laugardagur, nóvember 25, 2006

verðlaun?

ég held ég fari bráðum að fá hin þekktu verðlaun LETIHAUGINN fyrir einstaklega fáar bloggfærslur núna undanfarna mánuði. ég held ég sé vel að þeim komin þó að ég geti ekki viðurkennt að ég sé mjög stolt af þessum titli. og eins og sannur letihaugur ætla ég að afsaka mig smá.
það hefur gengið á ýmsu: mikið að gera í vinnunniþar sem ég er að asnast til að leggja fyrir próf í gríð og erg og setja nemendum fyrir ritgerðir, er byrjuð aftur í kórnum, americas next og survivor taka tvö kvöld í viku, það hefur fækkað í dýrastofninum á heimilinu (blessuð sé minning Cassöndru) og ýmislegt sem ekki verður minnst á hér...kannski aðallega vegna gleymsku...býst við að það sé að ganga þar sem laila mín virðist þjást af því líka.
stefnan er að gera bragarbót á, spurning hvernig það mun ganga, en viljinn er til staðar þó að nennan sé það ekki alltaf...
hilsen...

mánudagur, október 30, 2006

hef reynt eins og rjúpan og fleiri að blogga. tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og ekki viljað pósta þessi frábæru skrif mín. að þessu sögðu kemur hér stuttur listi yfir hvað hefur verið í gangi hjá mér undanfarið.
  • fór um daginn upp á land. eyddi tímanum aðallega með mömmu og öðrum limum sem kenndir eru við fjölskyldu. hún er bara hress miðað við allt og allt. hún er að þyngjast, hún hefur ekki misst hárið og hún er ótrúlega orkumikil. lucy plumar sig vel í skólanum að sögn, dansar ballett eins og vindurinn og bíður spennt eftir því að fá að heimsækja uppáhaldssystur sína til eyja.
  • börnin mín voru í samræmdum prófum um daginn. held að þeim hafi bara gengið nokkuð vel en það kemur að sjálfsögðu í ljós þegar þar að kemur. einhverjir muna væntanlega mínar skoðanir á samræmdum prófum en læt það vera að viðra þær hér aftur. áhugasamir geta hringt eða sent mér póst.
  • er svo að fara á snæfellsnesið til magga bró og fjölsk. um helgina enda er að bresta á vetrarfrí.

tæknin farin að stríða mér ætla að prufa að senda þetta helv....

laugardagur, október 07, 2006

lundaball

lundaball tókst mjög vel og vel var tekið á því og dansað, talað og hlegið af miklum móð. sá samt enga lunda á dansgólfinu, bara á hlaðborðinu...

gunni minn stóð sig vel í skemmtiatriðunum en ekki eins vel að dansa við spúsu sína. ég var eiginlega allt kvöldið að skanna dansgólfið og reyna að ræna dansherrum og hitti einn mjög góðan en það var enginn annar en séra kristján, sá kann sko að tjútta!

elliðaeyjingar munu sjá um lundaballið á næsta ári. munu þeir toppa þetta? veit ekki, kemur í ljós.

og í framhaldi af þessari umræðu, þ.e. úteyjamálum, þá er gunni minn orðinn fjárbóndi. hann ásamt fleirum var að kaupa 6 nýjar rollur til að hafa í brandinum og þá eru þær orðnar samtals 10. þannig að næsta haust verð ég væntanlega að gera gúllas og hakk, svíða svið, taka slátur, saga niður hryggi og læri, frysta hjörtu, lifrar og nýru og allt annað sem fylgir sláturtíð í sveitum. reynslumeiri félagar mínir eru velkomnir til að hjálpa!

þannig að ég er ekki bara kona útgerðarmanns heldur bónda líka. er þetta ekki voða íslenskt eitthvað? ég er alla vega að fyllast þjóðrembu...

föstudagur, september 29, 2006

brandaraball????

já hvað er nú það. lundaballið er annað kvöld og að þessu sinni eru það bjargveiðimenn í eyjunni brandi (brandarar) sem sjá um gleðina. hann gunni minn er einmitt brandari og hefur sýnt geysilega leikhæfileika ásamt fleirum í skemmtiatriðum kvöldsins. ég er einmitt búin að fá að sjá smá...enda væri annað rugl þar sem ég bý nú með manninum.
já árshátíðirnar gerast ekki skemmtilegri en þetta, lundi eldaður á ótrúlegasta hátt, ógeðslega fyndin skemmtiatriði, sungið og trallað, skemmtilegt ball og miðnæturhumarsúpa fyrir fólk á öllum aldri sem hefur náð þeim áfanga að kaupa áfengi og tengist þessum vitleysingum sem finnst gaman að snúa fugla úr. alla vega hefur verið ýkt gaman í þau skipti sem ég hef farið og því hlakka ég ýkt til...
lundaball rokkar!!!!

fimmtudagur, september 28, 2006

omg!!!!

mér er orða vant, aldrei þessu vant...
ég er með kveikt á sjónvarpinu núna (sem er ekki í frásögur færandi) en í gangi er þátturinn: í sjöunda himni með hemma gunn á stöð 2. ég fékk kjánahroll um leið og raggi bjarna (sem reyndar er alltaf í flottum jakka!) kallaði á hemma til að syngja með sér...
ég er að hugsa um að segja upp áskriftinni af stöð 2 og afþakka viðskipti mín við 365, djöfulsins viðbjóður sem þessi þáttur er!!! er verið að hafa íslensku þjóðina að fífli??? það er ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er!

