mánudagur, ágúst 28, 2006

steliþjófar eru sumir skrítnir

var að horfa á fréttirnar eins og gengur og gerist. þar var sagt frá einhverjum vitleysingum í borgarnesi sem stálu tveimur hraðahindrunum!!! ég hélt að þjófar myndu bara stela einhverju sem þá bráðvantar eða geta fengið hrúgu af peningum fyrir. ja ekki er mér vitanlega mikið að fá fyrir hraðahindranir í undirheimum...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

af mjókkun og fleiru...

nú mjókkar maður sem aldrei fyrr ;) er ennþá dugleg að mæta fyrir allar aldir í ræktina en ætla að fara að skipuleggja það aðeins öðruvísi þegar kennslan byrjar. kemur í ljós hvernig það fer.
annars er skólasetning á morgun þannig að fjörið er að byrja.
er svo að fara í brúðkaup um næstu helgi uppi í sveit í lopapeysufíling hjá helgu dís og þórði. maður er annars varla búinn að jafna sig á brúðkaupinu um síðustu helgi hjá hjalla og beggu. það var ofsa gaman, mikið tárast (í athöfninni, enda syngur hún eva vinkona mín eins og engill!), mikið hlegið og drukkið og borðað og sungið og dansað (í veislunni, það hefði eflaust verið dónalegt að stunda svoleiðis lifnað í kirkjunni). svo ákváðum við gunni að vera ómenningarleg og fara ekki inn í reykjavík heldur skella okkur (ásamt fleirum úr veislunni) á pleijers og svo skemmtilega vildi til að greifarnir voru að spila. svo var bara labbað heim (ekki samt til eyja heldur í íbúðina hjá tengdó).
ég náði líka að hitta aðeins á lilju mína sem var stödd á landinu. hún er ekki enn farin að tala með frönskum hreim en lyktar eins og hvítlaukur (nei bara grín!). öfga gaman að hitta hana og ágúst örn litla sem er ekkert svo lítill lengur, alveg að verða 2.
svo var haldið heim í letikast dauðans en svo hélt leiðin að mjónunni áfram kl. 7.00 daginn eftir...

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

koma sooooo...

vildi bara monta mig aðeins: ég er farin að vakna rúmlega 6 á morgnanna til að fara í ræktina! ýkt dugleg en nú þarf ég aðeins að draga úr þessu: það verður samt ekki alla morgna þar sem ég er margfræg svefnpurrka og ég þekki sjálfa mig það vel að ég myndi fljótt gefast upp ef að ég þyrfti að rífa mig upp á rassgatinu á óguðlegum tímum alla daga. þannig að ég og hjálparhellan mín munum komast að samkomulagi fljótlega...
bíða ekki allir spenntir eftir að hitta mig næst? ég er alveg að verða há grönn og ljóshærð!!!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

öðððððga langt síðan ég bloggaði síðast enda hef ég verið tölvulaus uppi á landi svotil allan júlímánuð og svo kom nottlega þjóðhátíð og enginn tími til að blogga. og fyrir þá sem aldrei hafa verið á þjóðhátíð þá fer lítið fyrir öðru en glasalyftingum og úrsofelsi.
ástæðan fyrir veru minni uppálandi í júlí er auðvitað sú að mamma og lucy komu heim í byrjun júlí og hefur júlímánuður farið aðallega í það að lóðsa mömmu milli spítalastofnana í vestmannaeyjum og reykjavík og að hafa ofan af fyrir systur minni inn á milli. þetta var nú reyndar ekki á planinu en lán í óláni að hún skuli hafa veikst hér og að hún fái líklega bót meina sinna áður en langt um líður.
en nú fer að styttast í að maður fari að byrja að vinna við grunnskóla vestmannaeyja. en þangað til ætla ég að fá til mín lucy og heklu dóttur hans magga bró sem nóta bene er orðinn skólastjóri á snæfellsnesi, þ.e. maggi ekki hekla.
en þangað til seinna.....