miðvikudagur, júní 11, 2008


ekki fór júróvisjón eins og ég ætlaði en það verður að hafa það. ég held svei mér þá að ég hafi ekki haft rétt fyrir mér síðan ruslana vann hér um árið. lagið mitt dunar nú samt í græjunum reglulega þar sem ég keypti diskinn.

en nú er komið að enn öðru þar sem ég held með portúgal, nefnilega em í fótbolta. þarna er portúgalshlið fjölskyldunnar ekki heldur með þrýsting á mig að hvetja þessa snillinga heldur er það hinn undurfagri Figo sem er þess valdandi. hann var ekki í liðinu í fyrsta leiknum, heldur í stúkunni væntanlega sem andlegur stuðningur. fyrir ykkur sem ekki vitið hver þetta er þá skuluð þið fletta upp orðinu karlmennska í orðabók og það er mynd af honum þar við hliðina, það segir katla vinkona alla vega. ef ég ætti ekki kyntröllið gunna minn fyrir mann þá væri figo orðinn minn fyrir löngu.