eins og þið kannski sjáið þá mæli ég ekki með þessari vitleysu....oj!

mánudagur, september 25, 2006

fyrir áhyggjufulla þá hrjá íþróttameiðslin mig ekki lengur! vei! eftir að óverdósa á bólgueyðandi og liggja eins og skata á hitapoka þá harkaði ég af mér og fór upp á land. jú stefnan tekin á mjög merkilegt kennaraþing Kennarafélags Vestmannaeyja. við eyddum u.þ.b. sólarhring á suðurlandinu í óvæntu roki, enda við ekki vön svona gjólu hér...hehehe... og hlustuðum á merkilega fyrirlestra og skeggræddum skólamál.
þegar kennaraþinginu var formlega lokið eftir skoðunarferð í sunnulækjarskóla á selfossi tók við alveg ógurleg bið. og eftir hverju? ó jú kvenskörungunum sem ég hugðist eiga helginni með í sumarbústað. að lokum komu þær og þær aðstoðuðu við að losna við íþróttameiðslin með pottasvamli og öldrykkju. svo bættist við góður matur og skemmtilegur félagsskapur, hlátrasköll og trúnó, sársaukafullt nudd og scrabble; allt sem þarf til að losna við hnúta í bakinu. (mæli eindregið með þessu!)
ekki nóg með að ég hafi losnað við íþróttameiðslin þá vann ég minn fyrsta bikar!!! (íþróttaferill minn hefur nefnilega verið non-existant)
ég er einstaklega stolt af þessum sigri sem var í spurningakeppninni Besta vinkonan. en þessi keppni mun verða árlegur viðburður héðan í frá og bikarinn farandbikar. þess vegna eyði ég öllum þeim stundum sem ég eyði inni á heimilinu þessa dagana í að pússa bikarinn eða að horfa á hann uppi í hillu inni í stofu. ég ætla sko að njóta þess að hafa unnið bikar! þið megið óska mér til hamingju núna. ég tek gjarnan við skeytum og heillaóskakortum!

miðvikudagur, september 13, 2006

ammli!

gleymdi einu!
elsku thelma rut innilega til hamingju með 14 ára afmælið! man enn kvöldið sem þú fæddist eins og það hafi gerst í gær. vonast til að hitta þig sem fyrst. knús og kossar...

íþróttabölið

jú ennþá er maður að hamast í ræktinni. og hressleikinn sem því fylgir hefur orðið þess valdandi að ég hef ekki haft orku til að halda mér vakandi yfir magna okkar. þar af leiðandi hef ég ekki getað tekið þátt í samræðum á kaffistofunni í vinnunni. en það kemur svo sem ekki að sök þar sem ég er alveg að verða ótrúlega mjó.
en nú verður frökenin að taka sér smá hlé frá lyftingum, hlaupabrettum og magaæfingum. og ekki er það af spennandi ástæðu! ónei! mér tókst að ná mér í íþróttameiðsl í ákafa mínum eftir mjókkun. náði að togna við hægra herðablað og er óvíg eftir. varð meira að segja að fara heim úr vinnu í morgunn alveg sárkvalin.
en þrátt fyrir þetta mótlæti er ég ekki af baki dottin, þó að ræktin bíði smá, að þá ætla ég upp á land á morgunn og vera mjög fagleg á kennaraþingi og að því loknu fara í geððeka ferð með lailu, evu og helgu dís í sumarbústað. vei!

mánudagur, september 04, 2006

ég hef verið heldur orkulaus til að koma með eitthvað sniðugt og snjallt á bloggið.
undanfarnar helgar hafa farið í brúðkaup (tvö, hjalli og begga (gott djamm þar og líklega farsælt hjónaband) og helga dís og þórður (býst við ofurfarsælu hjónabandi þar enda partýið ógleymanlegt í sveitinni)) og svo var fertugsafmæli um síðustu helgi (ýkt skemmtilegt, býst við að viðkomandi deyji í hárri elli í hlýju rúmi).
ekki nóg með það að maður sé nýbyrjaður að vinna og undanfarnar helgar ekki til þess fallnar að hlaða batteríin heldur þrauka ég enn í líkamsræktinni. það hefur orðið þess valdandi að ég er dottin útaf öll kvöld uppúr tíu. kannski er það líka aldurinn...
en nú þyngjast augnlokin enda klukkan orðin 22.10......zzzzzzzzz......

mánudagur, ágúst 28, 2006

steliþjófar eru sumir skrítnir

var að horfa á fréttirnar eins og gengur og gerist. þar var sagt frá einhverjum vitleysingum í borgarnesi sem stálu tveimur hraðahindrunum!!! ég hélt að þjófar myndu bara stela einhverju sem þá bráðvantar eða geta fengið hrúgu af peningum fyrir. ja ekki er mér vitanlega mikið að fá fyrir hraðahindranir í undirheimum...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

af mjókkun og fleiru...

