laugardagur, júní 30, 2007

heima er best

það er æðislegt að vera komin heim. veðrið er búið að vera frábært og svei mér ef að mér hafi ekki tekist að sólbrenna aðeins.
en ég er þó búin að átta mig á því (aftur) að það er ekki nógu gaman að vera einn, sérstaklega ef maður er öðru vanur. til dæmis það að skipta með sér verkum. ég er búin að slá garðinn, þvo bílinn, skipta um batterí í músinni, þvo þvott, kaupa í matinn fyrir einn (sem er ekki auðvelt bæ ðe vei), mála grindverk hjá ástu steinunni og gauja o.s.frv. ég tel mig vera mikinn feminista og tel því ekkert eftir mér að gera þessa hluti, finnst reyndar að allar konur eigi að geta gert allt sem viðkemur viðhaldi heimilis, garðs og bíls (nema kannski alvarlegar viðgerðir sem þarfnast iðnaðarmanns). það er samt voða gott að geta samið um hver gerir hvað: ég skal slá ef þú þværð bílinn t.d.
það er heldur ekki bara það að skipta með sér verkum sem ég sakna. auðvitað er það líka bara að hafa gunna minn hjá mér. geta kjaftað við hann í staðinn fyrir köttinn (sem reyndar er ágætt), knúsað hann, borðað með honum og kúrt. ég t.d. vaknaði við það í nótt að ég ætlaði að faðma gunna minn að mér en faðmaði bara sængina hans. það fannst mér ekki gaman.
það styttist þó óðum í heimkomu gunna míns. einhvern tímann innan tveggja vikna að mér skilst. það fer að sjálfsögðu eftir veiðinni. dagleg símtöl draga aðeins úr söknuðinum en það skrítna er að stundum gera þau illt verra. það er sem ég segi nú eins og áður: ég er ekki að fíla að vera sjómannskona!

miðvikudagur, júní 27, 2007

af ættmennum og útilegu

ég er komin heim á eyjuna fögru eftir ótrúlega vel heppnað ættarmót. við keyrðum af stað tiltölulega snemma á föstudag, stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og meðal annars á hofsósi og átum þar dýrindis súpu eftir að afi hafði gefið vesturfarasetrinu bréf frá bróður afa sem flutti til ameríku aðeins 12 ára. svo var haldið sem leið liggur að nesi, tjaldað í garðinum og spjallað við fólkið sem kom aðvífandi í smáum hópum.
á laugardag opnuðu systkinin (mamma og co.) málverkasýningu í vitanum. ýkt skemmtilegt og óvenjulegt enda var þetta í gamla vélasalnum og gamla draslið fékk að halda sér en málverkin voru dreifð hist og her um salinn. mjög töff! svo æddum við í fjallgöngu nokkur saman (aðallega yngra liðið) upp einhvern dal (engidal, held ég) að vatnsbólinu og ofar en það og niður aftur. þá tók við rúntur í sund á sólgörðum í fljótum. eins og við ræddum þegar ofan í var komið þá var sundlaugin stærri í minningunni, en fyrir þá sem ekki vita er hún frekar lítil. þar var farið í kafsundskeppnir, boðsund og hvað eina, enda maggi bró og jonni einstaklega miklir keppnismenn. það eru til mýmargar sögur af því en það væri alltof langt mál að telja það upp hér. svo var haldið heim og tekið til við að grilla. farið var í leiki fyrir krakkana, vilborg var með gjörning og svo var upplestur frá möggu og dætrum. jón bjarki mangason las líka upp formála að bók sem hann er að skrifa, mamma las upp sendibréf frá henni til möggu á unglingsárunum og það verður að segjast eins og er: unglingar eru og verða unglingar! shift hvað þetta var fyndið.
seinna um kvöldið var farið í fótbolta úti á túni. peysur voru mörkin og boltinn var aldrei útaf, eins og í gamla daga. svo var setið og sötrað úti í garði, kjaftað og sungið.
sunnudagurinn fór í að ganga frá, borða afmælisköku í tilefni afmælis möggu móðu og keyra heim. og það tók lengri tíma en venjulega sökum ómældrar umferðar þegar nær dró rvk.

en þetta var ótrúlega vel heppnuð helgi, góð mæting og það er sko enginn svikinn af því að heimsækja ofurhjónin jonna og herdísi. bakkelsi í kílóavís og öllum velkomið að sofa inni í húsi ef vildi. þess má geta að við vorum tæplega 50. ég ásamt fleirum lét tjaldið duga þó napurt væri. en maggi bróðir kom með hugmynd að hafa aftur svona hitting eftir tvö ár í trékyllisvík á ströndum. ég er búin að tilnefna hann í nefndina.
sauðanesættbálkur: takk fyrir frábæra skemmtun og ég vonast til að hitta ykkur fljótt aftur!

miðvikudagur, júní 20, 2007

á leið á ættaróðalið


þá fer maður að pakka niður. ég er búin að finna til tjaldið og svefnpokann en restin er eftir. það er svo langt síðan að ég fór í útilegu að ég veit varla hvað þarf að taka með, jú nema auðvitað langbrækur og ullarsokka.

það vill nú til að tjaldbúðirnar verða settar upp við húsvegg ættaróðalsins þannig að við verðum ekki úti þó svo að kólni. annars er góð spá að mér skilst.

díjjjjj, hvað ég hlakka til. hef ekki komið á nes í 6 ár og það telst mikið þar sem við komum þarna á hverju sumri á árum áður. það verður stuð að hitta ættingjana sem annars hittast ekki nema í brúðkaupum og í árlegu partýi (sumir eru duglegri en aðrir að mæta) hjá ömmu og afa fyrir árneshreppsbúaballið (við höfum verið svo heppin að það eru ekki margar jarðarfarir búnar að vera).

hér fyrir ofan sjáið þið svo áningarstaðinn sauðanes við siglufjörð. heils...

