fimmtudagur, júlí 20, 2006

jæja...loksins...

heilir og sælir allir nær og fjær...
er búin að vera uppi á landi síðan fyrir úrslitaleikina í hm. (já ég veit enn tala ég um hm en það verður ekkert mikið...) að sjálfsögðu var ég ekki sátt við að mínir menn kæmust ekki í úrslitin hvað þá að þeir skildu ekki ná 3ja sætinu en það kemur önnur keppni eftir þessa. verst að figo verður ekki með þá...ætli ég verði ekki að finna mér þá annan til að vera skotin í? en hann er samt enn öfga flottur þó að ég hafi hneykslast soldið á skallamálinu...það er samt liðin tíð.
jæja eins og áður segir þá hef ég verið að þvælast uppi á landi. fór í síðbúið afmæli hjá evu (ýkt gaman!) og svo kom mamma en tíminn síðan hún kom hefur farið að mestu í að sinna henni í veikindum og koma henni á spítala. hún hefur einmitt ákveðið að gera skoðanakannanir á spítalamálum á íslandi, hefur farið á landspítalan við hringbraut og í fossvogi, spítalann í eyjum og er komin aftur á lansa við hringó. hún ber öllu saman vel söguna og ætlar meira að segja að láta skera sig upp við kvilla sem hefur hrjáð hana síðan í haust en enginn fyrr en núna er búin að átta sig á hvað var að. allri fjölskyldunni er mikið létt þar sem þetta er ekki alvarlegt og kannski verður hægt að gera eitthvað skemmtilegt líka í fríinu. annars höfum við lucy getað skemmt okkur milli spítalaheimsókna sem er vel.
og loksins er sumarið komið! og vonandi helst þessi blíða sem lengst, allir að leggjast á bæn!
í lokin: 16 dagar í þjóðhátíð!!!!!!