nú mjókkar maður sem aldrei fyrr ;) er ennþá dugleg að mæta fyrir allar aldir í ræktina en ætla að fara að skipuleggja það aðeins öðruvísi þegar kennslan byrjar. kemur í ljós hvernig það fer.
annars er skólasetning á morgun þannig að fjörið er að byrja.
er svo að fara í brúðkaup um næstu helgi uppi í sveit í lopapeysufíling hjá helgu dís og þórði. maður er annars varla búinn að jafna sig á brúðkaupinu um síðustu helgi hjá hjalla og beggu. það var ofsa gaman, mikið tárast (í athöfninni, enda syngur hún eva vinkona mín eins og engill!), mikið hlegið og drukkið og borðað og sungið og dansað (í veislunni, það hefði eflaust verið dónalegt að stunda svoleiðis lifnað í kirkjunni). svo ákváðum við gunni að vera ómenningarleg og fara ekki inn í reykjavík heldur skella okkur (ásamt fleirum úr veislunni) á pleijers og svo skemmtilega vildi til að greifarnir voru að spila. svo var bara labbað heim (ekki samt til eyja heldur í íbúðina hjá tengdó).
ég náði líka að hitta aðeins á lilju mína sem var stödd á landinu. hún er ekki enn farin að tala með frönskum hreim en lyktar eins og hvítlaukur (nei bara grín!). öfga gaman að hitta hana og ágúst örn litla sem er ekkert svo lítill lengur, alveg að verða 2.
svo var haldið heim í letikast dauðans en svo hélt leiðin að mjónunni áfram kl. 7.00 daginn eftir...

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

koma sooooo...

vildi bara monta mig aðeins: ég er farin að vakna rúmlega 6 á morgnanna til að fara í ræktina! ýkt dugleg en nú þarf ég aðeins að draga úr þessu: það verður samt ekki alla morgna þar sem ég er margfræg svefnpurrka og ég þekki sjálfa mig það vel að ég myndi fljótt gefast upp ef að ég þyrfti að rífa mig upp á rassgatinu á óguðlegum tímum alla daga. þannig að ég og hjálparhellan mín munum komast að samkomulagi fljótlega...
bíða ekki allir spenntir eftir að hitta mig næst? ég er alveg að verða há grönn og ljóshærð!!!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

öðððððga langt síðan ég bloggaði síðast enda hef ég verið tölvulaus uppi á landi svotil allan júlímánuð og svo kom nottlega þjóðhátíð og enginn tími til að blogga. og fyrir þá sem aldrei hafa verið á þjóðhátíð þá fer lítið fyrir öðru en glasalyftingum og úrsofelsi.
ástæðan fyrir veru minni uppálandi í júlí er auðvitað sú að mamma og lucy komu heim í byrjun júlí og hefur júlímánuður farið aðallega í það að lóðsa mömmu milli spítalastofnana í vestmannaeyjum og reykjavík og að hafa ofan af fyrir systur minni inn á milli. þetta var nú reyndar ekki á planinu en lán í óláni að hún skuli hafa veikst hér og að hún fái líklega bót meina sinna áður en langt um líður.
en nú fer að styttast í að maður fari að byrja að vinna við grunnskóla vestmannaeyja. en þangað til ætla ég að fá til mín lucy og heklu dóttur hans magga bró sem nóta bene er orðinn skólastjóri á snæfellsnesi, þ.e. maggi ekki hekla.
en þangað til seinna.....

fimmtudagur, júlí 20, 2006

jæja...loksins...

heilir og sælir allir nær og fjær...
er búin að vera uppi á landi síðan fyrir úrslitaleikina í hm. (já ég veit enn tala ég um hm en það verður ekkert mikið...) að sjálfsögðu var ég ekki sátt við að mínir menn kæmust ekki í úrslitin hvað þá að þeir skildu ekki ná 3ja sætinu en það kemur önnur keppni eftir þessa. verst að figo verður ekki með þá...ætli ég verði ekki að finna mér þá annan til að vera skotin í? en hann er samt enn öfga flottur þó að ég hafi hneykslast soldið á skallamálinu...það er samt liðin tíð.
jæja eins og áður segir þá hef ég verið að þvælast uppi á landi. fór í síðbúið afmæli hjá evu (ýkt gaman!) og svo kom mamma en tíminn síðan hún kom hefur farið að mestu í að sinna henni í veikindum og koma henni á spítala. hún hefur einmitt ákveðið að gera skoðanakannanir á spítalamálum á íslandi, hefur farið á landspítalan við hringbraut og í fossvogi, spítalann í eyjum og er komin aftur á lansa við hringó. hún ber öllu saman vel söguna og ætlar meira að segja að láta skera sig upp við kvilla sem hefur hrjáð hana síðan í haust en enginn fyrr en núna er búin að átta sig á hvað var að. allri fjölskyldunni er mikið létt þar sem þetta er ekki alvarlegt og kannski verður hægt að gera eitthvað skemmtilegt líka í fríinu. annars höfum við lucy getað skemmt okkur milli spítalaheimsókna sem er vel.
og loksins er sumarið komið! og vonandi helst þessi blíða sem lengst, allir að leggjast á bæn!
í lokin: 16 dagar í þjóðhátíð!!!!!!

miðvikudagur, júní 28, 2006

ammli.....

nú er pása frá hm og engir leikir fyrr en á föstudag. verð að segja eins og er að manni hálfpartinn leiðist útaf þessu leikjaleysi. maður verður víst að bíta á axlirnar og finna sér eitthvað að gera.
einmitt þegar ég var að láta mér leiðast í dag þá mundi ég eftir ammæli! ójá hún Hekla Rut er 9 ára í dag. til hamingju með daginn elsku frænka!
sem ég fór síðan að hugsa um ammælið hennar Heklu þá mundi ég eftir fleirum sem ég hef gleymt að minnast á(enda hugurinn allur við fótbolta þessa dagana) og það eru þessi: Eva Hrönn þrítuga(3. júní), Guðný(5. júní), Albert Elías(14. júní), pabbi(15. júní) mamma og Snorri stóri(16. júní) og Árni Dagur. Til hamingju með daginn öll sömul! ég vil reyndar benda á að ég mundi eftir að óska þeim öllum til hamingju með daginn á viðeigandi hátt á réttum dögum. held að ég hafi munað eftir þeim milli leikja....
vonandi er ég ekki að gleyma neinum....sjjjiiii.....

mánudagur, júní 26, 2006

leikurinn í gær!!!