þriðjudagur, júní 19, 2007

19. júní


jæja, ég vonast til að sem flestir hafi klæðst bleiku í tilefni dagsins.

fyrir þá sem ekki vita þá er 19. júní mikill hátíðisdagur. þennan dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (þ.e. 40 ára og eldri og þær sem áttu eignir, svo lækkaði aldurinn á einhverju árabili þar til þær voru jafnar körlunum. á endanum var rétturinn jafn hjá konum og körlum, hvort sem fólk átti eignir eða ekki.) og nú minnumst við þess að jafnréttisbaráttunni er ekki lokið þó margt hafi áunnist. og hvaða litur er betri til að vekja athygli á þessu en bleikur, enda með eindæmum áberandi og fallegur.

ég hef lagt mitt af mörkum og borið bleika litinn í dag. ég setti á mig bleikan klút í hjólatúrnum í morgunn, var í bleiku stígvélunum mínum í garðslættinum (úffpúff...) og klæðist nú bleikum kínaskóm og er með bleik sólgleraugu. það sem skyggir á þetta er nú það að ég hef ekki verið mikið úti á meðal fólks í dag þannig að mitt framlag hefur ekki verið áberandi. kannski ég skjótist í kaupfélagið til að sýna mig...

eigið góðan bleikan dag öll sömul!

mánudagur, júní 18, 2007

komin heim.......í bili alla vega. dreif mig heim í dag. kom við í hveró eins og áður var ákveðið og keypti blóm og cyprus. um leið og ég kom úr draumalandinu í herjólfi tók ég til við að setja allt stellið í potta með tilheyrandi drullumalli. ég held að þetta sé enn einn mælikvarðinn á að aldurinn færist yfir, komin með sumarblóm í potta við húsið sitt. þrátt fyrir þetta veit ég með vissu að ég er ekki með græna fingur, ástæðan: ég er með potta en ekki blómabeð. það er voða gaman að hafa fallegar jurtir í kringum sig en að þurfa að sinna því eitthvað það er ekki minn tebolli.
annars stoppa ég stutt hérna heima. fer aftur á fimmtudag því að stefnt er á sauðanes við siglufjörð á ættarmót mömmufjölskyldu. þar skal sofið í tjaldi ef veður leyfir, fara í fjallgöngur, borða góðan mat og hafa gaman með stórfjölskyldunni.


föstudagur, júní 15, 2007

er enn í borg óttans og er að sigrast á óttanum. vildi bara láta áhugasama vita að gunni minn sjóarinn er farinn að blogga og er kominn linkur hér með vinum og vitleysingum.
heils!

miðvikudagur, júní 13, 2007

bara blóm

er komin á fastalandið og ég var varla búin að leggja bílum heima hjá mömmu þegar við brunuðum í samfloti með vilborgu móðu og ömmu til hveragerðis.
þar var að sjálfsögðu farið í eden og étinn ís. svo var farið í sumarblómaleiðangur. amma og vilborg þurftu að versla soltið. og þvílíkt og annað eins úrval! ég er nú ekki mikil blómakona en ég þurfti að halda aftur af mér svo ég hefði ekki sjoppað þar til ég hefði droppað. en ég er svo upprifin eftir þessa reynslu að ég hef ákveðið að fara snemma af stað þegar ég fer heim og koma við í blómahafinu áður en ég fer í jólfinn. það verður því heldur en ekki blómaskrúð á ásaveginum í sumar!!!

þriðjudagur, júní 12, 2007

sumarfrí

já loksins loksins er konan komin í sumarfrí! síðasti vinnudagur í gær, var stuttur í annan endann þar sem lítið var eftir að gera. yndislegt að geta slappað af næstu tvo mánuðina.
annars verður maður á flandri meira og minna í allt sumar. upp á land og heim, upp á land aftur og heim, upp á land, til færeyja og heim, upp á land og heim og svo þjóðhátíð! (ég held alla vega að röðin sé svona)
gunni minn er farinn á sjóinn, fór í gærkvöldi. ég græddi smá meiri tíma með honum eftir sjómannadag því að það þurfti að græja síldarvélarnar fyrir vertíðina. en í gær var það búið og gunni minn sigldur norður fyrir land. að öllum líkindum sé ég hann ekkert aftur fyrr en rétt fyrir færeyjaferð þar sem þeir munu landa á þórshöfn á langanesi næstu vikurnar. jæja, þýðir ekkert að röfla yfir því, það verður þá líka bara miklu skemmtilegra að hitta hann aftur...
það er komin dagsetning á færeyjar, föstudagurinn 13. júlí (shift!) og komum heim aftur 20. júlí. við ætlum að vera grand á því og vera á hótel færeyjum allan tímann og leigja okkur bílaleigubíl 5 af þessum dögum. omg hvað það verður gaman!!! nú situr helga björk vinkona mín og öfundar mig, hehehehe....

ég vona að ég hafi ekki móðgað afmælisbörn maímánaðar þar sem ég gleymdi að telja þau upp (sorrý öddi og lú!). þess vegna ætla ég ekki að gleyma júníliðinu en afmælisbörn júnímánaðar eru mýmörg og ég ætla ekki að gleyma neinum:

eva hrönn, guðný, albert elías, pabbi, mamma, snorri stóri, ísland, árni dagur og auðvitað hún hekla mín. til hamingju öll sömul!