mánudagur, maí 21, 2007

af veðurskilyrðum á eyju dauðans

hver bar ekki þá ósk í brjósti að sumarið væri komið við fyrsta sólbruna vorsins? hér í eyjum var það í síðustu viku. bros færðist yfir alla, börn hoppuðu á trampólínum eins og þau fengju borgað fyrir það og fólk með græna fingur (þ.á.m. við gunni minn) tók til við að sinna garðinum.
hvað gerist svo?
haglél, rigning, haglél, rigning og rok með báðu! hvaða rugl er þetta? maður bara spyr. svona á ekki að gerast á suðurhafsparadís eins og vestmannaeyjum!
af þessum sökum erum við gunni minn farin að róa að því öllum árum að klára ferðatilhögun sumarsins; panta flug, gistingu og annað tilheyrandi. og nú getum við ekki beðið eftir því að komast á suðrænni slóðir!
færeyjar, við komum brátt!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Drífa mín þið Gunni eruð velkomin hingað bara akkúrat núna, hér er spáð 29 stiga hita út vikuna! Sundlaugin er komin upp og farin að verða passlega "köld" !! Riiisaknús, sjáumst bráðum!

Nafnlaus sagði...

Oh alltaf nefnirðu Færeyjar,´mig langar sssvvvooo að fara ;/ Kannski skellir maður sér í haust þegar kallinn minn er farinn til Póllands:)