þá er það orðið opinbert kæru vinir og vandamenn: ég er fótboltabulla! horfði að sjálfsögðu á báða leikina í gær, fyrri leikurinn með eindæmum leiðinlegur en seinni leikurinn þeim mun fjörugri! eins og þið hafið kannski séð eru portúgalir mínir menn með figo í fararbroddi.
fyrir ykkur sem ekki sáuð leikinn þá er bara engan veginn hægt að lýsa honum í fáum orðum. dómarinn var einstaklega spjaldaglaður (höldum að hann hafi verið illa haldinn af gulunni) og tveir úr hvoru liði voru reknir útaf, einn úr portúgalska liðinu fór slasaður útaf (og hann grét ronaldo greyið) og ég veit ekki hvað og hvað. svo held ég að það hafi gleymst að segja hollendingum hvað fair play er. og á meðan öllu þessu stóð sat ég á barmi hjartaáfalls yfir þessu öllu saman, argaði og gargaði, tók andköf og greip fyrir augun. og eftir sex mínútur í uppbótartíma fóru mínir menn með sigur af hólmi með einu marki gegn engu.
scolari er sumsé búinn að ná opinberu takmarki á hm og allt annað verður plús. ég hef svo sem engar áhyggjur þannig af leiknum á móti englendingum enda slóum við þá út á em 2004.

og fyrir ykkur antisportista vini mína ekki hafa áhyggjur: þetta er tímabil sem gengur yfir. ég kem aftur til sjálfrar mín eftir úrslitaleikinn 10. júlí!

föstudagur, júní 16, 2006

gestir

um síðustu helgi komu pabbi og gulla og öddi og harpa. það var mjög gaman, mikið borðað, mikið spilað, mikið drukkið af bjór, mikið horft á hm og mikið hlegið. ekki var mikið hægt að vera úti vegna veðurs en okkur tókst þó að skemma næstum því grasið í garðinum við að spila víkingaspilið milli skúra.
pabbi og gulla fóru á sunnudagskvöld án þess að geta unnið í garðinum en öddi og harpa fóru á þriðjudag loksins þegar sólin fór að skína.
ég fékk ekki meira leið á þeim en það að ég er að fara til þeirra í fyrramálið með gubbólfi og þarf að keyra eins og vindurinn til að ná leiknum klukkan eitt.
já ég veit hvað þið hugsið: er nú antisportistinn farinn að fylgjast með íþróttaviðburðum? og svarið er JÁ TAKK!! það var meira að segja ég en ekki gunni sem vildi fá sýn og fékk það svo í gegn. ég missi helst ekki af einum einasta leik og er farin að besservissa um lið, leikmenn og leikfléttur! að vanda stend ég með mínum mönnum í portúgal með figo fremstan í flokki. fyrir ykkur sem ekki þekkið manninn, flettið þá upp í íslenskri orðabók undir orðinu karlmennska og þar er mynd af honum! það segir katla alla vega...
áfram portúgal!!!

fimmtudagur, júní 08, 2006

06.06.06.

bubbi fimmtugur og viðburðaríkur dagur hjá okkur hér á heimilinu.
ég var sett í það að taka upp tónleikana því ótrúlegt en satt þá ákvað gunni minn að fara með himma og fleirum til að prófa nýja paraseilið sem þeir félagar keyptu og fengu í pósti sama dag. ég var að hamast við að þrífa þar sem von var á ödda og hörpu daginn eftir. nú, ásta steinunn kom til að horfa á afmælistónleikana og ég lagði frá mér ryksuguna.
varla var liðinn klukkutími frá því að gunni fór og tónleikarnir hófust þegar hringt var úr símanum hans gunna að láta vita að hann væri staddur á spítalanum og hefði meitt sig soldið. var látin vita að ég yrði sótt. sjitt fokk piss hvað mér brá.
ég var sótt til að fara niður eftir og þar var gunni minn sárkvalin að láta lækninn skoða sig. það slitnaði nefnilega hanalöppin sem bundin var við bátinn og "fallhlífin" dró gunna minn um 100 metra eftir grýttri fjöru áður en hann endaði úti í sjó.
sem betur fer reyndist hann ekkert brotinn, en hann var lagður inn og svo kom í ljós að blætt hafi inn á vöðva í vinstri fæti auk þess sem hann er bólginn og marinn á bakinu, hægri síðunni og hægri fæti.
hann er líka orðinn ýkt frægur, búið að skrifa um hann í bæjarblaðinu og mogganum!!! geri aðrir betur.
hann var svo útskrifaður í dag, gengur við hækju en verður örugglega farinn að leika sér á paraseilinu áður en maður veit af.
ég hugsa samt að ég láti það aðeins bíða að fara í þetta dót...en ofurhugar þarna úti verið velkomnir!!!

laugardagur, júní 03, 2006

sumar sumar sumar...

