föstudagur, mars 30, 2007

páskafrí!

þið megið óska mér til hamingju. ég er komin í páskafrí! jei! nú verður sko slakað á, borðaður góður matur, farið í þórsmörk eina nótt (farartækið sem verður farið á heitir víst júnimok) og hver veit nema maður geti hitt á familíuna eitthvað. og ekki nóg með það þá er gunni minn á leiðinni í land!!! húrra!!! hann verður kominn í land aðra nótt, þannig að við skellum líklega á skó eftir helgi. jeminn hvað ég hlakka til að knúsa kallinn minn, get ekki beðið...

þriðjudagur, mars 27, 2007

fýlan farin í bili

nú andar maður að sér frísku vorloftinu án ilmefna frá bræðslunni. hvað það endist lengi er ekki vitað. það fer eftir því hvað siggi stormur ákveður að gera með veðrið. er að spá í að bjóða honum mútur.
gunni minn er á sjó og svo langt úti í rassgati að þeir eru ekki í símasambandi nema í gegnum gervihnött eða eitthvað álíka. ef að menn hafa ekki áttað sig á því fyrr þá vil ég segja þetta: mér finnst það sökka að vera sjómannskona!!! en það styttist víst óðum í heimkomu guðmundar ve, vonandi í þessari viku. seinkar líklega eitthvað vegna slyssins sem varð um borð um helgina. og fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum þá er það að frétta að hinn slasaði komst undir læknishendur 15 klst. eftir að slysið átti sér stað (þeir þurftu að sigla á móti þyrlunni því þeir voru svo langt í burtu), viðkomandi var læknaður og útskrifaður seinna sama dag. hef ekki heyrt neitt meira en vonandi er hann á góðum batavegi.
í kjölfar þessar atburða hef ég lent í miklum umræðum við fólk um öryggi sjómanna og allt sem sjómannslífinu fylgir. þar sem ég er ennþá soldil pannsla í bransanum þá sit ég aðallega og hlusta á misviturleg komment. en þetta er pæling sem vert er að velta alvarlega fyrir sér og eitthvað sem fólk ætti að láta sig varða. ætli það sé hægt að múta einhverjum til að bæta úr þessu???

mánudagur, mars 19, 2007

peningalykt

það eru margir sem búa í sjávarplássum sem dásama hina svokölluðu peningalykt. fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það fýlan sem kemur þegar verið er að bræða loðnu/síld/kolmunna í mjöl.
ég hef aldrei verið hrifin af þessari lykt og þessa dagana er þetta alveg að fara með mig. það er líklega verið að bræða u.þ.b. vikugamla loðnu sem hefur legið einhvers staðar í viðbjóði og lyktin er eftir því. svo vill ekki betur til en að það er líka hæg norðanátt (þ.e. í dag) og því liggur leið þessa fnyks akkúrat yfir hverfið mitt. mér finnst húsið mitt anga af þessu ógeði og ilmkertin sem ég kveikti á í kvöld slá ekkert á þetta. gunni minn segir að vindáttin breytist á morgunn þannig að ég get í alvörunni andað léttar!

ég kveð ykkur með andarteppu og vonandi verð ég orðin rík af óverdósi af þessari fýlu...

föstudagur, mars 16, 2007

ég fékk líka ammæligjöf í dag, liggaliggalái...og það frá útlöndum! jebb hún lilja mín og strákastóðið voru að senda mér dvd af tónleikum depeche mode: touring the angel. ég fékk þvílíkan fiðring þar sem við lilja fórum einmitt á tónleika í þess ferðalagi þeirra félaga úti í lyon í fyrra. ég skellti þessu nottlega í græjurnar eftir að hafa spjallað við lilju (sem unir sér vel í 18 stiga hita og notalegheitum í meximeux) og ég sver'ða ég fékk gæsahúð hvað eftir annað og svei mér ef að það örlaði ekki á einu eða tveimur tárum á hvarmi. takk takk takk og dm rokkar!

