miðvikudagur, maí 30, 2007
síðasta helgi
ótrúlega skemmtileg helgi liðin. glæsilegt grillpartý (hrefnukjötið bragðaðist geðððeigt vel) sem síðan endaði í góðu partýi og svo farið á púbbann. tuðruferð á sunnudag og brandsferð á mánudag. þar voru grillaðar pulsur, setið og spjallað og útsýnisins notið. myndin er einmitt tekin af heimaey af toppi brandsins. ýkt gaman með góðu fólki og allir sólbrenndir!
skemmtileg helgi framundan líka. sjómannadagshelgin þar sem sjómenn halda árshátíðina sína, minnast látinna félaga, heiðra þá sem unnið hafa afrek og svo framvegis... fyrsta sinn sem ég tek þátt sem sjómannskona og tilfinningar eru blendnar. en þetta verður örugglega ýkt kúl geðveikt...
svo fer gunni minn aftur á sjó eftir helgi, ætlar að fara að moka upp síldinni sem veiðist sem aldrei fyrr að mér skilst, en ég sit ein eftir skælandi...
laugardagur, maí 26, 2007
göngu-hrólfur
sólin skín glatt í eyjum í dag. vildi óska að það rigndi í rvk (sorrý laila og lúlli) en þá væru þau hér um helgina. gangi ykkur annars vel að mála húsið ykkar. vonandi endar þetta í góðu nágrannapartýi!
skellti mér í göngu í morgunn kringum fellið. og fyrir þá sem ekki vita hvað ég á við þá er það helgafellið, ekki eldfell enda ansi stórgrýtt ennþá í kringum það. það er alltaf eitthvað sniðugt að sjá; ég sá hund að spóka sig án eiganda síns, mann að gefa hestunum sínum hey, slatta af lömbum og bakpokatúrista með barnakerru en það hef ég aldrei séð áður.
svo fer maður að undirbúa grillveisluna í kvöld. það stefnir nefnilega í að fleiri bætist í hópinn, vei!
við eva ætlum svo að kíkja í búðina á eftir til að kaupa meðlæti með hrefnukjötinu, nammmmmmmmm, og svo eitthvað fyrir þá kettlinga sem ekki borða þennan eðalmat.
heils!
skellti mér í göngu í morgunn kringum fellið. og fyrir þá sem ekki vita hvað ég á við þá er það helgafellið, ekki eldfell enda ansi stórgrýtt ennþá í kringum það. það er alltaf eitthvað sniðugt að sjá; ég sá hund að spóka sig án eiganda síns, mann að gefa hestunum sínum hey, slatta af lömbum og bakpokatúrista með barnakerru en það hef ég aldrei séð áður.
svo fer maður að undirbúa grillveisluna í kvöld. það stefnir nefnilega í að fleiri bætist í hópinn, vei!
við eva ætlum svo að kíkja í búðina á eftir til að kaupa meðlæti með hrefnukjötinu, nammmmmmmmm, og svo eitthvað fyrir þá kettlinga sem ekki borða þennan eðalmat.
heils!
föstudagur, maí 25, 2007
meira af veðrinu...
eins og sönnum íslendingi sæmir þá verður að tala oft og mikið um veðrið.
njúsflass: það er að skána, örlítið hlýrra og sólin hefur skinið í allan dag. vei! hver gleðst ekki yfir svona fréttum? vonandi er þetta það sem koma skal og síðasta snjókoma sumarsins búin! þá er líka von til að maður geti grillað með borgarbúunum þór og evu um helgina. alla vega erum við að fara að taka hrefnukjöt og svartfugl úr kistunni til að kryddleggja.....mmmmmmm...
njúsflass: það er að skána, örlítið hlýrra og sólin hefur skinið í allan dag. vei! hver gleðst ekki yfir svona fréttum? vonandi er þetta það sem koma skal og síðasta snjókoma sumarsins búin! þá er líka von til að maður geti grillað með borgarbúunum þór og evu um helgina. alla vega erum við að fara að taka hrefnukjöt og svartfugl úr kistunni til að kryddleggja.....mmmmmmm...
mánudagur, maí 21, 2007
af veðurskilyrðum á eyju dauðans
hver bar ekki þá ósk í brjósti að sumarið væri komið við fyrsta sólbruna vorsins? hér í eyjum var það í síðustu viku. bros færðist yfir alla, börn hoppuðu á trampólínum eins og þau fengju borgað fyrir það og fólk með græna fingur (þ.á.m. við gunni minn) tók til við að sinna garðinum.
