já helgin viðburðarík. júró og auðvitað ammælið hans ödda. fann ekki eins mikið fyrir fjarveru minni frá júrópartýinu á litla grikklandi þar sem ammælið var mjög skemmtilegt. fengum að horfa soldið á júró og videomyndin sem við familían bjuggum vakti mikla lukku.
elsku öddi uppáhalds litli bróðir minn: innilega til hamingju með 30 ára ammælið á sunnudaginn!
ég skemmti mér svo vel um helgina að maður er eiginlega orðinn veikur og það á versta tíma. prófatími, skóladagurinn að bresta á og svo framvegis..... ekki skemmtilegt. ég er einmitt komin heim eftir að hafa lagt fyrir stærðfræðipróf í morgunn og ætla fara yfir það hér undir teppi með te í krús. ég er með einhvern hita en ég ætla að ná þessu úr mér. hef ekki tíma í þessa vitleysu. hver verður líka veikur svona í sumarbyrjun??? á maður ekki að fá flensu á veturna??? andsk.....
þriðjudagur, maí 23, 2006
fimmtudagur, maí 18, 2006
júró...
jebb, þá eru undanúrslitin búin og ekki komumst við áfram eina ferðina enn. leiðinlegt að silvía komst ekki áfram en svona er lífið, það geta ekki allir verið frá austur-evrópu...heheheh... en annars fínt sjóv. maður fékk skemmtilegan kjánahroll reglulega, engin júróvisjón án þess.
verð meira og meira miður mín með hverri mínútunni sem líður nær júró að komast ekki í árlegt partý hjá kötlu og örvari. neyðist víst til að mæta í 30 ára afmæli ödda bró, greyið, ég er búin að skamma hann ýkt mikið fyrir að halda upp á það þennan dag. þrátt fyrir þetta settbakk þá er ég ekki af baki dottinn (hehehehe....þið sem mætið til kötlu fattið djókið þegar þið komið þangað) og mun verða í smækkaðri mynd í gleðinni. áfram þýskaland! sehr gut! þýskir kábojar það er málið! atriðið sem ég ætlaði að vera með þó ég væri fjarstödd verður reyndar ekki. ég mun geyma það þar til ég get verið á staðnum...hefði örugglega fyndnara án mín en só bí itt!
fer sumsé upp á land á morgunn og kaupi mér örugglega svona vasasjónvarp svo ég geti horft á dýrðina í ammælinu...
alla vega allir sem verða heima hjá kötlu og örvari á litla grikklandi: ógeðslega góða skemmtun og farið varlega í 12 stiga skotin!
adjö!
verð meira og meira miður mín með hverri mínútunni sem líður nær júró að komast ekki í árlegt partý hjá kötlu og örvari. neyðist víst til að mæta í 30 ára afmæli ödda bró, greyið, ég er búin að skamma hann ýkt mikið fyrir að halda upp á það þennan dag. þrátt fyrir þetta settbakk þá er ég ekki af baki dottinn (hehehehe....þið sem mætið til kötlu fattið djókið þegar þið komið þangað) og mun verða í smækkaðri mynd í gleðinni. áfram þýskaland! sehr gut! þýskir kábojar það er málið! atriðið sem ég ætlaði að vera með þó ég væri fjarstödd verður reyndar ekki. ég mun geyma það þar til ég get verið á staðnum...hefði örugglega fyndnara án mín en só bí itt!
fer sumsé upp á land á morgunn og kaupi mér örugglega svona vasasjónvarp svo ég geti horft á dýrðina í ammælinu...
alla vega allir sem verða heima hjá kötlu og örvari á litla grikklandi: ógeðslega góða skemmtun og farið varlega í 12 stiga skotin!
adjö!
föstudagur, maí 12, 2006
fleiri afmæli...
litla dýrið hún systir mín varð 14 ára í gær! djöf.... finnst manni maður orðinn gamall á svona stundum.
en alla vega innilega til hamingju með daginn í gær Lucy mín! ég vona að afmælispakkinn fari nú að koma til þín. knús og kossar til portúgal!
en alla vega innilega til hamingju með daginn í gær Lucy mín! ég vona að afmælispakkinn fari nú að koma til þín. knús og kossar til portúgal!
miðvikudagur, maí 10, 2006
samræmd próf
varð þeirrar gleði aðnjótandi að sitja yfir í samræmdu stærðfræðiprófi í klukkutíma í dag. mjög skrítin tilfinning að sitja hinum megin við kennaraborðið. mikið man ég eftir því að taka samræmdu prófin hér í denn og mikið er ég fegin að hafa bara þurft að taka 2 samræmd próf á sínum tíma!
aumingjans krakkarnir eru að taka 4-6 próf! þar að auki eru skiptar skoðanir um gildi þessara prófa en það er önnur saga... ætla ekki að fara að æsa mig yfir þessu...
aumingjans krakkarnir eru að taka 4-6 próf! þar að auki eru skiptar skoðanir um gildi þessara prófa en það er önnur saga... ætla ekki að fara að æsa mig yfir þessu...
sunnudagur, maí 07, 2006
fullorðins...