vaknaði upp úr ellefu í dag eftir flutningspartý hjá snorra í nótt. var hress og kát, smellti mér í sturtu og var svo eiginlega í sólbaði í allan dag á pallinum hjá ástu steinunni. hrika gott veður og svei mér ef ég er ekki bara sólbrunnin. svo fórum við með grillið hennar ástu steinunnar og gaua á pallinn grilluðum rosa góðan mat og fengum okkur smá rautt með úti á palli!!! við ásta steinunn vorum einmitt að tala um hvað þetta var skandinavískt að sitja úti (reyndar með teppi yfir löppunum) og sötra rautt og bjór svo eftir það. ýkt kúl geðveikt! svona gerist bara á suðurhafsparadísinni. svo verður nú eiginlega að fylgja með að þetta var eiginlega doldið mikil þjóðhátíðarstemming á pallinum, gott veður og bjór, það er bara þjóðhátíð eins og alþjóð veit!!! juuuuuu hvað ég hlakka til þjóðhátíðar!

föstudagur, júní 02, 2006

skólaslit...

vei!!! er að fara á skólaslitin mín núna kl. 11.00. þrátt fyrir að skólinn sé tæknilega búinn núna á eftir þá eru samt tveir vinnudagar eftir helgina :-( en sumsé þá er sumarfríið rétt handan við hornið. kæruleysi, sól, sumarylur og frí, frí frí... gerist ekki betra! svo er nottlega hm að fara að byrja. fallegir karlmenn að elta bolta, sem hrækja og faðmast og kyssa hvern annan. er það ekki nokkuð mikið svona metró?
allavega verður figo með portúgalska liðinu svo að það er skylda mín að horfa! eins og katla komst að orði í kringum em: ef það væri mynd við orðið karlmenni í orðabók, þá væri mynd af honum þar mmmmmmmmm.......

þriðjudagur, maí 23, 2006

helgin

já helgin viðburðarík. júró og auðvitað ammælið hans ödda. fann ekki eins mikið fyrir fjarveru minni frá júrópartýinu á litla grikklandi þar sem ammælið var mjög skemmtilegt. fengum að horfa soldið á júró og videomyndin sem við familían bjuggum vakti mikla lukku.
elsku öddi uppáhalds litli bróðir minn: innilega til hamingju með 30 ára ammælið á sunnudaginn!

ég skemmti mér svo vel um helgina að maður er eiginlega orðinn veikur og það á versta tíma. prófatími, skóladagurinn að bresta á og svo framvegis..... ekki skemmtilegt. ég er einmitt komin heim eftir að hafa lagt fyrir stærðfræðipróf í morgunn og ætla fara yfir það hér undir teppi með te í krús. ég er með einhvern hita en ég ætla að ná þessu úr mér. hef ekki tíma í þessa vitleysu. hver verður líka veikur svona í sumarbyrjun??? á maður ekki að fá flensu á veturna??? andsk.....

fimmtudagur, maí 18, 2006

júró...

jebb, þá eru undanúrslitin búin og ekki komumst við áfram eina ferðina enn. leiðinlegt að silvía komst ekki áfram en svona er lífið, það geta ekki allir verið frá austur-evrópu...heheheh... en annars fínt sjóv. maður fékk skemmtilegan kjánahroll reglulega, engin júróvisjón án þess.
verð meira og meira miður mín með hverri mínútunni sem líður nær júró að komast ekki í árlegt partý hjá kötlu og örvari. neyðist víst til að mæta í 30 ára afmæli ödda bró, greyið, ég er búin að skamma hann ýkt mikið fyrir að halda upp á það þennan dag. þrátt fyrir þetta settbakk þá er ég ekki af baki dottinn (hehehehe....þið sem mætið til kötlu fattið djókið þegar þið komið þangað) og mun verða í smækkaðri mynd í gleðinni. áfram þýskaland! sehr gut! þýskir kábojar það er málið! atriðið sem ég ætlaði að vera með þó ég væri fjarstödd verður reyndar ekki. ég mun geyma það þar til ég get verið á staðnum...hefði örugglega fyndnara án mín en só bí itt!
fer sumsé upp á land á morgunn og kaupi mér örugglega svona vasasjónvarp svo ég geti horft á dýrðina í ammælinu...
alla vega allir sem verða heima hjá kötlu og örvari á litla grikklandi: ógeðslega góða skemmtun og farið varlega í 12 stiga skotin!
adjö!

föstudagur, maí 12, 2006

fleiri afmæli...

litla dýrið hún systir mín varð 14 ára í gær! djöf.... finnst manni maður orðinn gamall á svona stundum.
en alla vega innilega til hamingju með daginn í gær Lucy mín! ég vona að afmælispakkinn fari nú að koma til þín. knús og kossar til portúgal!

miðvikudagur, maí 10, 2006

samræmd próf

varð þeirrar gleði aðnjótandi að sitja yfir í samræmdu stærðfræðiprófi í klukkutíma í dag. mjög skrítin tilfinning að sitja hinum megin við kennaraborðið. mikið man ég eftir því að taka samræmdu prófin hér í denn og mikið er ég fegin að hafa bara þurft að taka 2 samræmd próf á sínum tíma!
aumingjans krakkarnir eru að taka 4-6 próf! þar að auki eru skiptar skoðanir um gildi þessara prófa en það er önnur saga... ætla ekki að fara að æsa mig yfir þessu...

sunnudagur, maí 07, 2006

fullorðins...

þegar ég var hjá lailu um síðustu helgi og ég hún og ólöf drukkum rauðvín í flöskuvís, þá fórum við að ræða hvenær maður verði fullorðinn. ég kom með þá óskaplegu speki að maður verði það í rauninni aldrei hversu gamall sem líkaminn annars verður. maður bíður eftir því mjög lengi að verða fullorðinn; að komast í menntaskóla, að komast inn á skemmtistaði, klára háskóla, fara að vinna, eignast íbúð/hús, mann, börn, hund og bíl. allt eru þetta mælistikur á það hvenær maður verður fullorðinn en í rauninni líður manni aldrei eins og maður sé orðinn það og maður bíður alltaf eftir því næsta sem hlýtur að láta manni líða eins og maður sé loksins fullorðinn. (ég hef t.d. fundið fyrir nýrri gerð virðingar fyrir mér eldra fólki eftir þessar pælingar)
nema hvað. að þessu sögðu þá hefur helgin hjá mér farið í mjög fullorðinslega iðju. (ég veit hvað sumir hugsa núna, dónarnir ykkar!!!) nei ekki tengdist það neinu í svefnherberginu heldur erum við gunni minn búin að vera að vinna í garðinum. hreinsa beð, háþrýstispúla pallinn og byrjuðum að bera á hann, rífa upp akkeri og hjól sem við vildum ekki hafa, rífa niður undarlegan pall við vesturhlið hússins og bera á grasfræ og áburð og svona mætti lengi telja. og þrátt fyrir þetta allt þá leið mér ekki fullorðins. ég var í bleiku stígvélunum mínum og þegar ég loksins kláraði beðið þá hoppaði ég af gleði og hrópaði: jei! (leit reyndar í kringum mig eftir á, kannski sá einhver "fullorðinn" mig)
semsagt. ég stend ennþá við þessa kenningu að maður verði ekki fullorðinn. kannski er ég bara svona seinþroska en ég hef heyrt fleiri nefna þetta. en kannski er maður bara umkringdur fólki með pétur pan- syndrome. sækjast sér um líkir segir máltækið en hvað segið þið?

föstudagur, maí 05, 2006

var að koma heim eftir vikudvöl í borg óttans. voða gott að koma heim og kisurnar voru alveg óskaplega glaðar að sjá okkur. notaði tímann í rvk til að hitta lailu mína og drekka töluvert af rauðu með henni og ólöfu (mjög gaman) og hitta pabba og gullu og annað slekti (líka mjög gaman).
fór ekki í 1. maí göngu (roðn...)
svo keypti ég loksins gardínu fyrir þvottahúsgluggann. ekki seinna vænna þar sem við erum bara búin að búa hér í tæpt ár. svo er spurning hvort að það taki nokkuð annað ár að hengja helvítið upp...
annars er heilsan öll að koma til eftir læknastúss vikunnar. er reyndar mjög þróttlítil en það kemur. mér skilst að klukkutíma svæfing sé eins og 3 vikna fyllerí þannig að þið kannski áttið ykkur á hvers vegna maður er svona máttlítill. ég stefni samt að því að vera komin upp úr þessu í síðasta lagi á sunnudag svo að ég komist með gunna mínum í tuðruferð. það er nefnilega spáð svo góðu veðri. sumarið er pottþétt að koma, alla vega segir siggi stormur það! jei...

fimmtudagur, apríl 27, 2006

gamlir draugar...

jahérnahér... jet black joe bara að gefa út nýja plötu! kannski eru þetta ekki mikil og ný tíðindi fyrir marga en ég var bara að uppgötva þetta í dag. er einmitt að hlusta á diskinn as ví spík í forhlustun á tonlist.is sem ég villtist inn á af tilviljun og só far er þetta bara alveg ferlega fínt! gamla sándið skín í gegn, ýkt kúl geðveikt!
minningarnar hellast yfir mann þegar maður hlustar á þetta enda var þetta eitt vinsælasta bandið þegar maður var ,,yngri"(vil ekki segja ungur...veit ekki af hverju...). eiðahátíðin ´93 (það var víst gaman þar þó að fáir hafi látið sjá sig) og fleira. ussussuss gaman gaman... og nú heldur gleðin áfram, jibbí!!!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

hljóð

fór að velta því fyrir mér hvers vegna sum hljóð láta manni líða vel en önnur ekki. ég t.d. heyrði í hrossagauknum í fyrsta skipti í dag eftir veturinn og mér varð alveg hlýtt inn í mér. þetta er eitthvað svo vinalegt þegar maður heyrir eitthvað svona sem vekur upp ljúfar minningar frá löngu liðnum sumrum á héraði.
sum hljóð láta mann þurfa að pissa, sbr. rennandi vatn.
sum hljóð láta hárin rísa, sbr. að klóra krítartöflu (algjört ógeð!!!)
sum hljóð láta mann fara að hlæja, sbr. prump (hehehe....maður fer bara að flissa við tilhugsunina)
og sum hljóð gera mann hræddan, sbr. bíll að snögghemla (enda er ég tryllt bílhrædd)
en ætli þetta sé ekki allt saman einstaklingsbundið...(og fyrir ykkur sem vitið um lærðar rannsóknir um áhrif hljóðs á mannssálina þá ussssssss........)

föstudagur, apríl 21, 2006

gleðilegt sumar allir saman!
það var blíða hér á suðurhafsparadísinni á sumardaginn fyrsta. ég skellt mér í göngu til að reyna að losna við páskaspikið. sól skein í heiði, ég heyrði lóuna syngja dirrindí, sá að það er komið mikið af fýl og vonaðist til að sjá lunda en var ekki svo heppin. hann er víst reyndar sestur upp þannig að opinberlega kom sumarið um 12. apríl hér í eyjum. svo hí á ykkur sem ekki hafið lundabyggðir til að flýta fyrir sumarkomunni!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

páskafrí...