hvað gerist svo?
haglél, rigning, haglél, rigning og rok með báðu! hvaða rugl er þetta? maður bara spyr. svona á ekki að gerast á suðurhafsparadís eins og vestmannaeyjum!
af þessum sökum erum við gunni minn farin að róa að því öllum árum að klára ferðatilhögun sumarsins; panta flug, gistingu og annað tilheyrandi. og nú getum við ekki beðið eftir því að komast á suðrænni slóðir!
færeyjar, við komum brátt!!!
hvað gerist svo?
haglél, rigning, haglél, rigning og rok með báðu! hvaða rugl er þetta? maður bara spyr. svona á ekki að gerast á suðurhafsparadís eins og vestmannaeyjum!
af þessum sökum erum við gunni minn farin að róa að því öllum árum að klára ferðatilhögun sumarsins; panta flug, gistingu og annað tilheyrandi. og nú getum við ekki beðið eftir því að komast á suðrænni slóðir!
færeyjar, við komum brátt!!!
fimmtudagur, maí 17, 2007
uppstigningardagur
dagurinn í dag var góður dagur þrátt fyrir skítaveður. ég vaknaði um 9.30 og planið var að fara í ræktina en sökum veðurs nennti ég því ómögulega, lá frekar áfram upp í rúmi og las í bók.
borðaði morgunmat, fór í sturtu og klæddi mig í sparigallann og setti spariandlitið upp og ók af stað í óveðrinu upp í íþróttamiðstöð.
í íþróttamiðstöðinni tók á móti mér heill sveimur af krökkum, þar á meðal mín hrúga. ástæðan fyrir þessu öllu er að þarna var að hefjast skóladagur hamarsskóla með glæsilegri danssýningu.
eins mikil vinna og þessi dagur getur orðið er hann ótrúlega skemmtilegur. ég verð að játa að í dag eins og öll hin árin síðan ég byrjaði varð ég þetta litla meyr og átti bágt með að hemja tárin. bæði var það útaf stolti yfir gríslingunum mínum og pínu sorg yfir því að bekkurinn minn skuli ekki verða eins næsta vetur. en það er önnur saga... krakkarnir mínir voru svo fínir og stóðu sig alveg rosalega vel, ekki við öðru að búast svo sem, en litla hjartað mitt var að springa af stolti.
af danssýningunni var svo haldið upp í skóla þar sem afrakstur vetrarins var sýndur. vel heppnað allt saman!
borðaði morgunmat, fór í sturtu og klæddi mig í sparigallann og setti spariandlitið upp og ók af stað í óveðrinu upp í íþróttamiðstöð.
í íþróttamiðstöðinni tók á móti mér heill sveimur af krökkum, þar á meðal mín hrúga. ástæðan fyrir þessu öllu er að þarna var að hefjast skóladagur hamarsskóla með glæsilegri danssýningu.
eins mikil vinna og þessi dagur getur orðið er hann ótrúlega skemmtilegur. ég verð að játa að í dag eins og öll hin árin síðan ég byrjaði varð ég þetta litla meyr og átti bágt með að hemja tárin. bæði var það útaf stolti yfir gríslingunum mínum og pínu sorg yfir því að bekkurinn minn skuli ekki verða eins næsta vetur. en það er önnur saga... krakkarnir mínir voru svo fínir og stóðu sig alveg rosalega vel, ekki við öðru að búast svo sem, en litla hjartað mitt var að springa af stolti.
af danssýningunni var svo haldið upp í skóla þar sem afrakstur vetrarins var sýndur. vel heppnað allt saman!
hér er svo mynd af mér og krakkaskaranum mínum. á myndina vantar gunnar frey og sigurbjörn.
þriðjudagur, maí 15, 2007
helgin
við gunni minn fórum upp á land á föstudag, afmælisdegi litlu systur (til hamingju lú mín!) til að gleðjast yfir 15. afmælisdegi lúar, nýrri íbúð bjarna vals og evu, nýjum tímum í íslenskri pólitík (geisp) og júróvisjón.
föstudagurinn rólegur. tapaði í trivjal en einhvern tímann verður allt fyrst!
laugardagurinn fór í afmælisveisluna hennar lucyar. gaman að hitta næstum alla móðurfjölskylduna á einu bretti en svo var brunað í innflutningspartý til bjarna vals og evu upp á hellisheiði.
nú spyrja menn sig: bíddu en hvað með júróvisjónpartýið hjá kötlu og örvari?
svarið er: ég sveik lit (roðn) og tilkynni hér með að það mun ég ekki gera aftur nema eitthvað alveg sérstakt komi til!
