þriðjudagur, febrúar 13, 2007

gunni minn er heima, vei! þeir komu til eyja í morgunn og ég sótti hann niður á bryggju rúmlega 7 en svo fór hann aftur á vakt klukkan hálfeitt til hálfsjö (til að halda áfram að frysta loðnuna sem að mér skilst sé að fara til rússlands) og auðvitað var ég búin að elda handa honum þegar hann kom heim klukkan hálfsjö. ég er að reyna að bæta honum upp þann óskunda sem færeyski kokkurinn gerir honum um borð. svo fer hann aftur klukkan hálfeitt í nótt í frystihúsastemmingu. veit ekki alveg hvenær þeir fara á sjó aftur en það er mjög líklegt að gunni minn geti verið um borð það sem eftir lifir vertíðar. alla vega fer hann næsta túr, hvað sem svo verður.
ég er svo glöð að hafa gunna minn heima að ég ætla að skrópa á kóræfingu þó svo að kvöldið fari væntanlega í það að horfa á hann sofa...

Engin ummæli: