laugardagur, júlí 07, 2007

goslok


nú um helgina halda vestmannaeyingar upp á það að 34 ár eru liðin frá því að eldgosinu á heimaey lauk formlega, það var reyndar 3. júlí en maður veltir sér ekkert upp úr því.
margt er til að gera sér til dundurs um helgina og sumt af því tengist tyrkjaráninu. ég tók einmitt þátt í sýningu í gærkvöldi sem er samstarf leikfélagsins og félags áhugafólks um tyrkjaránið. þetta er kallað leiklestur og er "inni í" listaverki eftir þórð svansson. í gamla dalabúinu er nefnilega verið að setja upp tyrkjaránssetur.
þessi sýning var reyndar minningarsýning um Runa, leikfélagsmeðlim og hæfileikabombu, en hann lést á síðustu goslokahátíð. hann las einmitt hlutverk séra ólafs egilssonar í fyrri uppsetningu á þessu verki. ég var fengin til að lesa hlutverk tyrkja-guddu og kona að nafni hanna birna las sögumanninn. þetta heppnaðist mjög vel, húsfyllir og stemningin góð. fjölskylda Runa kom og ég gat ekki séð og heyrt annað en að þau hafi verið mjög ánægð með þetta framtak. tengdamóðir Runa (sem er amerísk) fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þátttakendum sýningarinnar!
búningurinn sem ég var í var einstaklega vel heppnaður enda vorum það ég og alma sem hjálpuðumst að við að búa hann. (búningurinn úr upprunalegu sýningunni hvarf!)
svo er guðný að koma á eftir og ætlar að gista í svítunni. grill hjá ástu steinunni og svo verður kíkt í skvísusundið í kvöld. bara gaman!

Engin ummæli: