laugardagur, febrúar 10, 2007

þá er ég grasekkja þessa dagana. gunni minn er orðinn sjómaður, dáðadrengur og byltir loðnunni inn fyrir. hann er að leysa af á guðmundi og þeir eru að kasta fyrir austan land. ég heyri nú í honum samt á hverjum degi eftir dagvakt en ég segi það enn og aftur: ég myndi aldrei höndla að vera sjómannskona! nógu slæmt er þegar gunni minn er að vinna uppá landi en hann kemst þó alla vega heim þegar ekki er hægt að vinna vegna veðurs eða einhvers annars.
en gunni minn er víst að hríðhorast þarna um borð. kokkurinn er færeyskur og maturinn er ekki að gunna míns smekk (og ekki hinna heldur að mér skilst). greyið!
en annars er lítið að frétta. vinna, borða, sofa o.s.frv. reyndar eru byrjaðar stífar æfingar hjá kórnum vegna tónleikaferðar upp á land fyrstu helgina í mars. þar verður sungið í hafnarfirði, í smáralindinni og í dómkirkjunni. þannig að lítið verður um djamm væntanlega, ekki vill maður koma illa sofinn og angandi af kaupstaðarlykt í dómkirkjuna á sunnudagsmorgni! en þetta verður örugglega mikið fjör en leiðinlegt að missa af árshátíð árneshreppsbúa sem er sömu helgi. fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer ekki... jæja það kemur önnur eftir þessa. en það verður samt pottþétt farið í partý til ömmu og afa eftir tónleikana í smáralind.
og nú byrjar plöggið: allir að mæta í smáralind og sjá drífu litlu lofsyngja drottinn allsherjar. það er ekki eitthvað sem sést á hverjum degi!
hlakka til að sjá ykkur þar!

Engin ummæli: