miðvikudagur, maí 30, 2007

síðasta helgi



ótrúlega skemmtileg helgi liðin. glæsilegt grillpartý (hrefnukjötið bragðaðist geðððeigt vel) sem síðan endaði í góðu partýi og svo farið á púbbann. tuðruferð á sunnudag og brandsferð á mánudag. þar voru grillaðar pulsur, setið og spjallað og útsýnisins notið. myndin er einmitt tekin af heimaey af toppi brandsins. ýkt gaman með góðu fólki og allir sólbrenndir!
skemmtileg helgi framundan líka. sjómannadagshelgin þar sem sjómenn halda árshátíðina sína, minnast látinna félaga, heiðra þá sem unnið hafa afrek og svo framvegis... fyrsta sinn sem ég tek þátt sem sjómannskona og tilfinningar eru blendnar. en þetta verður örugglega ýkt kúl geðveikt...
svo fer gunni minn aftur á sjó eftir helgi, ætlar að fara að moka upp síldinni sem veiðist sem aldrei fyrr að mér skilst, en ég sit ein eftir skælandi...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*hugg hugg*

Skoffínið sagði...

Þetta var frábær helgi - hlakka mjög mikið til að koma aftur í sumar. Takk fyrir viðburðaríkar tuðruferðir, góðan pöbbadans og göngutúr og fl og fl.

kuuunúúúúús,
Eva slef

Nafnlaus sagði...

Ég elska eyjarnar björtu. Vildi bara láta þig vita að ég var að koma úr "you know" :/ Pínulítið hrærð, en við sjáum til hvernig fer...Bíð spennt eftir næsta bloggi ... :)