mánudagur, nóvember 19, 2007

...þegar ég var búin að fá gunna minn aðeins til mín þá kom pabbi minn í heimsókn. ég hafði fengið hann til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 5. bekk um Rauða krossinn og fataflokkunarverkefnið. við erum nefnilega að kenna námsefni frá Rauða krossinum sem heitir Hjálpfús. þetta heppnaðist mjög vel, krakkarnir áhugasamir og mér skilst að á öðru hverju heimili hér í bæ sé hafin fatasöfnun. pabbi var svo hjá mér alla helgina í góðu yfirlæti og við gerðumst meira að segja svo menningarleg að við fórum á lúðrasveitatónleika. þetta var ánægjuleg helgi fyrir mig a.m.k. og ég er ekki frá því að pabbi hafi bara haft nokkuð gaman af því að heimsækja mig.
svo leið vikan í vinnu eins og gengur og gunni kom í land á föstudag. vei! hann stoppaði samt ekki lengi, bara fram á laugardagskvöld, en það var gaman að fá gunna sinn heim.
þegar ég var svo búin að skutla gunna mínum niður á bryggju hófst undirbúningur fyrir ammæli hjá erlu perlu. ýkt gaman og skemmtilegt!
meira merkilegt hefur ekki gerst hjá mér undanfarið...vonandi fer að verða meira stuð svo ég geti bloggað af einhverju viti...heils...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég frétti að það hefði verið ansi mikið stuð á ykkur í Erlu afmæli. Mig langaði svo mikið að koma en ég fórnaði þessu kvöldi fyrir rómantík með mínum karli því hann er farinn og kemur ekki aftur fyrr en 21 des :( Ótrúlega leiðinlegt, ég verð bara með ykkur næst :)
Knús :*

Nafnlaus sagði...

Já ég frétti að það hefði verið ansi mikið stuð á ykkur í Erlu afmæli. Mig langaði svo mikið að koma en ég fórnaði þessu kvöldi fyrir rómantík með mínum karli því hann er farinn og kemur ekki aftur fyrr en 21 des :( Ótrúlega leiðinlegt, ég verð bara með ykkur næst :)
Knús :*