annars er gunni minn heima núna og verður eitthvað áfram. hann er kominn með fast pláss á guðmundi ve og ég er offissjallí orðin sjómannskona. djö...finnst það ekki gaman en svona verður þetta að vera. hann fer líklega á sjó aftur í lok mars.

við fórum einmitt á árshátíð starfsfólks grunnskóla vestmannaeyja um síðustu helgi. svaka stuð, góður matur, skemmtilegt fólk, fyndin skemmtiatriði og svo fórum við í partý til ástu steinunnar og gauja. guðný var nebbnilega í eyjum þannig að maður varð að drekka eins og einn bjór með henni. mikið gaman og mikið grín.

svo erum við boðin í mat annað kvöld til samkennara míns og spúsa hennar þannig að það er nóg að gera í félagslífinu! manni leiðist sko ekki á eyju dauðans!

föstudagur, mars 09, 2007

af partýstandi og öðru hressandi...

ég fór í alveg ÓGEÐSLEGA skemmtilegt partý um síðustu helgi. ég fór til borgar óttans gagngert til að mæta í árlega fjölskylduteiti hjá ömmu og afa. josé hennar möggu móðu eldaði portúgalskan pottrétt, vilborg bakaði brauð og bjó til hvítlaukssmjör (ýkt gott) og svo mættu menn með missterka drykki til að skola öllu niður. hulda og stella komu, mamma og lú auðvitað, öddi og harpa (nýtrúlofuð og sæt. innilega til hamingju með hvort annað krúttin mín!), mangi móði og dagbjört, turi, hallur og frú og jón bjarki og frú. svo voru gestgjafarnir að sjálfsögðu í mesta stuðinu.
það var kjaftað, sungið (öddi spilaði á fimmtuga gítarinn hennar ömmu, leyfði reyndar fleirum að prófa þegar leið á kvöldið. magga móða, þú rokkar!), hlegið, farið í leiki, á trúnó og fullt af allskonar. og það var svo gaman að 4/6 systkinum mömmu voru á staðnum og þær systur tróðu upp við góðan orðstír. frábært að samband þeirra systkina allra er orðið annað og betra en á tímabili. hugsum ekki um það... aðeins tveir af partýgestum enduðu svo á árneshreppsbúaballinu, færri en oft áður. en ætli það verði ekki fleiri næsta ár. þetta árlega partý er komið til að vera! það þurfa bara fleiri að mæta, gera þetta að almennilegu ættarmóti. þetta er skemmtilegasti árlegi viðburður í heimi, svei mér ef þetta er ekki betra en jólin!
ekki nóg með það þá skemmtu viðstaddir sér svo vel að það er búið að plana sauðanesgleði í lok júní á sauðanesi! ég og stella settar í nefndina og öddi í söngbókarnefnd. búið að ákveða dagsetningu og jonni farinn að útbúa fullbúið tjaldstæði úti á túni. mér skilst líka að það verði góð mæting. alveg frábært!

laugardagur, mars 03, 2007

nýtt lúkk og nýtt líf?

eins og hundtryggir lesendur hafa tekið eftir er bloggið mitt búið að fara í extrím meikóver. aðalástæðan var til að geta sett linka vina og vandamanna inn. ekki móðgast þið sem ekki eruð komin inn því ég er bara nýbúin að læra þetta og er að vinna í þessu.
þetta verður allt annað líf...

fimmtudagur, mars 01, 2007

jæja heimsfrægðin verður að bíða aðeins...
þannig er það nebbnilega að kórinn er ekki að fara að syngja í smáralindinni um helgina eins og planað var. við getum ekki farið án kórstjórans sem ku vera veikur, við yrðum eins og höfuðlaus her án hans. reyndar áttum við líka að syngja í hafnarfirði og í dómkirkjunni sem yrðu svona hliðarspor í átt til heimsfrægðar, en smáralindinn hefði reddað okkur. ojæja...kannski seinna.