laugardagur, október 29, 2005

er ýkt fúl. var að enda við að skrifa langt blogg og öfga skemmtilegt og þegar ég ætlaði að pósta það þá týndist það. þannig að ég skrifa seinna glaðari í bragði. bæ...

fimmtudagur, október 27, 2005

skilaboðaskjóðan

skilaboðaskjóðan hefur verið lokuð undanfarið hjá manni enda töluvert að gera. ég er orðin meistari í að búa til blóm úr herðajárnum (svona eins og maður fær í efnalaugum), sníða laufblöð, sauma þau saman og festa á rafmagnsrör, nota heftibyssu, veggfóðra með teppalímbandi, klippa hæsnanet og móta það í hina ýmsustu hluti. svo er það nottlega vinnan við leikskrána sem er að bresta á og svo þarf maður líka að muna textann sinn og stöðurnar á sviðinu. ofan á allt saman þarf maður víst að sinna manninum sínum, vinnunni sinni, köttunum og heimilinu. já ekkert nema glamúr að tigna leiklistargyðjuna! en gaman er það þegar fólk ætlar að ærast af hrifningu að lokinni frumsýningu, þá er öll þessi vinna svoooooooo þess virði. spurning reyndar hvort að fjölskylda og vinir verði ekki búnir að afneita manni vegna sambandsleysis???...hehehehehe.... alla vega þá bið ég kærlega að heilsa ykkur öllum og ég sakna ykkar geððegt. býst við að heyra frá ykkur eftir FRUMSÝNINGARDAGINN 12. nóvember!

laugardagur, október 08, 2005

ég var víst klukkuð!

já krakkar mínir margt og mikið gerist í netheimum og sumt veit maður ekki alveg hvað er....en sumsé var ég klukkuð og mér skilst að þar með verði ég að segja frá einhverjum 5 atriðum sem flestir vita ekki um mig.... látum okkur nú sjá:
1. ég þykist vera æðislega dugleg og klár en er inni við beinið letihaugur dauðans. sat t.d. frekar á rassgatinu í gær og drakk kók læt og reykti og talaði í símann frekar en að þrífa risastóra einbýlishúsið mitt. heheheh....þið sem hafið komið í heimsókn haldið kannski að það sé alltaf svona fínt og strokið hjá okkur hjónaleysunum...en ónei...
2. mér finnst geðveikt gott að bora í nefið. reyni að stunda það í einrúmi en gleymi mér stundum og þá kemur mitt sanna sjálf í ljós....
3. mér er farið að þykja mjög vænt um cassý, nýja köttinn á heimilinu, en ég einmitt lét hana fara geðveikt í taugarnar á mér fyrst. vildi ekki að marteinn minn félli í skuggann af nýjasta fjölskyldumeðlimnum.
4. ég dæli aldrei bensíni sjálf á bensínstöð, læt alltaf bensíntittina gera það. það eru reyndar tvær ástæður fyrir því: í vestmannaeyjum eru engir bensíntittir sem slíkir en maður borgar jafnmikið fyrir að dæla sjálfur og að fá þjónustu. hin ástæðan er að ég keyrði einu sinni af stað með bensínbyssuna ennþá í bensíngatinu og sleit systemið af, braut stefnuljós og rispaði bílinn(þegar slangan slengdist í bílinn eftir að hafa slitnað) nákvæmlega eins og í seríós auglýsingunni sem tröllreið öllu hér um árið.
5. ég á mér líka leynda drauma um að verða heimsfræg og ýkt rík. veit reyndar ekki enn hvernig ég fer að því en það skal gerast!!! heimsyfirráð eða dauði!

sjitt hvað þetta var erfitt....hmmmmmm....jæja hvern skal klukka næst? íris sig og gunnar þór, það eru eiginlega einu bloggararnir sem ég veit um sem ekki er búið að klukka.
klukk!