sunnudagur, september 16, 2007

róleg helgi

ótrúlegt en satt þá var þessi texti sem ég setti inn síðast helber lygi, lífið er ekki alveg svona fjörugt þegar gunni minn er á sjó.
á föstudag kíkti ég reyndar, ásamt fleirum, til snorra, sötraði smá, endaði með liðinu á lundanum en fannst ekkert gaman og fór heim.
laugardagurinn var bara rólegur. fór samt með ástu steinunni og gauja að skoða hvalina sem villtust inn í höfnina. það var gaman en ég sárvorkenndi kvikindunum að svamla í olíubrákinni og ruslinu sem safnast oft saman inn í friðarhöfn. gaui og ásta steinunn fóru svo upp á land þar sem ferð þeirra er heitið til danaveldis að heimsækja fátæka námsmenn, held þau hafi tekið með sér 30 kíló af fiski til að gefa. svo fór ég í mat til tengdó og kíkti svo í kaffi til ölmu og frigga.
það sem af er sunnudeginum þá hef ég rolast á náttfötunum, horft á video og beðið eftir því að gunni minn hringi. eftir það ætla ég út í góða veðrið í göngu. svo er ég boðin í mat til tengdó í kvöld. helv.... fínt því þá þarf ég ekki að elda. finnst það aldrei mjög gaman, hvað þá þegar ég er ein í kotinu.
ég er búin að gleyma afmælisbörnum september mánaðar (og ágústmánaðar líka ef út í það er farið) en til hamingju sunna, lúlli, thelma rut (sem fæddist á mjög eftirminnilegu kvöldi fyrir 15 árum, fékk fréttirnar í gegnum almenningssíma í miðbæ rvk), sæfinna, katla og allir hinir.
jæja, ég ætla að fara og bíða við símann...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Gunni EKKI ENN búinn að hringja ;O)

Vona að þú hafi það gott kæra frænka..

Stella.

Nafnlaus sagði...

Jæja snúlla ég verð að segja þér að þessi texti hér fyrir neðan yrði snilldar sjómannaslagari um ókomna framtíð. Nú er bara um að gera að gefa kvikindið út og byrja að raula það eins og "ó María mig langar heim"
Allavega þá skil ég þig alveg að kíkja svona við og við út á djammið þegar karlinn er úti, en ekki of mikið. Þeir gætu orðið afbrýðisamir þessir pungar :)
En allavega þá hlakka ég til að fá næstu færslu ;)