föstudagur, desember 24, 2004

gleðileg jól allir saman...

elsku vinir nær og fjær, sérstaklega þið sem ég gleymdi að senda jólakort:
gleðileg jól og farsæld á komandi ári. þakka liðið sem þið senduð mér í sumar...
vonast til að hitta ykkur sem oftast í bananastuði á nýju ári.
knús
drífa hrífa

bæ ðe vei.....ég keypti mér hús í gær. reyndar ekki búið að skrifa undir en allt lofar góðu. ef allt gengur að óskum getið þið komið að heimsækja mig í nýja húsið í júní.....ble....

miðvikudagur, desember 15, 2004

jóla-hvað!!!

við önsumussu ekki!
en annars eru jólin á leiðinni eins og flestir vita. allir pakkar tilbúnir nema til hans gunna míns, hvað það verður veit nú enginn, ekki einu sinni ég!!! hehehehe..... en það er nú bara gaman. missi af litlu jólunum í skólanum á föstudaginn þar sem ég er að fara að fórna mér í baráttunni og fara á jólahlaðborð. erum að fara á hótel rangá og verðum í góðra vina hópi að éta góðan mat og gista í lúxus. ekkert smá næs! svo verður brunað í bæinn til að hitta ættingja og aðra sem láta mann fá jólapakka! hehehe... en förum heim á þriðjudag þar sem við ætlum að reyna að hitta lailu og lúlla, lundúnarbúana ógurlegu sem ætla að dvelja á klakanum um jólin. hlakka ýkt til!

skyld´ða vera jólahjól.........

fimmtudagur, desember 09, 2004

leitið og þér munuð finna...

íbúðin komin á sölu en enginn hefur enn spurt um hana mér vitanlega. buðum í hús á mánudag en vorum yfirboðin og fengum ekki notalegasta stóra hús sem ég hef komið í! þýðir víst ekki að sýta það en erum enn að leita. erum búin að skoða nokkur og skoðuðum eitt í kvöld sem okkur leist þokkalega vel á. það er reyndar doldið lítið en ýkt kósý og á réttum stað í bænum. ef við ættum von á þríburum eins og sigga lára vinkona mín þá myndi þetta ekki duga! en garðurinn er flottur og þá gæti ég loksins fengið mér trén sem ég hef saknað svo að hafa. ef þið vitið af krúttlegum tiltölulega heillegum húsum í vestmann, helst í austurbænum látið mig vita. það er orðið erfitt að vera á gaza!

laugardagur, desember 04, 2004

hús hús húsamús!

ég er öfga skotin!!! og það ekkert smá! gunni minn má bara næstum fara að vara sig! skoðuðum hús á hólagötunni í dag. jeminn! æðislegt, gamalt, mikið endurnýjað, góð sál, risastórt og því pláss fyrir heilan barnahóp eða marga ketti. það fer sko eftir því hvernig mun ganga í barneignabransanum. stór bílskúr handa gunna og bílnum....hehehe...og mörg mörg herbergi. gæti fengið alla familíuna í heimsókn og það væri samt nóg pláss. ágætis garður og stór pallur (jess!) frábært þvottahús og ég veit ekki hvað! og það kostar ekkert svo mikið..... sko það er nottlega allt dýrt þegar maður er fátækur en þetta kostar svipað og meðalíbúð í reykjavík.
það er auðvitað ekkert ákveðið ennþá. þurfum að losna við íbúðina fyrst og eigum eftir að skoða annað sem er töluvert minna en í sömu götu þannig að kannski verð ég aftur ástfangin eftir helgi. þannig að kannski verð ég bráðum einbýlishúseigandi!?!?!?!?!? jibbí!
þá getum við flutt úr palestínu og í frelsið!

fimmtudagur, desember 02, 2004

flensa skensa...

er heima veik með viðbjóðs kvef, hita og hálsbólgu. svaf eiginlega ekkert í nótt fyrir andnauð(útaf stífluðu nefi) og munnþurrki (útaf því ég þurfti að anda með munninum). sit því heima og er að kafna úr kvefi og leiðindum. fékk heimsókn í klst. (af því að ásta steinunn nennti ekki heim í hádegismat) og hringdi svoí mömmu gömlu og talaði við hana í 1 og 1/2 tíma. geri aðrir betur. er með geðveikan móral því að það er geðtruflað að gera hjá mér í vinnunni. þarf að fara yfir próf, fara yfir skrift og sögubók, skrifa í samskiptabækurnar, hringja í tvo foreldra, undirbúa glósurnar fyrir næsta félagsvísindatíma, undirbúa næstu viku.....sjitt! nú fæ ég enn meiri móral. ætli maður neyðist ekki til að harka af sér á morgunn og mæta og klára veikindin um helgina...

en að öðru skemmtilegra. það er geðveik frétt á leiðinni: við erum að pæla í húsakaupum hér í vestmann og erum að fara setja íbúðina á sölu!!! ýkt, kúl, geðveikt! krossleggið putta fyrir mig!