föstudagur, september 26, 2008

jæja, loksins!


af hverju er mynd af skapta og skafta hér? lestu áfram...
nú er maður loksins sestur niður aftur til að pára eitthvað hér. ég hef orðið fyrir aðkasti vegna þess hve löt ég hef verið við að setja eitthvað inn hér, það má líka segja um fleiri en ég ætla ekki að fara kasta steinum úr glerhúsi þó ég sjái flísina í auga náungans en bjálkinn sem ég þvælist með er farinn að skyggja á útsýnið úr glerhúsinu...

aðalástæðan fyrir nennuleysinu í sumar er flökurleiki og almennt slen sem fylgir fyrstu mánuðum meðgöngu. það hamlaði því sumsé að ég hefði orku í ýmislegt sem fólki finnst annars sjálfsagt. jú, tvíburakrílin hafa haft mikil áhrif á orkubúskap undirritaðrar og munu eflaust gera um ókomna framtíð en við gunni minn gætum ekki verið glaðari enda búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár. þrátt fyrir að hafa sett mynd af eineggja karlkyns tvíburum skuluð þið ekkert lesa í það því okkar tvíbbar er tvíeggja og ekki er vitað um kynin. hér á síðunni mun síðan opna veðbanki þegar nær dregur fæðingu...

en nú þegar meðgangan er u.þ.b. hálfnuð þá er mér farið að líða mun betur þó svo að ég sé oft svo þreytt eftir vinnudaginn að ég geri mest lítið eftir að ég er komin heim. þannig að ekki búast við því að ég fari að setja nein met í bloggfærslum.