ég fór í alveg ÓGEÐSLEGA skemmtilegt partý um síðustu helgi. ég fór til borgar óttans gagngert til að mæta í árlega fjölskylduteiti hjá ömmu og afa. josé hennar möggu móðu eldaði portúgalskan pottrétt, vilborg bakaði brauð og bjó til hvítlaukssmjör (ýkt gott) og svo mættu menn með missterka drykki til að skola öllu niður. hulda og stella komu, mamma og lú auðvitað, öddi og harpa (nýtrúlofuð og sæt. innilega til hamingju með hvort annað krúttin mín!), mangi móði og dagbjört, turi, hallur og frú og jón bjarki og frú. svo voru gestgjafarnir að sjálfsögðu í mesta stuðinu.
það var kjaftað, sungið (öddi spilaði á fimmtuga gítarinn hennar ömmu, leyfði reyndar fleirum að prófa þegar leið á kvöldið. magga móða, þú rokkar!), hlegið, farið í leiki, á trúnó og fullt af allskonar. og það var svo gaman að 4/6 systkinum mömmu voru á staðnum og þær systur tróðu upp við góðan orðstír. frábært að samband þeirra systkina allra er orðið annað og betra en á tímabili. hugsum ekki um það... aðeins tveir af partýgestum enduðu svo á árneshreppsbúaballinu, færri en oft áður. en ætli það verði ekki fleiri næsta ár. þetta árlega partý er komið til að vera! það þurfa bara fleiri að mæta, gera þetta að almennilegu ættarmóti. þetta er skemmtilegasti árlegi viðburður í heimi, svei mér ef þetta er ekki betra en jólin!
ekki nóg með það þá skemmtu viðstaddir sér svo vel að það er búið að plana sauðanesgleði í lok júní á sauðanesi! ég og stella settar í nefndina og öddi í söngbókarnefnd. búið að ákveða dagsetningu og jonni farinn að útbúa fullbúið tjaldstæði úti á túni. mér skilst líka að það verði góð mæting. alveg frábært!
föstudagur, mars 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já vá, gott að var almennilegt fjör! Sé þig í anda daginn eftir, tíhí!
Knús og kossar frá okkur
Skrifa ummæli