föstudagur, september 30, 2005

jessörí bobb æm alæv!
jebb maður var svona í smá pásu....hemhem...þær verða eflaust einhverjar nú þegar æfingar eru hafnar á fullu í leikfélaginu. maður fórnar því að nördast fyrir listina eða hvað? kannski er þetta bara húðleti sem veldur því. en reyndar hef ég verið í vinnu fram undir kvöldmat undanfarnar tvær vikur (og nota bene er ég yfirleitt búin að kenna um 12.30) og kvöldin hafa farið í æfingar hjá l.v. (þá er ég ekki að tala um lúðrasveitina!) og svo eftir æfingar þarf maður að vinna upp áhorf á þeim sjónvarpsþáttum sem maður lét taka upp fyrr um kvöldið, svo loks drattast maður í rúmið. þetta verður svo eflaust svæsnara eftir því sem líður á æfingatímabilið... en djöfull er þetta nú gaman... þ.e. ekki sú ofurþreyta sem maður er allar helgar að reyna að yfirbuga með ómældum svefni, heldur það að taka þátt í svona frábæru leikriti. ýkt kúl geðveikt! ég hér með ætlast til að allir sem vettlingi geta valdið komi nú á sýningu og sjái skvísuna í hlutverki ofursexý nornar sem búin er að sminka yfir baugana. ýmislegt á sig lagt fyrir egóið ha?

laugardagur, september 10, 2005

brandari frá gunnari þór. takk gunnar!

Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar
hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér.
Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,
"ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annar slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega.
Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn "Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Herjólfur"
já rosalega getur maður verið rólegur í tíðinni... enda hefur rignt töluvert hér...held að monsoon rigningarnar hafi komist alla leið til suðurhafsparadísarinnar. en öll él styttir upp um síðir eins og þar stendur þó svo að þessi él hafi verið bráðnuð þegar þau féllu til jarðar.
eva og þór voru hér um daginn, óvænt framlenging á fríinu þeirra, okkur gunna til ómældrar gleði. að vanda var gleðin pumpuð upp með smá áfengi og varð enn skemmtilegra fyrir vikið. lundinn og tríkot og kvöldið fullkomnað! en nú eru þau farin aftur og maður bara tárast við tilhugsunina...en nú styttist í að laila mín komi heim og svo koma eva og þór nottlega aftur í kringum jólin. vei!
skólinn er byrjaður á fullu og nóg að gera. var eiginlega búin að gleyma því hvað það tekur á að siða annarra manna börn til og reyna að kenna þeim eitthvað í leiðinni. ég held að til þess sé leikurinn gerður með þessu ,,langa" sumarfríi. að kennaragreyin gleymi púlinu og puðinu yfir sumartímann svo að þeir hætti ekki að kenna og fara út á einhverjar aðrar brautir mismikið betur borgaðar...
nýtt leikár er byrjað hjá okkur í l.v. og meistarastykkið skilaboðaskjóðan verður sett upp nú á haustmánuðum. jors trúlí gat nottlega ekki setið á sér og tróð sér í lítið hlutverk. (maður var kominn með fráhvarfseinkenni...) tek að mér hlutverk nornarinnar og ég hef heyrt því fleygt að ég þurfi víst ekki að leika mikið....hehehee....en reyndar er ég á smá sérsamning við leikstjórana þannig að ef málin fara að þróast eitthvað þá má ég draga mig útúr þessu. en málin ganga sumsé mjög hægt og ef það er eitthvað sem ég er að læra þá er það þolinmæði!(þið fattið sem eigið að fatta)
annars eru vestmannaeyingar mest að tala um útboð herjólfs og sameiningar skólanna í saumaklúbbum, á kaffistofum og í skýlinu. jú og auðvitað nýtt kvótaár....má ekki gleyma því. ef þið viljið fræðast meira um þau mál bendi ég á eyjafrettir.is og fleiri tengda miðla.