föstudagur, desember 28, 2007

jólin búin

eða svo gott sem. eru þau eiginlega ekki búin þegar maður er búinn að opna pakkana og konfektið er búið? kannski ekki alveg.
mamma, lúa og pedro fóru í morgunn. það er búið að vera alveg frábært að hafa þau. aðfangadagur var hrikanæs. rólegheit hérna heima, gunni minn fór með unglingana að keyra út restina af jólakortunum, við mamma og gunni elduðum svo matinn (mamma sauð hrygginn og gerði saltfisk handa piltinum, ég sá um sósuna og gljáann á hrygginn, gunni gerði kartöflurnar...), svo var etið af hjartans lyst með messuna hljómandi í eyrunum og svo var ráðist í pakkana.
ég hef ekki ennþá reiknað út hvort við höfum komið út í plús en fullt fengum við. lúlú fékk nú samt flesta pakkana, svona er að vera yngstur....djö...
svo höfum við aðallega legið í leti og étið. við höfðum ekki orku til að fara til tengdó í kaffi á aðfangadagskvöld en fórum svo í hangiket til þeirra á jóladag. mjög gaman enda anna stefanía og pétur og hans slekkti hjá tengdó.
svo buðum við þeim í kaffi í gær svona af því að okkar gestir voru að fara í dag og þau líka. þá hélt átið áfram að sjálfsögðu og mamma linnti ekki látum fyrr en hún fékk að baka u.þ.b. hundrað vöfflur með kaffinu. þannig að ef einhverjum finnast kaldar dagsgamlar vöfflur góðar, verið velkomin!
nú fer að hefjast undirbúningur fyrir áramótin. við gunni minn eigum eftir að ákveða matseðilinn en við finnum örugglega eitthvað gott en við verðum bara tvö í mat. þetta verður eflaust mjög rómantískt hjá okkur eins og fyrir tveimur árum þegar við vorum fyrstu áramótin hér á ásaveginum. ég hlakka alla vega mikið til. svo eins og lög gera ráð fyrir verður örugglega stuð á okkur þegar líða tekur á kvöldið.
hafið það gott um áramótin og gangið fallega um gleðinnar dyr!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár snúlla :* og takk fyrir gamla.
Kv. Helga Björk