nú andar maður að sér frísku vorloftinu án ilmefna frá bræðslunni. hvað það endist lengi er ekki vitað. það fer eftir því hvað siggi stormur ákveður að gera með veðrið. er að spá í að bjóða honum mútur.
gunni minn er á sjó og svo langt úti í rassgati að þeir eru ekki í símasambandi nema í gegnum gervihnött eða eitthvað álíka. ef að menn hafa ekki áttað sig á því fyrr þá vil ég segja þetta: mér finnst það sökka að vera sjómannskona!!! en það styttist víst óðum í heimkomu guðmundar ve, vonandi í þessari viku. seinkar líklega eitthvað vegna slyssins sem varð um borð um helgina. og fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum þá er það að frétta að hinn slasaði komst undir læknishendur 15 klst. eftir að slysið átti sér stað (þeir þurftu að sigla á móti þyrlunni því þeir voru svo langt í burtu), viðkomandi var læknaður og útskrifaður seinna sama dag. hef ekki heyrt neitt meira en vonandi er hann á góðum batavegi.
í kjölfar þessar atburða hef ég lent í miklum umræðum við fólk um öryggi sjómanna og allt sem sjómannslífinu fylgir. þar sem ég er ennþá soldil pannsla í bransanum þá sit ég aðallega og hlusta á misviturleg komment. en þetta er pæling sem vert er að velta alvarlega fyrir sér og eitthvað sem fólk ætti að láta sig varða. ætli það sé hægt að múta einhverjum til að bæta úr þessu???
þriðjudagur, mars 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli