fimmtudagur, júlí 12, 2007

færeyjar, hír ví komm!


gunni minn náði því að koma heim af sjónum fyrir færeyjaferðina, vúhú! og ég hef mikið þurft að kyssa hann og knúsa til að vinna upp þann tíma sem hann var á sjónum.
en nú fer að styttast í brottför okkar hjónaleysanna til færeyja. fyrsti hluti ferðar er að fara með dallinum upp á land í dag og svo með stálfugli til vágar annað kvöld og þaðan með bussi til tórshavnar, líka annað kvöld.

við hlökkum bæði mjög mikið til enda urðum við ástfangin af landi og þjóð þegar við fórum síðast til eyjanna sem kenndar eru við fær (eins og gunni myndi orða það).

ég lofa engu hvað varðar blog meðan á reisunni stendur en það er aldrei að vita nema að maður geti komist í tölvu einhversstaðar og gefið öppdeit á ferðalaginu.

ég skal skála í föroyabjór fyrir ykkur!

bið að heilsa í bili!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð snúllurnar mínar.
Ég lofa að knúsa Martein Gorm fyrir ykkur á meðan þið eruð í burtu.

K.K
Alma

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og njótið þess að vera til..........
Have fun
Systurnar í Sandý :)