mánudagur, febrúar 05, 2007

raunveruleikaþættir?

það mætti segja það um mig að ég væri nokkuð húkt á raunveruleikaþáttum svokölluðum. ég vil fylgjast með amazing race, survivor, americas next, american idol. helst einhverju sem telst keppni, hvað svo sem það segir um mig. en ég verð að segja að ég er ég algjörlega gáttuð á allri þeirri vitleysu sem hellist yfir mann á næstum öllum sjónvarpsstöðvunum. hvað er t.d. skemmtilegt við að fylgjast með fasteignasölum í ameríku? selst húsið eða ekki? er termítavandamál? kommon, þetta er ekki einu sinni keppni!!! svo eru þættirnir með ríku húsmæðrunum. ég get svarið það! á að fá sér bótox eða ekki? þarf að skipta um tenniskennara? hvaða lit af bmw á að gefa 16 ára unglingnum? já heimur versnandi fer og sjónvarpsheimurinn líka. hvað verður okkur boðið upp á næst? æsispennandi þátt um meltingartruflanir múrmeldýra?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já eða um fimm manna fjölskyldu sem ákveður allt í einu að flytja til útlanda!!! Djís!

Nafnlaus sagði...

Hey pant vera unglingurinn sem var bmwinn...
En það er einn raunveruleikaþátturinn sem slær öll met.. Hann er á Animal Planet og heitir Meerkats Manor (stafað mjög nálægt því) og fjallar um dýr sem heita Meerkats (eða eh þannig) og búa einhverstaðar í eyðimörki og það eru eksjúallí myndavélar allan sólahringinn á þeim og búið að skíra þá flesta og svo er sögumaður sem segir manni hvað hefur skeð.. Þetta er bara brilliant!!!