nebbnilega að kórinn er ekki að fara að syngja í smáralindinni um helgina eins og planað var. við getum ekki farið án kórstjórans sem ku vera veikur, við yrðum eins og höfuðlaus her án hans. reyndar áttum við líka að syngja í hafnarfirði og í dómkirkjunni sem yrðu svona hliðarspor í átt til heimsfrægðar, en smáralindinn hefði reddað okkur. ojæja...kannski seinna.

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

fundinn!

já nú er ég hissa (ja samt ekkert svo af því ragnar afi minn hafði nefnt sögusagnir um svipað við mig...) en menn segjast vera búnir að finna jesús og frú. eða sko gröfina þeirra.
það verður gaman að fylgjast með þessu. en hvernig ætla þeir að nota dna til að sanna að þetta sé guðsonur og fjölskylda? þarf ekki að bera það saman við eitthvað annað? það er a.m.k. gert í csi, notað hár úr hárbursta, munnvatn, sviti.... ætli þeir lumi á einhverju óvæntu? greiðu jesúsar? blóðslettu af krossinum? ætli þetta verði ekki bara eitt af því sem menn munu rífast um örófir alda? eins og það sé ekki nóg að rífast um fyrir....omg...

laugardagur, febrúar 17, 2007

enn og aftur...

núna er umræðan byrjuð enn og aftur um launakjör kennara. einmitt af sama tilefni byrjaði jors trúlí að blogga.
í gær eða fyrradag voru bornir í öll hús í landinu bæklingar til að skýra frá vinnutíma og launakjörum kennara. það er alveg grjótmagnaður andskoti að kennarastéttin skuli vera sú eina sem þarf að verja vinnutímann sinn. heldur fólk virkilega að kennarar séu aldrei í vinnunni? og að þeir eigi ekki skyldar þessar krónur sem þeir fá útborgaðar?
nú eru grunnskólakennarar orðnir langt á eftir sambærilegum stéttum í launum s.s. leikskólakennurum, þroskaþjálfum, framhaldsskólakennurum o.s.frv. er það í lagi? frábært að leikskólakennarar og þroskaþjálfar skuli loksins vera búnir að fá leiðréttingu sinna launa en er það samt ástæða til þess að halda grunnskólakennurum niðri? núna munar 300-500 þús. ísl. króna á ársgrundvelli á grunnskólakennurum og þessum fyrrgreindu stéttum. er ábyrgð grunnskólakennara minni?
ég held að ráðamenn verði að átta sig á því að ef að þeir taki sér ekki tak verði stórflótti menntaðra kennara úr stéttinni. og svo er kvartað yfir því að íslenskir skólar séu ekki góðir. hvernig er hægt að halda úti góðum skólum ef kennarar eru á lúsarlaunum en líka að kafna úr vinnuálagi og skólarnir eru fjársveltir? hverjir tapa mest? krakkarnir auðvitað! framtíð landsins sem svo oft er nefnd á hátíðlegum stundum og auðvitað rétt fyrir kosningar...
ég er brjáluð...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

gunni minn er heima, vei! þeir komu til eyja í morgunn og ég sótti hann niður á bryggju rúmlega 7 en svo fór hann aftur á vakt klukkan hálfeitt til hálfsjö (til að halda áfram að frysta loðnuna sem að mér skilst sé að fara til rússlands) og auðvitað var ég búin að elda handa honum þegar hann kom heim klukkan hálfsjö. ég er að reyna að bæta honum upp þann óskunda sem færeyski kokkurinn gerir honum um borð. svo fer hann aftur klukkan hálfeitt í nótt í frystihúsastemmingu. veit ekki alveg hvenær þeir fara á sjó aftur en það er mjög líklegt að gunni minn geti verið um borð það sem eftir lifir vertíðar. alla vega fer hann næsta túr, hvað sem svo verður.
ég er svo glöð að hafa gunna minn heima að ég ætla að skrópa á kóræfingu þó svo að kvöldið fari væntanlega í það að horfa á hann sofa...

