mánudagur, apríl 30, 2007

jæja var að fá skilaboð frá gunna mínum. þeir eru á leiðinni í land. þeir voru að fylla núna í morgunn kl. 08:00 og eru lagðir af stað heim og verða heima milli 14:00 og 15:00 á morgun þriðjudag. þetta gekk allt mjög vel og þeir voru að fiska alla í kaf þarna á bleiðunni. fótreipið og höfuðlínan voru í fínu standi og rússinn og stertinn héldu í öllum köstunum, var stundum bras með smokkinn en það reddaðist alltaf, þeir eru núna að fara að slaka belgnum til að hreinsa hann, reimuðu pokann frá og settu í nótakassann. svo var ekkert bras með stikkið í þessum túr, en þeir skiptu um bakstroffu í byrjun.
frábært að heyra þessar fréttir og nú fer maður bara að hlakka til að sjá gunna sinn. kannski við förum bara í kröfugöngu þegar hann kemur heim! gleðilegan 1. maí!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

í síðustu færsu minni endaði ég á því að ræða um færeyjar. þar sem ég er ýkt skotin í færeyjum þá fór ég aðeins að pæla eftir brunann í rvk. þeir sem hafa komið til þórshafnar í færeyjum og víðar í því ágæta landi, sjá það nánast hvert sem þeir koma að færeyingar eru stoltir af sinni arfleifð. gömlu húsin þeirra fá að njóta sín og það er sko ekkert til að skammast sín fyrir!
þegar kemur að því að fara að endurbyggja eða að byggja nýtt á horni lækjargötu og austurstrætis koma að sjálfsögðu ýmsar hugmyndir. byggja eins hús, byggja stærri hús en í sama stíl og þau sem fyrir voru eða risastóran glergöndul. sitt sýnist hverjum...
stundum finnst mér að íslendingar hafi einhverja minnimáttarkennd yfir byggingasögunni. hvað með það þó að við séum ekki með risastóra skýjakljúfa í miðbænum sem skyggja á sólina þegar hún loksins glennir sig? ef ferðamenn vilja sjá skýjakljúfa mega þeir bara fara eitthvað annað (t.d. í kópavoginn....heheheh....), það er nóg af þeim annars staðar!
við eigum að vera stolt af sögunni okkar því hún er einstök, það er engin önnur þjóð sem getur státað af annarri nákvæmlega eins.

mánudagur, apríl 23, 2007

vorið góða grænt og hlýtt...

ég ELSKA þennan árstíma þegar allt er að vakna! við fórum í tuðruferð í gær; við sáum selinn aftur á sama stað og síðast, annan sel, öllu stærri, sem dólaði sér norðan megin við heimaey, svartfugl og rita farin að koma sér fyrir á klettasyllum, pokaendur (æðarfugl) eru ótrúlega margar hér í ár en lundinn ætlar að láta bíða eftir sér. ég mun láta ykkur vita um leið og lundinn sest upp, því þá fyrst er komið sumar hér á suðurhafsparadísinni.

annars er allt fínt að frétta. kórinn söng á tónleikum um helgina með tveimur kórum, annar frá þorlákshöfn og hinn frá borgarfirði syðri. vel heppnað og gaman!
við kíktum í afmælisbjór til jórunnar (til hamingju með daginn jórunn!) og svo fór helgin bara í almennt tsjill.

gunni minn er aftur farinn á sjó. (grenj...) en hann vonar að túrinn taki viku því að það er víst þrusuveiði á kolmunna. þeir verða aðeins nær íslandi núna miðað við síðast. mér skilst að þeir verði einhversstaðar kringum færeyjar. og talandi um færeyjar....dánánáná....

...við gunni minn ætlum nefnilega að fara til færeyja í sumar og eyða u.þ.b. 10 dögum í góðu yfirlæti. við ætlum að fljúga en við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við ætlum að vera á hóteli í þórshöfn (ótrúlega freistandi) eða leigja okkur bústað. svo ætlum við að leigja okkur fjallabíl og rúnta um allar trissur og hver veit nema maður fari í ferjur til að skoða þær eyjar sem ekki eru í vegtengingu við restina af landinu.
jeeeeeeminnnn hvað ég hlakka til! færeyjar eru ðe pleis tú bí!

laugardagur, apríl 21, 2007

blogglífið

ég veit vel að ég er ekki duglegust í heimi við að blogga. en ég reyni að fylgjast með vinum og vitleysingum sem eru með bloggsíður og það er bara ekkert rosamikið að gerast.
þannig að nú ætla ég að fara að hvetja alla (mig líka) til að hressa sig við með hækkandi sól og blogga meira, allavega oftar...
allir saman nú!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar!

vinir og ættingjar út um allar trissur, gleðilegt sumar og takk fyrir samverustundirnar á liðnum vetri!
sumarið hófst heldur en ekki vel hér í eyjum. vaknaði kl. 7.10 og gerði mig klára fyrir daginn. stormaði í herjólf, lagði mig, fór úr herjólfi og í rútu til rvk. við fengum svo að borða í safnaðarheimili grafarvogskirkju og svo var æft og svo tjillað þar til kaffihúsamessan byrjaði kl.16.00. fólk streymdi að og það gladdi hjartað að mamma og lucy komu ásamt manga frænda og dagbjörtu. svo komu pabbi og gulla líka og auðvitað elísabet. elli pé komst ekki þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð.
en þetta tókst mjög vel. við sungum eins og vindurinn og svei mér ef heimsfrægð er ekki á næsta leyti...
svo var keyrt ansi hratt til að ná flugvél á bakka...fjú...en ég er ofsakát með að hafa verið komin heim kl. 20.00 í stað 22.30 með jólfinum.
eníhú...heppí sommer!

