föstudagur, febrúar 25, 2005

jessöríbobb! maður er fluttur, næstum búin að gera íbúðina hæfa til að skila lyklum og nú bíður maður spenntur eftir 1. júní. við gunni minn erum að springa úr spenningi sem á eflaust eftir að magnast þegar líður á vorið og við förum að sjá fyrir endan á biðinni eftir húsinu.
reyndar erum við í mjög góðu yfirlæti hjá ástu steinunni og gauja og það væsir sko ekki um okkur. sakna kisa reyndar og hann virðist sakna okkar. hann hefur tvisvar stungið af til okkar fyrra heimilis og er gunni eins og þeytispjald á milli að rúnta með köttinn. ég held að bráðum verði kisi orðinn svo bílvanur að þeir fara að fara saman á bryggjurnar! þeir geta þá haft rúðurnar skrúfaðar niður og notið fýlunnar saman sem liggur hér yfir öllum bænum. peningalykt smeningalykt! algjör vibbi!!! þá kýs ég frekar kúaskít sem nýbúið er að bera á tún!
heils
d.

mánudagur, febrúar 14, 2005

það er nóg að gera á stóru heimili eins og þar stendur. þó að íbúðin hafi ekki stækkað er óhætt að segja að það sé óvenjulegt að hafa 3 búslóðir inni í einni íbúð sem ekki er stærri en þetta. sjæse! jóna mjóna fékk að setja dótið sitt inn í gær. og í fyrradag vorum við búin að tæma litla herbergið plús að taka nokkuð mikið úr stofunni og ýmislegt annað drasl. en svo kom nú bara á daginn að það reyndist ekki nóg!
litla herbergið er stútfullt, frá gólfi upp í loft sem og hálf stofan og hluti af ganginum. auk þess fórum við með eldhúsborðið okkar og stólana til að koma hennar borði, bekk og stólum inn. þvottahúsið prýðir nú tveir ískápar, einn frystiskápur og ein þvottavél (að auki við frystikistuna okkar og þvottavél). geri aðrir betur! við erum líka alveg komin á það að fara fyrr en búist var við. það er ekkert gaman að búa í svona kraðaki!
ég verð því að tilkynna þeim sem höfðu hugsað sér að koma í heimsókn áður en við flyttum að því miður er ekki hægt að taka á móti ykkur :-( það verða þá bara fjöldaheimsóknir í byrjun júní í nýja húsið mitt. jibbí! en það væri kannski betra ef það yrði um miðjan júní, jors trúlí er nefnilega að fara til ítalíu í byrjun júní.
húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

allah gef mér úlfalda!

jæja, þá er það eiginlega alveg komið á hreint. við hjónaleysin munum yfirgefa palestínu um mánaðarmótin færa okkur austar, það virðist vera rólegra þar...ehehhee...
en við fórum að hamast við að byrja að pakka niður í gærkveldi. við fylltum 15 kassa en það er aðeins brot af því drasli sem var í litla herberginu. sjitt...þetta á eftir að vera svo mikið! en vonandi man gunni minn eftir því að ná í fleiri kassa svo hægt sé að halda áfram í kvöld. nú hugsa eflaust sumir: af hverju að flýta sér svo mjög? jú ég skal sko svara því! við(!) höfum ákveðið að leyfa jónu sem er að kaupa af okkur að geyma dótið sitt hér frá 15. feb. og til þess að það sé hægt þarf aðeins að rýma til. við erum svo ósköp liðleg!
þeir sem vilja ólmir hjálpa til við niðurpökkun og flutninga endilega hafið samband!
knús


laugardagur, febrúar 05, 2005

sjaldséðir hvítir...

sælir góðir hálsar nær og fjær! (jú líka þið hin sem eruð með flensuna) jors trúlí hefur ekki verið sérlega iðin upp á síðkastið við að auglýsa hvað er að gerast í lífinu....enda er allt rólegt á vesturvígsöðvunum...
við skrifum undir kaupsamning eftir helgi (jibbí) og svo er að fara í gang allt í sambandi við söluna á íbúðinni. enn er ekki komin dagsetning á hvenær við þurfum að flytja út en það verður örugglega fyrr en seinna. ásta steinunn og gaui hafa aumkað sig yfir okkur og við munum búa hjá þeim þar til yfir lýkur. kisi flytur þó í framtíðarheimilið okkar þar sem við treystum honum ekki til að vingast við lennox og tyson (kettina hennar ástu st.) en í staðinn vonumst við til að hann eigi platónskt samband við cassöndru sem er kisan þeirra sem við kaupum af. platónskt spyrjið þið? jú því bæði eru geld og því ekki möguleiki á öðru.
er á góðri leið með að gjörbreyta mataræðinu á heimilinu eftir að hafa séð þætti sem kallast You are what you eat. breskir þættir um fólk sem fær næringarfræðing til að hjálpa sér við að breyta um lífstíl. ókei, fólkið er allt hátt í tvöhundruð kíló en fokk hvað fólk getur étið mikinn viðbjóð og á hann gjörsamlega á lager þannig að það er seif þó að það komi kjarnorkuvetur! tek það fram að ég er algjör nammigrís og finnst gaman að borða góðan mat og hreyfi mig helst ekki meira en þarf. en núna er ég farin að fara út í göngur og borða mandarínur í öll mál! ég verð mjórri með hverri mínútunni! ég verð orðin há, grönn og ljóshærð þegar þið sjáið mig næst!
jæja stutt núna en febrúarheitið mitt var að vera duglegri við að blogga og við vitum öll hversu góð ég er að halda heitin mín....en these are good intensions!
peace!