fimmtudagur, apríl 26, 2007

í síðustu færsu minni endaði ég á því að ræða um færeyjar. þar sem ég er ýkt skotin í færeyjum þá fór ég aðeins að pæla eftir brunann í rvk. þeir sem hafa komið til þórshafnar í færeyjum og víðar í því ágæta landi, sjá það nánast hvert sem þeir koma að færeyingar eru stoltir af sinni arfleifð. gömlu húsin þeirra fá að njóta sín og það er sko ekkert til að skammast sín fyrir!
þegar kemur að því að fara að endurbyggja eða að byggja nýtt á horni lækjargötu og austurstrætis koma að sjálfsögðu ýmsar hugmyndir. byggja eins hús, byggja stærri hús en í sama stíl og þau sem fyrir voru eða risastóran glergöndul. sitt sýnist hverjum...
stundum finnst mér að íslendingar hafi einhverja minnimáttarkennd yfir byggingasögunni. hvað með það þó að við séum ekki með risastóra skýjakljúfa í miðbænum sem skyggja á sólina þegar hún loksins glennir sig? ef ferðamenn vilja sjá skýjakljúfa mega þeir bara fara eitthvað annað (t.d. í kópavoginn....heheheh....), það er nóg af þeim annars staðar!
við eigum að vera stolt af sögunni okkar því hún er einstök, það er engin önnur þjóð sem getur státað af annarri nákvæmlega eins.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

DJÖFULL er ég sammála...gaman að segja frá því að þar sem við höfum sameiginlegann áhuga á jollurunum þá er megin ástæðan fyrir því að ég vilji búa þar, er sú að það er nægjusemin, gamaldags hugsjónir og vinalegheitin í færeyingunum sem ég virkileg elska... ;)

Skoffínið sagði...

Sammála - við eigum að vera stolt af því sem við eigum í byggingasögu því hún er ekki stór og mikilfengleg en merkilegust er hún einmitt fyrir timburhúsin okkar. Ekki spurning um að reisa þetta í upprunalegri mynd (þeas ef ég fengi að ráða), amk í timburhúsa bygggingastíl.
Sjáumst um helgina mín kæra - hlakka mikið til:)

ble, Evslef

Nafnlaus sagði...

Það vantaði þig í kvöld :( Gekk samt rosa vel:)