laugardagur, febrúar 10, 2007

þá er ég grasekkja þessa dagana. gunni minn er orðinn sjómaður, dáðadrengur og byltir loðnunni inn fyrir. hann er að leysa af á guðmundi og þeir eru að kasta fyrir austan land. ég heyri nú í honum samt á hverjum degi eftir dagvakt en ég segi það enn og aftur: ég myndi aldrei höndla að vera sjómannskona! nógu slæmt er þegar gunni minn er að vinna uppá landi en hann kemst þó alla vega heim þegar ekki er hægt að vinna vegna veðurs eða einhvers annars.
en gunni minn er víst að hríðhorast þarna um borð. kokkurinn er færeyskur og maturinn er ekki að gunna míns smekk (og ekki hinna heldur að mér skilst). greyið!
en annars er lítið að frétta. vinna, borða, sofa o.s.frv. reyndar eru byrjaðar stífar æfingar hjá kórnum vegna tónleikaferðar upp á land fyrstu helgina í mars. þar verður sungið í hafnarfirði, í smáralindinni og í dómkirkjunni. þannig að lítið verður um djamm væntanlega, ekki vill maður koma illa sofinn og angandi af kaupstaðarlykt í dómkirkjuna á sunnudagsmorgni! en þetta verður örugglega mikið fjör en leiðinlegt að missa af árshátíð árneshreppsbúa sem er sömu helgi. fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer ekki... jæja það kemur önnur eftir þessa. en það verður samt pottþétt farið í partý til ömmu og afa eftir tónleikana í smáralind.
og nú byrjar plöggið: allir að mæta í smáralind og sjá drífu litlu lofsyngja drottinn allsherjar. það er ekki eitthvað sem sést á hverjum degi!
hlakka til að sjá ykkur þar!

mánudagur, febrúar 05, 2007

raunveruleikaþættir?

það mætti segja það um mig að ég væri nokkuð húkt á raunveruleikaþáttum svokölluðum. ég vil fylgjast með amazing race, survivor, americas next, american idol. helst einhverju sem telst keppni, hvað svo sem það segir um mig. en ég verð að segja að ég er ég algjörlega gáttuð á allri þeirri vitleysu sem hellist yfir mann á næstum öllum sjónvarpsstöðvunum. hvað er t.d. skemmtilegt við að fylgjast með fasteignasölum í ameríku? selst húsið eða ekki? er termítavandamál? kommon, þetta er ekki einu sinni keppni!!! svo eru þættirnir með ríku húsmæðrunum. ég get svarið það! á að fá sér bótox eða ekki? þarf að skipta um tenniskennara? hvaða lit af bmw á að gefa 16 ára unglingnum? já heimur versnandi fer og sjónvarpsheimurinn líka. hvað verður okkur boðið upp á næst? æsispennandi þátt um meltingartruflanir múrmeldýra?

sunnudagur, janúar 28, 2007

orðin tuttugu og tólf

verð að segja að líf mitt eftir ammælið hefur ekki mikið breyst. kannski hef ég þroskast eitthvað en alla vega hef ég ekkert stækkað!
bara ðe seim óld seim óld: vinna borða sofa eins og hjá flestum. ekkert merkjó að gerast. bíð bara eftir því að gunni verði aftur eldri en ég sem verður 30. jan. hehehe...gamli kall...

mánudagur, janúar 22, 2007

AMMÆLI!!!

ég á ammæli í dag
ég á ammæli í dag
ég á ammæli sjááálf
ég á ammæli í dag!
vei!

föstudagur, janúar 19, 2007

hækkanir

var að lesa um hækkun á fargjaldi strætó hjá henni evu minni. ekki gott mál fyrir borgarbúa og umhverfið sbr. mengun sem fylgir mikilli notkun einkabíla.
í svipuðum dúr er þetta:

Nú hefur Eimskip tilkynnt um hækkun á fargjöldum með Herjólfi, þjóðvegi Eyjamanna. Verðhækkunin verður yfir 10% og þótti mörgum nóg fyrir. Eftir hækkunina mun fjögurra manna fjölskylda, á fullu fargjaldi, greiða um 16.000 krónur til að komast fram og til baka á fjölskyldubílnum. Og þetta gjald þurfa Eyjamenn að greiða í hvert sinn sem þeir bregða sér bæjarleið.

skítt???? eiginlega...

fimmtudagur, janúar 18, 2007

hið sívinsæla veður...

