ég er alveg sammála evu vinkonu minni að það verður erfiðara að blogga eftir því sem lengra líður milli blogga. bæði hefur það verið leti og svo þessi leiðinlegu tæknimál sem verða þess valdandi að færslurnar týnast þegar kemur að því að pósta.
en gleði gleði gleði, best að reyna eina ferðina enn.
leikfélagið búið að frumsýna nunnulíf (fyrir þá sem ekki þekkja er það sister act í leikbúningi) og ótrúlegt en satt þá líður sýningin ekki fyrir það að ég skuli ekki vera að leika ;-). maður heldur sig til hlés í þetta sinn. mitt hlutverk hefur verið að vinna í leikskránni og svo taka við peningum sýningargesta. ágætt þar sem úrslitin í idolinu eru að bresta á og þá á maður frí til að horfa í beinni. alla vega þá er þetta ofsa skemmtileg sýning og allir að bregða sér á eyju dauðans til að sjá skemmtilegt leikhús!
annars er lítið að frétta. gunni minn alltaf uppi á landi að vinna og ég því grasekkja á virkum dögum. eins gott að ég á þessa fínu sláttuvél...heheheh....
föstudagur, mars 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)