mánudagur, október 30, 2006

hef reynt eins og rjúpan og fleiri að blogga. tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og ekki viljað pósta þessi frábæru skrif mín. að þessu sögðu kemur hér stuttur listi yfir hvað hefur verið í gangi hjá mér undanfarið.
  • fór um daginn upp á land. eyddi tímanum aðallega með mömmu og öðrum limum sem kenndir eru við fjölskyldu. hún er bara hress miðað við allt og allt. hún er að þyngjast, hún hefur ekki misst hárið og hún er ótrúlega orkumikil. lucy plumar sig vel í skólanum að sögn, dansar ballett eins og vindurinn og bíður spennt eftir því að fá að heimsækja uppáhaldssystur sína til eyja.
  • börnin mín voru í samræmdum prófum um daginn. held að þeim hafi bara gengið nokkuð vel en það kemur að sjálfsögðu í ljós þegar þar að kemur. einhverjir muna væntanlega mínar skoðanir á samræmdum prófum en læt það vera að viðra þær hér aftur. áhugasamir geta hringt eða sent mér póst.
  • er svo að fara á snæfellsnesið til magga bró og fjölsk. um helgina enda er að bresta á vetrarfrí.

tæknin farin að stríða mér ætla að prufa að senda þetta helv....

laugardagur, október 07, 2006

lundaball

lundaball tókst mjög vel og vel var tekið á því og dansað, talað og hlegið af miklum móð. sá samt enga lunda á dansgólfinu, bara á hlaðborðinu...

gunni minn stóð sig vel í skemmtiatriðunum en ekki eins vel að dansa við spúsu sína. ég var eiginlega allt kvöldið að skanna dansgólfið og reyna að ræna dansherrum og hitti einn mjög góðan en það var enginn annar en séra kristján, sá kann sko að tjútta!

elliðaeyjingar munu sjá um lundaballið á næsta ári. munu þeir toppa þetta? veit ekki, kemur í ljós.

og í framhaldi af þessari umræðu, þ.e. úteyjamálum, þá er gunni minn orðinn fjárbóndi. hann ásamt fleirum var að kaupa 6 nýjar rollur til að hafa í brandinum og þá eru þær orðnar samtals 10. þannig að næsta haust verð ég væntanlega að gera gúllas og hakk, svíða svið, taka slátur, saga niður hryggi og læri, frysta hjörtu, lifrar og nýru og allt annað sem fylgir sláturtíð í sveitum. reynslumeiri félagar mínir eru velkomnir til að hjálpa!

þannig að ég er ekki bara kona útgerðarmanns heldur bónda líka. er þetta ekki voða íslenskt eitthvað? ég er alla vega að fyllast þjóðrembu...