miðvikudagur, febrúar 28, 2007

fundinn!

já nú er ég hissa (ja samt ekkert svo af því ragnar afi minn hafði nefnt sögusagnir um svipað við mig...) en menn segjast vera búnir að finna jesús og frú. eða sko gröfina þeirra.
það verður gaman að fylgjast með þessu. en hvernig ætla þeir að nota dna til að sanna að þetta sé guðsonur og fjölskylda? þarf ekki að bera það saman við eitthvað annað? það er a.m.k. gert í csi, notað hár úr hárbursta, munnvatn, sviti.... ætli þeir lumi á einhverju óvæntu? greiðu jesúsar? blóðslettu af krossinum? ætli þetta verði ekki bara eitt af því sem menn munu rífast um örófir alda? eins og það sé ekki nóg að rífast um fyrir....omg...

laugardagur, febrúar 17, 2007

enn og aftur...

núna er umræðan byrjuð enn og aftur um launakjör kennara. einmitt af sama tilefni byrjaði jors trúlí að blogga.
í gær eða fyrradag voru bornir í öll hús í landinu bæklingar til að skýra frá vinnutíma og launakjörum kennara. það er alveg grjótmagnaður andskoti að kennarastéttin skuli vera sú eina sem þarf að verja vinnutímann sinn. heldur fólk virkilega að kennarar séu aldrei í vinnunni? og að þeir eigi ekki skyldar þessar krónur sem þeir fá útborgaðar?
nú eru grunnskólakennarar orðnir langt á eftir sambærilegum stéttum í launum s.s. leikskólakennurum, þroskaþjálfum, framhaldsskólakennurum o.s.frv. er það í lagi? frábært að leikskólakennarar og þroskaþjálfar skuli loksins vera búnir að fá leiðréttingu sinna launa en er það samt ástæða til þess að halda grunnskólakennurum niðri? núna munar 300-500 þús. ísl. króna á ársgrundvelli á grunnskólakennurum og þessum fyrrgreindu stéttum. er ábyrgð grunnskólakennara minni?
ég held að ráðamenn verði að átta sig á því að ef að þeir taki sér ekki tak verði stórflótti menntaðra kennara úr stéttinni. og svo er kvartað yfir því að íslenskir skólar séu ekki góðir. hvernig er hægt að halda úti góðum skólum ef kennarar eru á lúsarlaunum en líka að kafna úr vinnuálagi og skólarnir eru fjársveltir? hverjir tapa mest? krakkarnir auðvitað! framtíð landsins sem svo oft er nefnd á hátíðlegum stundum og auðvitað rétt fyrir kosningar...
ég er brjáluð...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

gunni minn er heima, vei! þeir komu til eyja í morgunn og ég sótti hann niður á bryggju rúmlega 7 en svo fór hann aftur á vakt klukkan hálfeitt til hálfsjö (til að halda áfram að frysta loðnuna sem að mér skilst sé að fara til rússlands) og auðvitað var ég búin að elda handa honum þegar hann kom heim klukkan hálfsjö. ég er að reyna að bæta honum upp þann óskunda sem færeyski kokkurinn gerir honum um borð. svo fer hann aftur klukkan hálfeitt í nótt í frystihúsastemmingu. veit ekki alveg hvenær þeir fara á sjó aftur en það er mjög líklegt að gunni minn geti verið um borð það sem eftir lifir vertíðar. alla vega fer hann næsta túr, hvað sem svo verður.
ég er svo glöð að hafa gunna minn heima að ég ætla að skrópa á kóræfingu þó svo að kvöldið fari væntanlega í það að horfa á hann sofa...

laugardagur, febrúar 10, 2007

þá er ég grasekkja þessa dagana. gunni minn er orðinn sjómaður, dáðadrengur og byltir loðnunni inn fyrir. hann er að leysa af á guðmundi og þeir eru að kasta fyrir austan land. ég heyri nú í honum samt á hverjum degi eftir dagvakt en ég segi það enn og aftur: ég myndi aldrei höndla að vera sjómannskona! nógu slæmt er þegar gunni minn er að vinna uppá landi en hann kemst þó alla vega heim þegar ekki er hægt að vinna vegna veðurs eða einhvers annars.
en gunni minn er víst að hríðhorast þarna um borð. kokkurinn er færeyskur og maturinn er ekki að gunna míns smekk (og ekki hinna heldur að mér skilst). greyið!
en annars er lítið að frétta. vinna, borða, sofa o.s.frv. reyndar eru byrjaðar stífar æfingar hjá kórnum vegna tónleikaferðar upp á land fyrstu helgina í mars. þar verður sungið í hafnarfirði, í smáralindinni og í dómkirkjunni. þannig að lítið verður um djamm væntanlega, ekki vill maður koma illa sofinn og angandi af kaupstaðarlykt í dómkirkjuna á sunnudagsmorgni! en þetta verður örugglega mikið fjör en leiðinlegt að missa af árshátíð árneshreppsbúa sem er sömu helgi. fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer ekki... jæja það kemur önnur eftir þessa. en það verður samt pottþétt farið í partý til ömmu og afa eftir tónleikana í smáralind.
og nú byrjar plöggið: allir að mæta í smáralind og sjá drífu litlu lofsyngja drottinn allsherjar. það er ekki eitthvað sem sést á hverjum degi!
hlakka til að sjá ykkur þar!

mánudagur, febrúar 05, 2007

raunveruleikaþættir?

það mætti segja það um mig að ég væri nokkuð húkt á raunveruleikaþáttum svokölluðum. ég vil fylgjast með amazing race, survivor, americas next, american idol. helst einhverju sem telst keppni, hvað svo sem það segir um mig. en ég verð að segja að ég er ég algjörlega gáttuð á allri þeirri vitleysu sem hellist yfir mann á næstum öllum sjónvarpsstöðvunum. hvað er t.d. skemmtilegt við að fylgjast með fasteignasölum í ameríku? selst húsið eða ekki? er termítavandamál? kommon, þetta er ekki einu sinni keppni!!! svo eru þættirnir með ríku húsmæðrunum. ég get svarið það! á að fá sér bótox eða ekki? þarf að skipta um tenniskennara? hvaða lit af bmw á að gefa 16 ára unglingnum? já heimur versnandi fer og sjónvarpsheimurinn líka. hvað verður okkur boðið upp á næst? æsispennandi þátt um meltingartruflanir múrmeldýra?