laugardagur, júní 30, 2007

heima er best

það er æðislegt að vera komin heim. veðrið er búið að vera frábært og svei mér ef að mér hafi ekki tekist að sólbrenna aðeins.
en ég er þó búin að átta mig á því (aftur) að það er ekki nógu gaman að vera einn, sérstaklega ef maður er öðru vanur. til dæmis það að skipta með sér verkum. ég er búin að slá garðinn, þvo bílinn, skipta um batterí í músinni, þvo þvott, kaupa í matinn fyrir einn (sem er ekki auðvelt bæ ðe vei), mála grindverk hjá ástu steinunni og gauja o.s.frv. ég tel mig vera mikinn feminista og tel því ekkert eftir mér að gera þessa hluti, finnst reyndar að allar konur eigi að geta gert allt sem viðkemur viðhaldi heimilis, garðs og bíls (nema kannski alvarlegar viðgerðir sem þarfnast iðnaðarmanns). það er samt voða gott að geta samið um hver gerir hvað: ég skal slá ef þú þværð bílinn t.d.
það er heldur ekki bara það að skipta með sér verkum sem ég sakna. auðvitað er það líka bara að hafa gunna minn hjá mér. geta kjaftað við hann í staðinn fyrir köttinn (sem reyndar er ágætt), knúsað hann, borðað með honum og kúrt. ég t.d. vaknaði við það í nótt að ég ætlaði að faðma gunna minn að mér en faðmaði bara sængina hans. það fannst mér ekki gaman.
það styttist þó óðum í heimkomu gunna míns. einhvern tímann innan tveggja vikna að mér skilst. það fer að sjálfsögðu eftir veiðinni. dagleg símtöl draga aðeins úr söknuðinum en það skrítna er að stundum gera þau illt verra. það er sem ég segi nú eins og áður: ég er ekki að fíla að vera sjómannskona!

Engin ummæli: