en þó lítið sé að frétta af lífi okkar hjónaleysanna undanfarnar vikur þá er margt skemmtilegt framundan:
- boggurnar úr kennó ætla að fara að hittast síðustu helgina í október. löngu kominn tími á hljómsveitaræfingu og ég er systrunum í sandý mjög þakklát fyrir að drífa okkur af stað.
- kvennóskutlurnar eru svo að fara að hittast fyrstu helgina í nóvember í notalegum bústað. það er komin hefð fyrir þessum hittingi og spennandi verður að sjá hver vinnur spurningakeppnina: besta vinkonan þetta árið. vek athygli á því að ég vann í fyrra!
- jólahlaðborð á hótel geysi um miðjan desember. erum búin að panta fyrir allan hópinn og þetta verður eflaust gargandi snilld eins og undanfarin ár.
- pabbi og gulla koma í heimsókn einhvern tímann bráðum. þá ætla ég að nýta sambönd mín og láta kallinn halda fyrirlestur fyrir 5. bekk um fatasöfnunarverkefnið. hlakka mikið til að fá þau!
man ekki eftir meiru í bili sem stefnt er að að gera, það verður örugglega meira ef ég þekki mig/okkur rétt.
afmælisbörn október til hamingju með enn eitt árið: pétur mágur, harpa mágkona, harpa vinkona, sara sæfinnudóttir, agnes lilja, birgitta ósk og allir aðrir sem eiga ammæli í október.
2 ummæli:
Mikið var að beljan bar í bloggið hjá þér ;)
Ég á afmæli í október, meira að segja á laugardaginn :)
Skrifa ummæli