það er hvorki hundi eða ketti út sigandi núna. sjift! það er alveg rosalega hvasst og herjólfur sjálfur fór ekki seinni ferðina í dag. fullt af fólki komst ekki leiðar sinnar og gámar komust ekki á áfangastað. svona er nú stundum að búa á eyju krakkar mínir.
gunni minn er einmitt í vari hér rétt vestan við eyjar og er á leið í land á morgunn með aflann til löndunar. hlakka ýkt til að sjá kauða. kannski hann taki til við að baka jólasmákökurnar...
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
það er bara seim óld, seim óld hér á bæ. er grasekkja ennþá og lífið gengur út á að vinna, borða og sofa. gunni minn kemur samt fljótlega heim til að landa og hver veit nema hann skelli sér snemma í jólafrí.
annars er maður farinn að huga að því að klára jólagjafakaup, en ég er að verða búin með það allt saman. þá er bara eftir að skella sér í stórhreingerningar, jólaskreytingar og matarinnkaup, veit ekki hvort ég nenni að baka núna. það eru nefnilega svo helvíti fínar kökurnar úr bakaríinu...
annars er maður farinn að huga að því að klára jólagjafakaup, en ég er að verða búin með það allt saman. þá er bara eftir að skella sér í stórhreingerningar, jólaskreytingar og matarinnkaup, veit ekki hvort ég nenni að baka núna. það eru nefnilega svo helvíti fínar kökurnar úr bakaríinu...
mánudagur, nóvember 19, 2007
...þegar ég var búin að fá gunna minn aðeins til mín þá kom pabbi minn í heimsókn. ég hafði fengið hann til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 5. bekk um Rauða krossinn og fataflokkunarverkefnið. við erum nefnilega að kenna námsefni frá Rauða krossinum sem heitir Hjálpfús. þetta heppnaðist mjög vel, krakkarnir áhugasamir og mér skilst að á öðru hverju heimili hér í bæ sé hafin fatasöfnun. pabbi var svo hjá mér alla helgina í góðu yfirlæti og við gerðumst meira að segja svo menningarleg að við fórum á lúðrasveitatónleika. þetta var ánægjuleg helgi fyrir mig a.m.k. og ég er ekki frá því að pabbi hafi bara haft nokkuð gaman af því að heimsækja mig.
svo leið vikan í vinnu eins og gengur og gunni kom í land á föstudag. vei! hann stoppaði samt ekki lengi, bara fram á laugardagskvöld, en það var gaman að fá gunna sinn heim.
þegar ég var svo búin að skutla gunna mínum niður á bryggju hófst undirbúningur fyrir ammæli hjá erlu perlu. ýkt gaman og skemmtilegt!
meira merkilegt hefur ekki gerst hjá mér undanfarið...vonandi fer að verða meira stuð svo ég geti bloggað af einhverju viti...heils...
svo leið vikan í vinnu eins og gengur og gunni kom í land á föstudag. vei! hann stoppaði samt ekki lengi, bara fram á laugardagskvöld, en það var gaman að fá gunna sinn heim.
þegar ég var svo búin að skutla gunna mínum niður á bryggju hófst undirbúningur fyrir ammæli hjá erlu perlu. ýkt gaman og skemmtilegt!
meira merkilegt hefur ekki gerst hjá mér undanfarið...vonandi fer að verða meira stuð svo ég geti bloggað af einhverju viti...heils...
sunnudagur, nóvember 11, 2007
hef ætlað mér að blogga alla vikuna en hef ekki haft eirð í mér til þess. hef verið að hugsa of mikið um james vin minn (þessi á myndinni). fyrir ykkur sem komið af fjöllum þá hittum við kvennó-gellurnar hann á selfossi um síðustu helgi. við vorum í bústað í ölfusborgum og áttum erindi í apótek og þar skammt frá hittum við þennan fallega unga mann. læt það samt fylgja með að gunni minn er miklu sætari...
ég fór sem sagt í bústað með stelpunum um síðustu helgi. þetta var ógó gaman, félagsskapurinn frábær, maturinn góður, bjórinn kaldur og kanínurnar sem skoppuðu fyrir utan bústaðinn sætar. laugardagurinn var menningarlegur. við fórum á listasýningu í hveragerði, á veiðisafnið á stokkseyri og borðuðum humarsúpu á veitingastaðnum við fjöruborðið. skemmtiatriðin klikkuðu ekki og laila er núna stoltur handhafi bikars og nafnbótarinnar: besta vinkonan. verð samt að segja að stofuhillan er hálftómleg núna þar sem farandbikarinn stóð áður, hef verið að velta fyrir mér að kaupa einn. bara svona til að eiga...
meðan ég skemmti mér í bústað með stelpunum notaði gunni tækifærið og fór á sjó á sunnudagsmorgninum. það var því einmana kisi sem tók á móti mér á sunnudagskvöld.
gunni og félagar á huginn ætluðu sér að veiða makríl á kantinum en makríllinn fannst ekki og svo var skítabræla þannig að þeir komu í land í sólarhring á aðfaranótt miðvikudags. ég var voða glöð að fá að knúsa gunna minn smá áður en hann þurfti að fara og afla þjóðinni (og okkur) tekna.
fleiri spennandi sögur koma seinna. ég verð að hafa eitthvað til að skrifa um í næstu færslum svo að ég ætla að búta þessa langloku niður.....heils....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)