páskafríið búið... kom heim í dag. alltaf gott að komast heim og kisurnar fögnuðu okkur vel og innilega.
við höfðum það þrusugott. á laugardag var okkur boðið í mat hjá kötlu og örvari ásamt lailu og lúlla og pollyönnu. enska var tungumál kvöldsins þar sem pollyanna kemur frá konungsríkinu englandi. mjög gaman, góður matur, gott rauðvín og góður bjór. katla og örvar takk fyrir gott boð!
sunnudagurinn fór í að jafna sig eftir matarboð kvöldsins áður og svo var farið í mat til pabba og gullu. þar fengum við að sjálfsögðu alveg rosagóðan mat og vorum í góðum félagsskap ödda og hörpu og krakkanna hennar gullu. mjög notaleg kvöldstund!
svo rann upp mánudagurinn bjartur og fagur. plan dagsins: sjæna sig, mæta í fermingarathöfnina hennar Thelmu Rutar og svo éta á sig gat í veislunni... og þetta gekk eftir. Thelmu tókst að fermast með glæsibrag í háteigskirkju og svo tjilluðum við í smá stund og svo var haldið til veislu. Thelma mín er orðin glæsileg ung stúlka og þó svo að ég hafi velt því fyrir mér að halda ræðu þá hætti ég við það um leið þar sem ég var orðin grátklökk við tilhugsunina... já svona er þetta með mann. ég held að Thelma hafi verið mjög fegin þegar ég sagði henni frá þessu! það er erfitt að vera unglingur sem skammast sín fyrir allt og fá svo kannski gamla frænku sem bullar og grenjar í fermingarveislunni manns! en hún slapp við það blessunin...
innilega til hamingju með daginn elsku Thelma Rut!!!
svo fórum við í bíó um kvöldið. á lucky no. slevin. helv... góð mynd, mæli með henni.
svo vöknuðum við fyrir allar aldir til að græja sig fyrir heimferðina. mæli með herjólfi þegar maður er sybbin, það er nánast ekkert eins gott og að sofa um borð í jafnmikilli blíðu og var í dag...zzz... og svo: there´s no place like home!

laugardagur, apríl 15, 2006

enn eitt ammælið...
elsku maggi stóri bróðir til hamingju með 35 ára afmælið! megir þú eiga fjörugan dag í danaveldi og þá segir maður að sjálfsögðu skaal!

annars er allt í gúddí. er á fastalandinu í páskafríinu og eyði því með vinum og vandamönnum. og svo verður ferming á mánudag. thelma rut hans magga er að komast í fullorðinna tölu og að sjálfsögðu verður maður viðstaddur það. það versta við þetta er að manni finnst maður orðinn gamall þegar börnin í fjölskyldunni eru orðin svona stór! ég man eins og gerst hafi í gær kvöldið sem hún thelma mín kom í heiminn. þá fór ég ásamt fleirum á tónleika sem kenndir voru við kók enda haldnir í vífilfelli ehf. að þeim loknum fóru allir niðrí bæ og þar var hringt úr tíkallasíma upp á fæðingardeild til að fá fréttir af barnsfæðingunni... bæ ðe vei hefur einhver séð tíkallasíma nýlega?
já tímarnir breytast og mennirnir eldast...

sunnudagur, apríl 09, 2006

gamlar og góðar...

var að enda við að horfa á gullmola á tcm sjónvarpsstöðinni. þetta var hin ,,víðfræga" seven brides for seven brothers. ég hafði einhvern tímann séð byrjunina á henni og ákvað því að láta vaða og klára hana. söguþráðurinn var að ung kona giftist manni sem býr í afdölum í ameríkuhreppi. þegar hún mætir á staðinn á hann 6 bræður sem eru hálfgerðir villimenn. myndin sumsé gengur út á að finna konur handa þessum 6 bræðrum og besti parturinn við hana er að þetta er dans og söngvamynd! ógleymanlegt var atriðið þar sem bræðurnir 6 voru úti í skógi að höggva við í eldinn um hávetur. að sjálfsögðu brustu þeir í söng og dönsuðu eins og vindurinnmeð axir og sagir í höndunum. einstaklega fyndið að sjá rednecks dauðans syngja ljúft lag og hoppa um eins og ballerínur.
eina sem hægt er að segja núna: they don´t make them like they used to!

laugardagur, apríl 08, 2006

þjóðhátíð?

vatt mér í göngu skömmu eftir hádegið. lognið er á aðeins minni hreyfingu í dag en síðustu daga, sólin skín og því tilvalið að klæða sig í þrammbúnaðinn og halda sína leið. ákvað að nenna ekki í einhverjar alvarlegar brekkur þannig að ég labbaði inn í dal og til baka. og vá hvað er komið mikið af tjöldum! styttist óðum í þjóð hátíð ha?!?!?!?!

föstudagur, apríl 07, 2006

nú hellast afmælin yfir!

nei, ég er ekki að ruglast. afmæliskveðja annan daginn í röð.
nú er það hún Lilja mín sem á afmæli í dag og er ekki nema tuttuguogtólf ára! elsku vinkona innilega til hamingju með afmælið! njóttu dagsins í faðmi fjölskyldunnar í vorinu í france. sendi til þín knús og kossa í huganum alla leið til þín þó langt sé að fara. ;-)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Litli skæruliðinn í fjölskyldunni á afmæli í dag. Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Sigríður Birta! vonandi heldur þú foreldrum þínum áfram við efnið, þeir eiga sko ekkert með að liggja í leti í stað þess að elta þig út um allt. hehehe... maggi og helga lind til hamingju með dótturina! hlakka mikið til að hitta ykkur um páskana.
knús.