þriðjudagur, apríl 17, 2007

kannski er heimsfrægðin að fara að banka uppá???
í tilefni fyrsta dags sumars (fimmtudaginn 19. apríl n.k.) ætlar kórinn að bregða undir sig betri fætinum og syngja í stórborginni reykjavík.
klukkann 16.00 að staðartíma mun kaffihúsakór landakirkju syngja við kaffihúsamessu í kjallara grafarvogskirkju.
allir áhugasamir eru beðnir að mæta og hvetja sína konu! hallelúja!

laugardagur, apríl 14, 2007

vorið er næstum komið. ég sá fleiri tugi af lóum suðrá eyju, tvo tjalda og nú er beðið eftir að lundinn setjist upp. en hann er mættur, situr á sjónum og bíður eftir að setjast upp og þar með tilkynna eyjamönnum að sumar sé í nánd. svo er grasið farið að grænka í garðinum mínum og birkikvisturinn byrjaður að bruma. þetta er æðislegur tími og enn betri framundan!

en hann maggi stóri bróðir minn á ammæli í dag. ekki nema 36 ára, unglingurinn sjálfur! innilega til hamingju elsku bróðir! vildi að ég kæmist í skötuveisluna í kvöld!

annars eru fleiri ammælisbörn í apríl sem ég gleymdi að segja frá:
nýfæddur kötlu og örvarsson, 3. apríl
sigríður birta, 6. apríl
lilja eygerður, 7. apríl
nottlega maggi bró, í dag 14. apríl
margrét þórhildur danadrottning, 16. apríl

til hamingju öll!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Lukku Láki


ég var að vandræðast í dag við að útbúa verkefni í landafræði fyrir 9. bekk. við erum að læra um bandaríkin og ég var að hamast við að gera glósur og það í páer pojnt. svo þegar því var lokið var ég að pæla hvaða skemmtilega verkefni ég gæti búið til. (ég reyni nefnilega að koma með eitthvað nýtt, hipp og kúl í hvern tíma) og þá gerðist það! eitthvað var talað um villt vestrið í kennslubókinni og hvern tengir maður helst við það? engan annan en Lukku Láka!

það fór því svo að ég bjó til verkefni um kauða og hans hundtrygga Léttfeta. hver nemandi velur sér bók um félaga Láka, skrifar um hana, höfundinn, hvar hún gerist og hvaða atburði hún tengist í sögunni. (munið þið ekki eftir öftustu blaðsíðunni í bókunum þar sem alltaf var sagt frá einhverju sem maður nennti ekki að lesa?)

eníhú, ég fíla Lukku Láka í dag sem endranær.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

vorið komið?


fórum í fyrstu tuðruferð sumarsins í gær. veðrið var of gott til að sleppa því þó að kalt væri. klæddum okkur bara vel og við fórum vestur fyrir heimaey og austur að bjarnarey.

vorboðinn okkar, lundinn, sást ekki, en nokkrar ritur voru búnar að koma sér fyrir á klettasyllum og það var sægur af æðarfugli út um allt.

það sem var þó merkilegast í þessari ferð var að ég sá skarf æla upp úr sér fiski til að geyma til betri tíma OG svo sáum við selkóp sem lá í mestu makindum inni á kví inni í klettsvík. við komumst alveg ótrúlega nálægt og hann stakk sér ekki í sjóinn fyrr en gunni gerðist svo djarfur að klappa honum. þá hvæsti hann og stakk sér til sunds.

vonandi tekst mér að setja mynd af selnum snorra þessu öllu til sönnunar.

laugardagur, apríl 07, 2007

nýyrði

jebbs...fór í þórsmörkina á fimmtudaginn. við gátum samt ekki tekið júnímokinn þar sem hann bilaði í upphafi ferðar. þrátt fyrir það var farið á þessum líka fína jeppa. þetta var rosagóð ferð, farið í fjallgöngu, grillað í holu, drukkinn bjór og svo var líka þessi fína kvöldvaka sem skálavörðurinn stóð fyrir. þar var til skemmtunar myndasjóv af jeppaferðum skálavarðarins og vina hans. við höldum að þetta hafi verið hans leið til að svæfa villingana frá vestmanneyjum.
það sem stendur þó upp úr eru nýyrðin sem urðu til:

bensíndólgur = sá sem dælir bensíni, borgar ekki fyrir og keyrir í burtu.
andversa = öfugmæli
færeyskur sleðahundur = hundur sem er líkur íslenskum fjárhundi en hefur hæfileika grænlensks sleðahundar.

við samferðamenn mína segi ég: takk fyrir skemmtunina!
við alla: gleðilega páska!