þegar ég var hjá lailu um síðustu helgi og ég hún og ólöf drukkum rauðvín í flöskuvís, þá fórum við að ræða hvenær maður verði fullorðinn. ég kom með þá óskaplegu speki að maður verði það í rauninni aldrei hversu gamall sem líkaminn annars verður. maður bíður eftir því mjög lengi að verða fullorðinn; að komast í menntaskóla, að komast inn á skemmtistaði, klára háskóla, fara að vinna, eignast íbúð/hús, mann, börn, hund og bíl. allt eru þetta mælistikur á það hvenær maður verður fullorðinn en í rauninni líður manni aldrei eins og maður sé orðinn það og maður bíður alltaf eftir því næsta sem hlýtur að láta manni líða eins og maður sé loksins fullorðinn. (ég hef t.d. fundið fyrir nýrri gerð virðingar fyrir mér eldra fólki eftir þessar pælingar)
nema hvað. að þessu sögðu þá hefur helgin hjá mér farið í mjög fullorðinslega iðju. (ég veit hvað sumir hugsa núna, dónarnir ykkar!!!) nei ekki tengdist það neinu í svefnherberginu heldur erum við gunni minn búin að vera að vinna í garðinum. hreinsa beð, háþrýstispúla pallinn og byrjuðum að bera á hann, rífa upp akkeri og hjól sem við vildum ekki hafa, rífa niður undarlegan pall við vesturhlið hússins og bera á grasfræ og áburð og svona mætti lengi telja. og þrátt fyrir þetta allt þá leið mér ekki fullorðins. ég var í bleiku stígvélunum mínum og þegar ég loksins kláraði beðið þá hoppaði ég af gleði og hrópaði: jei! (leit reyndar í kringum mig eftir á, kannski sá einhver "fullorðinn" mig)
semsagt. ég stend ennþá við þessa kenningu að maður verði ekki fullorðinn. kannski er ég bara svona seinþroska en ég hef heyrt fleiri nefna þetta. en kannski er maður bara umkringdur fólki með pétur pan- syndrome. sækjast sér um líkir segir máltækið en hvað segið þið?
nema hvað. að þessu sögðu þá hefur helgin hjá mér farið í mjög fullorðinslega iðju. (ég veit hvað sumir hugsa núna, dónarnir ykkar!!!) nei ekki tengdist það neinu í svefnherberginu heldur erum við gunni minn búin að vera að vinna í garðinum. hreinsa beð, háþrýstispúla pallinn og byrjuðum að bera á hann, rífa upp akkeri og hjól sem við vildum ekki hafa, rífa niður undarlegan pall við vesturhlið hússins og bera á grasfræ og áburð og svona mætti lengi telja. og þrátt fyrir þetta allt þá leið mér ekki fullorðins. ég var í bleiku stígvélunum mínum og þegar ég loksins kláraði beðið þá hoppaði ég af gleði og hrópaði: jei! (leit reyndar í kringum mig eftir á, kannski sá einhver "fullorðinn" mig)
semsagt. ég stend ennþá við þessa kenningu að maður verði ekki fullorðinn. kannski er ég bara svona seinþroska en ég hef heyrt fleiri nefna þetta. en kannski er maður bara umkringdur fólki með pétur pan- syndrome. sækjast sér um líkir segir máltækið en hvað segið þið?
föstudagur, maí 05, 2006
var að koma heim eftir vikudvöl í borg óttans. voða gott að koma heim og kisurnar voru alveg óskaplega glaðar að sjá okkur. notaði tímann í rvk til að hitta lailu mína og drekka töluvert af rauðu með henni og ólöfu (mjög gaman) og hitta pabba og gullu og annað slekti (líka mjög gaman).
fór ekki í 1. maí göngu (roðn...)
svo keypti ég loksins gardínu fyrir þvottahúsgluggann. ekki seinna vænna þar sem við erum bara búin að búa hér í tæpt ár. svo er spurning hvort að það taki nokkuð annað ár að hengja helvítið upp...
annars er heilsan öll að koma til eftir læknastúss vikunnar. er reyndar mjög þróttlítil en það kemur. mér skilst að klukkutíma svæfing sé eins og 3 vikna fyllerí þannig að þið kannski áttið ykkur á hvers vegna maður er svona máttlítill. ég stefni samt að því að vera komin upp úr þessu í síðasta lagi á sunnudag svo að ég komist með gunna mínum í tuðruferð. það er nefnilega spáð svo góðu veðri. sumarið er pottþétt að koma, alla vega segir siggi stormur það! jei...
fór ekki í 1. maí göngu (roðn...)
svo keypti ég loksins gardínu fyrir þvottahúsgluggann. ekki seinna vænna þar sem við erum bara búin að búa hér í tæpt ár. svo er spurning hvort að það taki nokkuð annað ár að hengja helvítið upp...
annars er heilsan öll að koma til eftir læknastúss vikunnar. er reyndar mjög þróttlítil en það kemur. mér skilst að klukkutíma svæfing sé eins og 3 vikna fyllerí þannig að þið kannski áttið ykkur á hvers vegna maður er svona máttlítill. ég stefni samt að því að vera komin upp úr þessu í síðasta lagi á sunnudag svo að ég komist með gunna mínum í tuðruferð. það er nefnilega spáð svo góðu veðri. sumarið er pottþétt að koma, alla vega segir siggi stormur það! jei...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)