föstudagur, maí 23, 2008

júróvisjón - jibbí!


eins og alþjóð veit er júróvisjón búið að vera í gangi alla vikuna og endahnúturinn verður bundinn á laugardag. æðislegt að íslendingar skyldu loksins komast upp úr undankeppninni, þá fyrst hefur maður afsökun fyrir því að fá sér í aðra tána í tilefni kvöldsins.

ég verð samt að játa að ég mun ekki fara í teitina til örvars og kötlu (það nagar mig efinn, en svona er þetta) heldur ætla ég að vera á eyjunni fögru og nýt keppninnar hér. ég hef samt valið mér land og það er PORTÚGAL. ég vil ekki meina að ég sé undir neinum þrýstingi frá fjölskyldunni heldur er þetta lag algjör snilld og ekki varð það síðra þegar ég fékk að vita um hvað það er. ég kaus það 6x í undankeppninni (hálfskælandi af geðshræringu, svo hrifin var ég) og mun kjósa það sem mest ég má annað kvöld. og allir að kjósa Vânia Fernandes með mér!!!
góða skemmtun!

föstudagur, maí 09, 2008

melspíra

ég lærði nýtt orð hjá gunna mínum um daginn. það er orðið: melspíra. þeir sem þykjast vita hvað þetta er endilega látið ljós ykkar skína!

þriðjudagur, maí 06, 2008

bissí bý

margt hefur á dagana drifið síðan síðast. sólin hefur skinið töluvert þó að þoka og rigning sé normið undanfarnar tvo daga, einmitt þegar ég er búin að rífa fram reiðhjólið og hjóla í vinnuna. austanáttin er erfið á heimleiðinni skal ég segja ykkur.
en eins og ég sagði þá hefur margt gerst og þetta stendur upp úr:
  • guðný fyrrum kennari kom til eyja við aðra konu á lokasýningu hársins.
  • ég fór með hálf-japanskan breta í túristarúnt. hitti hann ásamt vinkonum á pöbbanum og af einstakri gestrisni rúntaði ég með liðið um eyjuna fögru í sól og blíðu daginn eftir.
  • ég sveik lit og fór aðeins í vinnuna á 1. maí. varð að gera það til að vinna upp eftir veikindi. þetta gerir sig víst ekki sjálft.
  • ég fór út í brand í fyrsta sinn í sumar í bongóblíðu. geððegt!
  • ég hitti vinkonurnar og við fórum um hafnarfjörð að leita að álfum/huldufólki.
  • ég borðaði í fyrsta sinn á manni lifandi.
  • ég hitti stóran part móðurfjölskyldunnar í kaffiboði hjá ömmu og afa. ýkt gaman og suma hafði maður hreinlega aldrei séð (börn sem hafa fæðst erlendis).
  • ég fór í 65 ára afmæli tengdapabba og fékk hópknús frá börnunum í veislunni.

framundan er svo 16 ára ammæli hjá litlu syss, vinna eins og skepna til að klára veturinn (verð einmitt næstu kvöld með vinnu heima...ég sé ekki alveg fram úr þessu öllu), reyna að halda heimilinu í horfinu og knúsa gunna minn oft og mikið en hann er kominn í frí framyfir sjómannadag.

bið að heilsa í bili...