mánudagur, apríl 03, 2006

jæja nú er komið nóg af kulda og snjó!!! búið að vera viðbjóðslega kalt á suðurhafsparadísinni eins og á norðurey (a.k.a. ísland) og ég segi bara hingað og ekki lengra. er farin að þramma um eyjuna fögru á hverjum degi til að reyna að losna við spikið og er það vel. en ómægod hvað það hefur verið kalt undanfarið! svo í dag gekk ég sem leið lá um nýja hraunið og hafði ákveðið að taka soldið stóran hring heim en hvað gerist? sé ég ekki hvar óveðursskýin hrannast upp yfir dalfjallinu og stefna hraðbyri til mín. nú hvað gat ég annað gert en að stytta mér leið annars hefði ég getað orðið úti! þegar ég var á sprettinum heim brast á þetta líka haglélið og mátti litlu muna að það litla hold sem stóð út undan húfu og háum úlpukraganum hefði verið illa útleikið undan grjóthörðu haglélinu.
að þessu sögðu krefst ég þess að nú verði settar fram kröfur og safnað undirskriftum sem verða síðan sendar veðurstofunni. ég heimta að nú fari þeir félagar að senda okkur vorveður, takk fyrir túkall.

föstudagur, mars 31, 2006

ég er alveg sammála evu vinkonu minni að það verður erfiðara að blogga eftir því sem lengra líður milli blogga. bæði hefur það verið leti og svo þessi leiðinlegu tæknimál sem verða þess valdandi að færslurnar týnast þegar kemur að því að pósta.
en gleði gleði gleði, best að reyna eina ferðina enn.
leikfélagið búið að frumsýna nunnulíf (fyrir þá sem ekki þekkja er það sister act í leikbúningi) og ótrúlegt en satt þá líður sýningin ekki fyrir það að ég skuli ekki vera að leika ;-). maður heldur sig til hlés í þetta sinn. mitt hlutverk hefur verið að vinna í leikskránni og svo taka við peningum sýningargesta. ágætt þar sem úrslitin í idolinu eru að bresta á og þá á maður frí til að horfa í beinni. alla vega þá er þetta ofsa skemmtileg sýning og allir að bregða sér á eyju dauðans til að sjá skemmtilegt leikhús!
annars er lítið að frétta. gunni minn alltaf uppi á landi að vinna og ég því grasekkja á virkum dögum. eins gott að ég á þessa fínu sláttuvél...heheheh....

föstudagur, febrúar 24, 2006

nú erum við gunni minn orðin menn með mönnum. búin að eignast lappa og erum með þráðlaust net! vúhú! almennilegt ekki satt? þá getur maður hangið fyrir framan tölvuna annarsstaðar en innilokaður í herbergi og þó svo að annað okkar sé í tölvunni getur hitt líka farið í tölvuna...magnaður andsk....
annars hefur flensuviðbjóðurinn sem hrjáði gunna minn í síðustu viku breiðst út og hefur nú lagst á mig og bínu (nýja gælunafnið hennar cassýar). erum núna hóstandi og hnerrandi hvor í kapp við aðra. hef samt harkað af mér og mætt í vinnuna síðustu þrjá daga (er ekki nógu veik!!!) og er að fara í fertugsafmæli á morgunn þannig að maður þarf að reyna að hressa sig við.
vegna alls þessa fór ég að velta fyrir mér fyrirbærinu hori. er einhver maskína inni í manni sem framleiðir þennan viðbjóð sem flæðir út um nasirnar á manni þessa dagana? þegar maður er sprækur er þá verkfall í horverksmiðjunni? ætli ég sé kannski komin með óráð farin að velta þessari vitleysu fyrir mér? best að skríða upp í með hitapoka og korktappa í nefi.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

parlez vous francais?

tíminn líður hratt eins og þar stendur. alltof langt liðið frá síðasta bloggi, þetta er eiginlega farið að verða venja frekar en undantekning hjá mér en það verður að hafa það...
maður er svona að byrja að jafna sig eftir tónleikana (depeche mode rúlar!!!) enda er maður búinn að vera á þeytingi síðan. en mikið var gaman að koma til lilju og félaga í meximeux. vel þess virði að eyða svona miklum tíma í ferðalög fyrir svona stutt stopp. það var reyndar skítakuldi allan tímann en eins og lilja orðaði það svo skemmtilega þegar við vorum norpandi í kuldanum í lyon: það er örugglega voðalega huggulegt hér á sumrin!!! og það er örugglega hárrétt! hlakka til að fara þangað aftur þegar hlýrra er orðið, til að borða snigla a la ari páll og sötra á frönsku rauðvíni sem er haldið við rétt hitastig í þartilgerðum skáp.
elsku lilja og fjölskylda takk æðislega fyrir mig, ég á eftir að lifa á þessari ferð lengi.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

sjaldséðir hvítir eða þannig....

hei fans....
hef ekki getað póstað eða hóstað neinu hér inn vegna tæknilegra örðugleika.
átti frábær jól og áramót eins og vonandi flestir (skrifaði einmitt heillangan pistil um jólaspikið sem aldrei komst inn útaf þessu rugli...)
en er eins og er í smábænum meximeux í france hjá henni lilju minni ennþá hálfdösuð eftir geggjaða tónleika með depeche mode í lyon í gær...sjitt fokk piss hvað var gaman.
fer heim aftur á morgunn (búhú...) en æll bí bakk! hvenær sem það annars verður.
huxið til mín á morgunn meðan ég ferðast heiminn hálfan til að komast til eyjunnar fögru!