eftir að hafa þusað yfir veðrinu í síðustu færslu þá fór ég aðeins að spekúlera.
sko...það einhvern veginn virðist alltaf koma okkur íslendingum á óvart þegar veturinn skellur á af alvöru. á hverju ári bilast allt í fyrstu hálku og dekkjaverkstæði yfirfyllast af örvæntingarfullu fólki sem reytir hár sitt og skegg yfir þessum óvænta viðburði. fólk sem ekki aðhyllist skíðaíþróttina eða þoturennsli fussar og sveiar ef að rigningin dirfist að breytast í snjókomu. færðin verður óþrjótandi umræðuefni. þegar tekur að vora og regnið fossar úr skýjunum og vindurinn blæs þá eru allir hundfúlir yfir því að sólin láti ekki sjá sig. svo þegar sumarið kemur og sólin birtist endrum og sinnum þá er aldrei nógu heitt.
ég held að þetta sé vítahringur sem við íslendingar eigum erfitt með að ná okkur út úr. ætli það takist einhvern tímann?

þriðjudagur, janúar 16, 2007

janúarpælingar

janúar æðir áfram. prófin búin og maður hamast við að græja einkunnir og undirbúa foreldrafundi og komast yfir að plana næstu önn. brjálað að gera.
veðurguðirnir virðast vera eitthvað pisst við okkur þar sem ógeðslegur skítaviðbjóðskuldi hefur verið að hrella okkur og ekki nóg með það er SNJÓR!!! ömurleg færð og ekki verandi úti. mætti halda að maður búi norður við heimsskautsbaug!

svo eru það auðvitað öll ammælin. fór í ammæli til lailunnar minnar á föstudagskvöldið. skellti mér í herjólf og barðist við ógleðina en það var fljótt að snúast í gleði þegar maður mætti í stórsteikina hjá lailu. rosa dinner og partý fram á nótt. elsku laila innilega til hamingju með ammælið!
eitthvað kíkt á útsölur en var hálfrykug...hemm....hemm...og hafði því ekki orku í páersjopping.

mamma flutti í nýju íbúðina sína. ýkt fín risíbúð og vonandi líður þeim mæðgum vel þar.

svo var farið í ammæli til andreu litlu á sunnudag. að því loknu var ekið í þorlákshöfn þar sem herjólfur beið mín. og mér til mikillar ánægju var ferðin heim ánægjulegri en uppálandferðin.

en svo halda ammælin áfram. nú mitt auðvitað og svo gunni minn. þríburarnir hennar siggu áttu ammæli 13., elín 3., bibbi og kristjana 9. og 11., örvar á ammæli 25., rokkarinn 28. og fanney 31. ég vona að ég gleymi engum. en til að friða samviskuna óska ég öllum innilega til hamingju með dagana sína!

laugardagur, janúar 06, 2007

þrettándinn

jæja þá eru jólin loksins búin...þ.e.a.s. á miðnætti. við gunni minn fórum að sjálfsögðu að sjá flugeldasýninguna, gengum í blysför jólasveina og trölla og fórum svo á malarvöllinn og fygldumst með tröllunum og grýlu og leppalúða hrella börnin við brennuna. þar voru líka að venju púkar og álfar að dansa. það jók enn á ánægjuna að hitta á helgu dís sem að mér sýndist var agndofa yfir því hvað vestmannaeyingar eru klikkaðir. hún var víst líka búin að vera að taka glósur allan daginn yfir fræðslumyndum og gömlum skjölum sem fjölskylda svila hennar sá um að sýna henni og fjölskyldunni. þau hjónin eru víst orðin sérfræðingar í lögn vatnsins til eyja.
en við gunni minn nenntum ekki að bíða eftir seinni flugeldasýningunni enda frekar leiðinlegt veður og rukum heim að elda humarinn sem bragðaðist svona líka vel.
og nú ætla ég að liggja á meltunni fram eftir kvöldi og jafnvel sötra bjór ef (vín)andinn kemur yfir mig.
vi ses...

þriðjudagur, janúar 02, 2007

jólin og árið!
hef ekki getað hripað neitt niður sökum anna og appelsína. svo hefur verið eitthvað rugl í þessu tölvudæmi eins og venjulega þegar líður að jólum. hafði skrifað langa romsu um allt sem hefur á dagana drifið í nóv og des en það vildi einfaldlega ekki póstast...
vona að þetta hafist...
annars allt gott að frétta, mikið étið um jólin og gaman að hafa mömmu og lucy hér yfir hátíðarnar. og svei mér þá að nýtt ár leggist ekki bara vel í mann...húrra fyrir 2007!