hvers vegna? spyrja menn og konur.
svarið: jú það skal ég segja ykkur. áhugi hellisheiðarbúa og gestum þeirra á júróvisjón var stórlega ábótavant! það heyrðist varla nokkur tónn fyrir kjaftagangi og samt stalst ég oft til að hækka eins og hægt var (ekki sérlega góðar græjur), meira að segja dirfðist fólk að biðja mig um að fara að horfa á sjónvarpið inn í svefnherbergi!!! það verður því að segjast að ég naut þess ekkert sérlega að horfa/hlusta á júró. annars fín keppni ef maður kann varalestur!
svo ekki nóg með það þá skeit páll magnússon útvarpsstjóri upp á bak þegar hann (ásamt fleirum eflaust) ákvað að kötta á úrslitin fyrir fyrstu tölur úr kosningunum! það var öll fokking nóttin eftir til að velta sér upp úr þessu kosningadóti öllu en bara 4 mínútur eftir af júróvisjón! svo var þetta kosningasýstem að breytast alla nóttina þannig að það skipti ekki máli fyrir fyrstu tölur að vera birtar 4 mínútum fyrr eða seinna.
við örvar ætlum að minnsta kosti að fara í mótmælagöngu út af þessu...
föstudagurinn rólegur. tapaði í trivjal en einhvern tímann verður allt fyrst!
laugardagurinn fór í afmælisveisluna hennar lucyar. gaman að hitta næstum alla móðurfjölskylduna á einu bretti en svo var brunað í innflutningspartý til bjarna vals og evu upp á hellisheiði.
nú spyrja menn sig: bíddu en hvað með júróvisjónpartýið hjá kötlu og örvari?
svarið er: ég sveik lit (roðn) og tilkynni hér með að það mun ég ekki gera aftur nema eitthvað alveg sérstakt komi til!
hvers vegna? spyrja menn og konur.
svarið: jú það skal ég segja ykkur. áhugi hellisheiðarbúa og gestum þeirra á júróvisjón var stórlega ábótavant! það heyrðist varla nokkur tónn fyrir kjaftagangi og samt stalst ég oft til að hækka eins og hægt var (ekki sérlega góðar græjur), meira að segja dirfðist fólk að biðja mig um að fara að horfa á sjónvarpið inn í svefnherbergi!!! það verður því að segjast að ég naut þess ekkert sérlega að horfa/hlusta á júró. annars fín keppni ef maður kann varalestur!
svo ekki nóg með það þá skeit páll magnússon útvarpsstjóri upp á bak þegar hann (ásamt fleirum eflaust) ákvað að kötta á úrslitin fyrir fyrstu tölur úr kosningunum! það var öll fokking nóttin eftir til að velta sér upp úr þessu kosningadóti öllu en bara 4 mínútur eftir af júróvisjón! svo var þetta kosningasýstem að breytast alla nóttina þannig að það skipti ekki máli fyrir fyrstu tölur að vera birtar 4 mínútum fyrr eða seinna.
við örvar ætlum að minnsta kosti að fara í mótmælagöngu út af þessu...
mánudagur, maí 07, 2007
síðan síðast...
frá því ég bloggaði síðast:
- fór ég ekki í kröfugöngu á 1. maí. (held það hafi ekki verið slík hér á suðurhafseyjunni)
- kom gunni heim.
- hef ég verið dugleg í vinnunni eins og alltaf.
- hef ég farið í tuðruferðir.
- hef ég séð lunda. (sumarið er komið!!!)
- hef ég stigið um borð í fyrrverandi kví keikós.
- hef ég farið of sjaldan í ræktina.
- hringt til frakklands til að ræða uppskrift sem mig vantaði.
- komu gestir, pabbi og gulla. ferlega gaman að fá þau!
- eignaðist ég tvær plöntur til að setja í garðinn. (takk pabbi!)
- keypti gunni grill til að hafa á pallinum.
- grilluðum við svartfugl og vígðum með honum grillið. (shift hvað það var gott!)
- hef ég pælt í hvernig ég á að snúa mér í júróvisjón-málum. (árlegt partý hjá kötlu og örvari gefur manni alltaf ástæðu til að leggja hausinn í bleyti)
- velt því fyrir mér hvað á að gefa lú í afmælisgjöf. (hún er að verða 15 ára, omg!)
- hef ég hlakkað til að fara upp á land um helgina og horfa á júró.
svona hefur lífið verið sumsé í stórum dráttum undanfarið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)