laugardagur, febrúar 17, 2007

enn og aftur...

núna er umræðan byrjuð enn og aftur um launakjör kennara. einmitt af sama tilefni byrjaði jors trúlí að blogga.
í gær eða fyrradag voru bornir í öll hús í landinu bæklingar til að skýra frá vinnutíma og launakjörum kennara. það er alveg grjótmagnaður andskoti að kennarastéttin skuli vera sú eina sem þarf að verja vinnutímann sinn. heldur fólk virkilega að kennarar séu aldrei í vinnunni? og að þeir eigi ekki skyldar þessar krónur sem þeir fá útborgaðar?
nú eru grunnskólakennarar orðnir langt á eftir sambærilegum stéttum í launum s.s. leikskólakennurum, þroskaþjálfum, framhaldsskólakennurum o.s.frv. er það í lagi? frábært að leikskólakennarar og þroskaþjálfar skuli loksins vera búnir að fá leiðréttingu sinna launa en er það samt ástæða til þess að halda grunnskólakennurum niðri? núna munar 300-500 þús. ísl. króna á ársgrundvelli á grunnskólakennurum og þessum fyrrgreindu stéttum. er ábyrgð grunnskólakennara minni?
ég held að ráðamenn verði að átta sig á því að ef að þeir taki sér ekki tak verði stórflótti menntaðra kennara úr stéttinni. og svo er kvartað yfir því að íslenskir skólar séu ekki góðir. hvernig er hægt að halda úti góðum skólum ef kennarar eru á lúsarlaunum en líka að kafna úr vinnuálagi og skólarnir eru fjársveltir? hverjir tapa mest? krakkarnir auðvitað! framtíð landsins sem svo oft er nefnd á hátíðlegum stundum og auðvitað rétt fyrir kosningar...
ég er brjáluð...

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Ég segi bara
í kennarapólítíkina með þig kona!!!
Þú yrðir pottþétt öflug þar