eins og alþjóð veit er júróvisjón búið að vera í gangi alla vikuna og endahnúturinn verður bundinn á laugardag. æðislegt að íslendingar skyldu loksins komast upp úr undankeppninni, þá fyrst hefur maður afsökun fyrir því að fá sér í aðra tána í tilefni kvöldsins.
ég verð samt að játa að ég mun ekki fara í teitina til örvars og kötlu (það nagar mig efinn, en svona er þetta) heldur ætla ég að vera á eyjunni fögru og nýt keppninnar hér. ég hef samt valið mér land og það er PORTÚGAL. ég vil ekki meina að ég sé undir neinum þrýstingi frá fjölskyldunni heldur er þetta lag algjör snilld og ekki varð það síðra þegar ég fékk að vita um hvað það er. ég kaus það 6x í undankeppninni (hálfskælandi af geðshræringu, svo hrifin var ég) og mun kjósa það sem mest ég má annað kvöld. og allir að kjósa Vânia Fernandes með mér!!!
góða skemmtun!