ekki nema hálft ár síðan síðast...hvert hefur tíminn flogið?
alla vega þá hefur ekki verið tíðindalaust hér hjá litlu stórfjölskyldunni. dúettinn er sprækur, enda að verða ársgömul og það styttist í að þau fari að labba. tennurnar koma hver af annarri og hárið sprettur, þó það gerist heldur hægt. gunni minn er ennþá sjómaður dáðadrengur á því gæðaskipi Huginn VE og húsmóðirin er heimavinnandi með börnin og verður það a.m.k. fram á næsta haust, jafnvel lengur. það er nefnilega nóg að gera með tvö lítil sem stækka og stækka og verða skemmtilegri og skemmtilegri.
elskuleg mamma mín lést 30. nóvember. hún greindist með krabbamein í heila í ágúst. þetta hefur því verið erfitt haust fyrir alla fjölskylduna. lucy systir er flutt til okkar og því hefur fjölgað um 3 í fjölskyldunni á þessu ári. við bindum miklar vonir við næsta ár og krossleggjum putta að þurfa ekkert að eyða tíma á spítala árið 2010.
gleðilegt ár! (fyrir þennan eina sem enn nennir að kíkja hingað inn...)
mánudagur, desember 28, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)