mánudagur, maí 07, 2007

síðan síðast...

frá því ég bloggaði síðast:
  • fór ég ekki í kröfugöngu á 1. maí. (held það hafi ekki verið slík hér á suðurhafseyjunni)
  • kom gunni heim.
  • hef ég verið dugleg í vinnunni eins og alltaf.
  • hef ég farið í tuðruferðir.
  • hef ég séð lunda. (sumarið er komið!!!)
  • hef ég stigið um borð í fyrrverandi kví keikós.
  • hef ég farið of sjaldan í ræktina.
  • hringt til frakklands til að ræða uppskrift sem mig vantaði.
  • komu gestir, pabbi og gulla. ferlega gaman að fá þau!
  • eignaðist ég tvær plöntur til að setja í garðinn. (takk pabbi!)
  • keypti gunni grill til að hafa á pallinum.
  • grilluðum við svartfugl og vígðum með honum grillið. (shift hvað það var gott!)
  • hef ég pælt í hvernig ég á að snúa mér í júróvisjón-málum. (árlegt partý hjá kötlu og örvari gefur manni alltaf ástæðu til að leggja hausinn í bleyti)
  • velt því fyrir mér hvað á að gefa lú í afmælisgjöf. (hún er að verða 15 ára, omg!)
  • hef ég hlakkað til að fara upp á land um helgina og horfa á júró.

svona hefur lífið verið sumsé í stórum dráttum undanfarið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hljómar spennó! Verst að ég missti af þér þegar þú hringdir út af usskrittinni... :D
Knús.

Skoffínið sagði...

Já júrómálin eru erfið - verst að þú kemur ekki á fimmtó, þá er upphitun í Þveró?