sunnudagur, janúar 28, 2007

orðin tuttugu og tólf

verð að segja að líf mitt eftir ammælið hefur ekki mikið breyst. kannski hef ég þroskast eitthvað en alla vega hef ég ekkert stækkað!
bara ðe seim óld seim óld: vinna borða sofa eins og hjá flestum. ekkert merkjó að gerast. bíð bara eftir því að gunni verði aftur eldri en ég sem verður 30. jan. hehehe...gamli kall...

mánudagur, janúar 22, 2007

AMMÆLI!!!

ég á ammæli í dag
ég á ammæli í dag
ég á ammæli sjááálf
ég á ammæli í dag!
vei!

föstudagur, janúar 19, 2007

hækkanir

var að lesa um hækkun á fargjaldi strætó hjá henni evu minni. ekki gott mál fyrir borgarbúa og umhverfið sbr. mengun sem fylgir mikilli notkun einkabíla.
í svipuðum dúr er þetta:

Nú hefur Eimskip tilkynnt um hækkun á fargjöldum með Herjólfi, þjóðvegi Eyjamanna. Verðhækkunin verður yfir 10% og þótti mörgum nóg fyrir. Eftir hækkunina mun fjögurra manna fjölskylda, á fullu fargjaldi, greiða um 16.000 krónur til að komast fram og til baka á fjölskyldubílnum. Og þetta gjald þurfa Eyjamenn að greiða í hvert sinn sem þeir bregða sér bæjarleið.

skítt???? eiginlega...

fimmtudagur, janúar 18, 2007

hið sívinsæla veður...

eftir að hafa þusað yfir veðrinu í síðustu færslu þá fór ég aðeins að spekúlera.
sko...það einhvern veginn virðist alltaf koma okkur íslendingum á óvart þegar veturinn skellur á af alvöru. á hverju ári bilast allt í fyrstu hálku og dekkjaverkstæði yfirfyllast af örvæntingarfullu fólki sem reytir hár sitt og skegg yfir þessum óvænta viðburði. fólk sem ekki aðhyllist skíðaíþróttina eða þoturennsli fussar og sveiar ef að rigningin dirfist að breytast í snjókomu. færðin verður óþrjótandi umræðuefni. þegar tekur að vora og regnið fossar úr skýjunum og vindurinn blæs þá eru allir hundfúlir yfir því að sólin láti ekki sjá sig. svo þegar sumarið kemur og sólin birtist endrum og sinnum þá er aldrei nógu heitt.
ég held að þetta sé vítahringur sem við íslendingar eigum erfitt með að ná okkur út úr. ætli það takist einhvern tímann?

þriðjudagur, janúar 16, 2007

janúarpælingar

janúar æðir áfram. prófin búin og maður hamast við að græja einkunnir og undirbúa foreldrafundi og komast yfir að plana næstu önn. brjálað að gera.
veðurguðirnir virðast vera eitthvað pisst við okkur þar sem ógeðslegur skítaviðbjóðskuldi hefur verið að hrella okkur og ekki nóg með það er SNJÓR!!! ömurleg færð og ekki verandi úti. mætti halda að maður búi norður við heimsskautsbaug!

svo eru það auðvitað öll ammælin. fór í ammæli til lailunnar minnar á föstudagskvöldið. skellti mér í herjólf og barðist við ógleðina en það var fljótt að snúast í gleði þegar maður mætti í stórsteikina hjá lailu. rosa dinner og partý fram á nótt. elsku laila innilega til hamingju með ammælið!
eitthvað kíkt á útsölur en var hálfrykug...hemm....hemm...og hafði því ekki orku í páersjopping.

mamma flutti í nýju íbúðina sína. ýkt fín risíbúð og vonandi líður þeim mæðgum vel þar.

svo var farið í ammæli til andreu litlu á sunnudag. að því loknu var ekið í þorlákshöfn þar sem herjólfur beið mín. og mér til mikillar ánægju var ferðin heim ánægjulegri en uppálandferðin.

en svo halda ammælin áfram. nú mitt auðvitað og svo gunni minn. þríburarnir hennar siggu áttu ammæli 13., elín 3., bibbi og kristjana 9. og 11., örvar á ammæli 25., rokkarinn 28. og fanney 31. ég vona að ég gleymi engum. en til að friða samviskuna óska ég öllum innilega til hamingju með dagana sína!

laugardagur, janúar 06, 2007

þrettándinn

jæja þá eru jólin loksins búin...þ.e.a.s. á miðnætti. við gunni minn fórum að sjálfsögðu að sjá flugeldasýninguna, gengum í blysför jólasveina og trölla og fórum svo á malarvöllinn og fygldumst með tröllunum og grýlu og leppalúða hrella börnin við brennuna. þar voru líka að venju púkar og álfar að dansa. það jók enn á ánægjuna að hitta á helgu dís sem að mér sýndist var agndofa yfir því hvað vestmannaeyingar eru klikkaðir. hún var víst líka búin að vera að taka glósur allan daginn yfir fræðslumyndum og gömlum skjölum sem fjölskylda svila hennar sá um að sýna henni og fjölskyldunni. þau hjónin eru víst orðin sérfræðingar í lögn vatnsins til eyja.
en við gunni minn nenntum ekki að bíða eftir seinni flugeldasýningunni enda frekar leiðinlegt veður og rukum heim að elda humarinn sem bragðaðist svona líka vel.
og nú ætla ég að liggja á meltunni fram eftir kvöldi og jafnvel sötra bjór ef (vín)andinn kemur yfir mig.
vi ses...

þriðjudagur, janúar 02, 2007

jólin og árið!
hef ekki getað hripað neitt niður sökum anna og appelsína. svo hefur verið eitthvað rugl í þessu tölvudæmi eins og venjulega þegar líður að jólum. hafði skrifað langa romsu um allt sem hefur á dagana drifið í nóv og des en það vildi einfaldlega ekki póstast...
vona að þetta hafist...
annars allt gott að frétta, mikið étið um jólin og gaman að hafa mömmu og lucy hér yfir hátíðarnar. og svei mér þá að nýtt ár leggist ekki bara vel í mann...húrra fyrir 2007!