föstudagur, nóvember 26, 2004

reykjavíkurferðir....

fór í bæinn um síðustu helgi. öfga gaman, heimsótti fólk eins og vindurinn en samt urðu nokkrir útundan sem er vissulega miður. en ég fer aftur í svona heimsóknir 10.-12. des. ætla líka að nota tækifærið og fara til læknis og svona.
en talandi um svona ferðir þá fór ég ásamt guðnýju vinkonu minni og samkennara til reykjavíkur í gær. flugum kl. 20.00 í stað 19.30 þar sem það var seinkunn og námskeiðið sem við vorum að fara á byrjaði kl. 19.30....týpískt. nú við fórum samt sem áður og þurftum því að horfa á það sem verið var að gera. soldið fúlt þar sem þetta var leiklistarnámskeið á vegum þjóðleikhússins. en þegar þetta var búið var að sjálfsögðu farið á kaffihúsið sólon sem hefur verið okkar viðkomustaður síðan við fórum að fara á þessi námskeið. hittum írisi og fengum okkur bjór og svona. eeeeennnnnn.......svo var mæting í flug kl. 7.00 í morgunn. fokk hvað það var erfitt að vakna. ekki af því það við hefðum verið á trylltu fylleríi heldur af því við fórum svo seint að sofa. nú leigubíll á völlinn og við innritun: það er klukkutíma seinkun. og hvurn djöfulinn áttum við að gera í þennan tíma, kringlan ekki opnuð, engin kaffihús opin og ekki vorum við á bíl til að fara á rúntinn og síðast en ekki síst ekki gott þar sem við áttum báðar að mæta í vinnu kl. 8.00. nú svo endar með því að flugvélin fer loks af stað kl. 9.30 og þá var ekki send ein vél heldur tvær litlar sem minntu helst á leikfangavélar. ég get svarið það! en flugið var ekki svo slæmt þó við hefðum verið nokkuð svartsýnar.
en pæling: af hverju er ekki gert meira fyrir fólk sem er leiksoppar örlaganna og getur ekki komist heim til sín vegna einhverra leiðinda í flugsamgöngum? og af hverju er flugvallarstarfsfólk alltaf pirrað og dónalegt? er það í samningunum þeirra?

föstudagur, nóvember 19, 2004

ó reykjavík ó reykjavík....

er á leiðina í borg óttans. gott að skipta aðeins um umhverfi eftir alvarlega pest mánudagsins og skrítna vinnuviku. hlakka öfga til að hitta familíuna og vonast líka til að geta keypt restina af jólagjöfunum. já, ótrúlegt en satt þá hef ég náð að nurla saman í verkfallinu fyrir einhverjum jólagjöfum. þrátt fyrir lítil fjárráð hef ég verið heppin og hef haldið vel á spöðunum þó ég segji sjálf frá. ætla líka að reyna að hitta á einhverja af vinunum en fjölskyldan gengur fyrir. það verður gaman að sjá hvort litla dýrið hún sigríður birta sé ekki orðin stærri og feitari (heheheh....) en síðast, enda er hún mesta krútt í heimi!
kannski fæðist líka litla barnið hennar lilju minnar um helgina og þá get ég farið séð það alveg splunkunýtt.
jæja, ætla að fara og fá mér í gogginn fyrir herjólfsferðina. áfram herjólfur!

mánudagur, nóvember 15, 2004

,,flökurt, með nábít...."

góðir hálsar!
mikil pest hefur lagst á kennara í vestmannaeyjum, svo alvarleg að enginn stóð í lappirnar til að mæta til vinnu í morgunn. mér skilst að þessi veikindi kallist á latínu: mótmælus lagasetningus og herjar á vinnandi fólk í kjarabaráttu. einkennin eru: vonbrigði, vanmáttur, sorg og skæð útbrot við að sjá ákveðinn ljóshærðan ráðherra. eina lækningin er lyf sem kallast réttláten samningen.
erfitt er að segja til um hvenær alger lækning verður tilbúin en vísindamenn frá tveimur samtökum vinna hörðum höndum við að þróa lyfið. ef það tekst ekki fá kennarar ólyfjan sem getur orsakað enn frekari einkenni sem og ástand sem kallast uppsagnibus margintes og skilur skólahald í landinu eftir í rústum. vonandi kemur ekki til þess!
takk fyrir túkall!

föstudagur, nóvember 12, 2004

hugmyndir að starfsvettvangi...

