miðvikudagur, janúar 14, 2009

nýjustu fréttir...

jæja, það er farið að styttast ískyggilega í annan endann á þessari meðgöngu. við hjónaleysin eigum sónartíma og viðtal við fæðingarlækni mánudaginn 19. jan í borg óttans. þá eru komnar 35 vikur. þá verður væntanlega tekin ákvörðun um keisara eða fæðingu og hvenær búast mætti við dúettinum. við vonum það alla vega því að móðirin tilvonandi er að verða ansi þreytt.
annars er heilsan góð miðað við aðstæður, býst ég við. brjóstsviðinn er að drepa mig nánast allan daginn, bjúgurinn situr á mér sem aldrei fyrr og hreyfigetan er orðin ansi takmörkuð bæði vegna risakúlunnar og liðverkja í hnjám og mjöðmum. en ég tek þessu öllu eins og hverju öðru hundsbiti og bít á axlirnar.
barnaherbergið er eiginlega orðið klárt, þarf bara að taka aðeins til. við náum í bílstólana í rvk þegar þangað verður komið og verslum heimferðarföt á liðið. þá ætti allt að vera komið og litlu krílin mega fara að láta sjá sig.
ég reyni svo að setja inn fréttir af okkur þegar komið verður til rvk, en það fer eiginlega allt eftir því hvort fartölvan verður komin úr viðgerð eða ekki.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

sveinarnir fara að fara...


nú er jólaskrautið farið oní kassa þó að þrettándinn í vestmanneyjum verði ekki fyrr en á morgunn. jólaseríur og önnur jólaljós fá þó að vera áfram í gluggunum fram að gosdeginum eins og hefð er orðin fyrir hér á eyjunni fögru.

það var nú samt soldið skrítið að drita þessu aftur ofan í kassa því að mér fannst þetta búið að vera svo stutt uppi við og svo verður alltaf hálftómlegt þegar jólasveinar, englar og jólakettir eru farnir úr hillum og gluggakistum.

næstu jól verða væntanlega allt öðru vísi. þá verður maður eflaust á sprettinum á eftir tveimur 10 mánaða gríslingum sem vilja klifra í jólatrénu, halda á fína dagatalakertinu eða bara endurraða jólaskrautinu sem er út um allt. (og þegar ég tala um að endurraða: henda í gólfið) það verður samt bara gaman!

laugardagur, janúar 03, 2009

gleðilegt ár!


góðan daginn og gleðilegt ár!
nýtt ár gekk í garð hér með hefðbundnum hætti eins og annars staðar, þ.e. tíminn leið...
við hjónaleysin borðuðum stórsteik hjá tengdó en komum svo heim til að horfa á skaupið, enda hefð fyrir því að fá þau hjalla og berglindi til okkar og vera memm fram yfir miðnætti. bæ ðe vei: okkur fannst skaupið frábært!!!
í gegnum árin hefur síðan verið haldið heljarinnar partý hjá okkur en vegna aðstæðna á markaði var það ekki gert núna. hjalli og begga fóru því á vit ævintýranna þegar búið var að skjóta upp en við gunni minn fórum fljótlega að sofa. við þurfum vísta að safna kröftum áður en dúettinn mætir á staðinn.
og talandi um dúettinn þá fer nú að styttast í það að hann komi í heiminn. bumban stækkar og stækkar og er mikið á iði, mamman sefur minna og minna og pabbinn er orðinn ansi góður í að klæða mömmuna í sokka. barnaherbergið er nánast tilbúið og augljóst að foreldrarnir verðandi töpuðu sér í bangsímon þemanu. nú þarf bara að fara að huga að brottför til höfuðborgarinnar þar sem krílin þurfa að koma í heiminn.
p.s. til pabba: nudge nudge vaggan þarf bráðum að verða tilbúin nudge nudge