jæja mínir kæru vinir... lífið leikur ekki við kennara í dag. en þar sem ég er orðin þreytt á því að vera niðurbrotna týpan þá vil ég biðja alla að rétta upp hönd og koma með hugmynd að nýjum starfsvettvangi fyrir mig. ég get að sjálfsögðu ekki séð handauppréttingar þannig að ég vil biðja ykkur um að skrifa hugmyndirnar ykkar í kommentið.
ég ætla að taka mér það bessaleyfi að leggja ykkur línurnar örlítið: starfsvettvangurinn þarf helst að vera mögulegur hér á eyju dauðans, hann má helst ekki tengjast fiskvinnslu á neinn hátt nema þá kannski sem skrifstofuvinna, hann má ekki felast í því að selja líkama minn og að lokum væri gott ef þetta væri skemmtileg og skapandi vinnuhugmynd!
ég ætla að fara að lesa frumvarpið í heild sinni núna. er búin að fá hælætin og það var nóg til þess að ég fór ásamt fleirum kennurum hér í vestmann til að skamma bæjarstjórann (sem nota bene var ekki við) þannig að við skömmuðum einhvern annan mann sem þar var. ég vona að hann vinni hjá bænum....heheheheheh...... fylgist með bæjarblöðunum á næstunni kannski kemur mynd af mér! hei, það er svo sem hugmynd: ég gæti orðið fyrirsæta jafn mjó og sæt og ég er!!!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

kennarasleikjur geta farið að gleðjast!

jæja, nú er kennaraverkfallið farið að koma ríkinu við. það stefnir allt í lög á okkur og því geta kennarsleikjur víða um land farið að gleðjast. en það fylgir böggull skammrifi því það er ekki þar með sagt að kennararnir verði ánægðir þegar þeir mæta til vinnu og ekki víst að viðmót þeirra til kennarasleikjanna sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir.
vitiði, það er ekkert gaman að vera svona lítils metin. fólk þykir merkilegra og er betur launaðra ef það höndlar með dýrar vörur eða peninga. fólk sem vinnur við menntun barna og unglinga, fólk sem hjúkrar veikum, þeir sem sinna afbrotaunglingum og svo mætti lengi telja er ekki meira virði en skíturinn á skóm ríkisbubbanna sem halda að þeir eigi heiminn. ég er pisst og nenni því ekki að vera skemmtileg núna, en eins og þið vitið er ég það venjulega! ;-)

mánudagur, nóvember 08, 2004

ætli maður mæti til vinnu á morgunn????

nú bíður maður milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr kosningum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. ætli maður mæti til vinnu á morgunn? það er erfitt að segja. þetta er óþægileg staða, maður vill ekki að tillagan verði samþykkt en svo finnst manni leiðinlegt að mæta ekki í vinnu. þessi óvissa er að gera menn svo geðveika að tveir samkennarar mínir hnakkrifust um klæðaburðinn á ingibjörgu sólrúnu í seinna kaffinu í dag... finnst ykkur þetta hægt?

föstudagur, nóvember 05, 2004

frumsýning á morgunn! dýrin í hálsaskógi munu verða vinir á endanum hjá okkur í l.v. hlakka geðveikt til að sjá þetta. hef passað mig á að sú vinna sem ég hef unnið fyrir þessa sýningu sé unnin utan leikhússins svo að sýningin geti komið á óvart...hehehehe.... skrítið að vera ekki jafnbundin og áður. ég held að ég sé að breytast í letidýr eftir að ég minnkaði við mig í leikfélaginu. en það er líka voða notalegt að vera latur öðru hvoru. kannski finnst mér það af því að verkfallið kom einmitt á sama tíma og maður ætti að vera á fullu þegar maður er í leikfélagi eins og þessu. það er líka gaman að vera áhorfandi! áfram letidýr!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

búin að senda atkvæðið til ríkissáttasemjara og er byrjuð að naga neglurnar af áhyggjum af útkomunni úr kosningunni. eins gott að það er langt síðan að ég klippti þær, þannig að það er nóg til að naga fram á mánudag... ef þær klárast eru táneglurnar alltaf eftir.

pæling: hvernig væri það ef að það væri eðlilegt að naga á sér táneglurnar? væri skótískan öðruvísi?

peace!

mánudagur, nóvember 01, 2004

að mæta til vinnu á ný...

jú kennarar mættu til vinnu aftur í morgunn eftir 6 vikna verkfall. það var rosa fínt að hitta krakkana aftur sem og vinnufélagana. umræðan á kaffistofunni var reyndar ekkert skemmtileg. þessi miðlunartillaga ríkissáttasemjara er móðgun við kennarastéttina og því miður held ég að kennarar fari aftur í verkfall. ég var ekki í verkfalli í allan þennan tíma (sem nota bene er töluverður fórnarkostnaður, ekki bara peningalega fyrir kennara heldur líka það nám sem börnin urðu af) til að fá högg í andlitið. ég held að ríkissáttasemjari þyrfti að vera kennari í svona eins og eina viku og þá áttar hann sig kannski á alvöru málsins. sem og þið hin sem vitið ekki baun, reynið að vera skynsöm og hugsið um hag barnanna. að ég tali nú ekki um kennarsleikjurnar! uppáhaldskennarasleikjan mín, hann gunni, hélt að ég væri að verða geðveik þegar ég fór að taka til í jólaskrautinu!!!

pæling: ef að karlmenn væru í meirihluta í kennarastétt, væru launin þá svona lág? ef að karlmenn væru í meirihluta í kennarastétt, hefði verkfallið verið svona lengi? er þessi barátta okkar ekki bara kjarabarátta heldur líka jafnréttisbarátta? eigum við að taka nágranna okkar nojarana til fyrirmyndar til að rétta hag kennara?
síjú