föstudagur, mars 28, 2008

ég er hér enn

og get ekki annað.
stutt og laggott af undanförnum vikum: fékk frábæra gesti um páskana, lailu og lúlla, gunni minn var heima og allt í lukkunnar velstandi. eva og þór á eyjunni og mikið haft gaman. er búin að fara í fyrstu tuðruferð ársins á lánstuðru í nístingskulda, en djöf... var gaman. vinn sem aldrei fyrr og sel miða í leikhúsinu um helgar. gunni minn farinn aftur á sjó og við kisi kúrum okkur á kvöldin fyrir framan imbann. rólegt sumsé á eyjunni fögru.

föstudagur, mars 14, 2008

frumsýning


í kvöld er l.v. að frumsýna hárið. miðað við það sem ég hef heyrt þá lofar þetta rosalega góðu. ég gat að sjálfsögðu ekki haldið mig alveg frá þessu og vann í leikskránni, hún er líka ein sú flottasta sem gerð hefur verið! svo er ég að græja mig í að fara niðrí miðasölu þar sem ég mun standa vaktina, alla vega í dag og á morgunn og jafnvel oftar. svo mun ég berja augum nýjasta sköpunarverk míns ástkæra leikfélags.

við leikara, söngvara og hljómsveit vil ég segja: breik a legg.

við alla leikfélagsmeðlimi segi ég: gleðilega hátíð!

mánudagur, mars 10, 2008

já, ég veit...langt síðan síðast en andinn hefur bara ekki verið yfir mér undanfarið.
fréttahaukar sem ég þekki vita það að sjálfsögðu að loðnuvertíðin fór aftur í gang en er nú senn að ljúka þar sem hrygning er að bresta á. gunni minn hefur rétt komið heim í mýflugumynd og ég hef varla getað knúsað hann neitt. en þegar vertíð lýkur stoppa þeir kannski eitthvað heima, vonandi fram yfir páska.
ég hef örlítið verið á þvælingi til borgar óttans. hitt þar fjölskyldu og vini í góðum gír. meira að segja splæsti ég í flug um helgina síðustu til að komast í árlegt fjölskyldupartý hjá ömmu og afa. þar var sungið við undirleik míns ástkæra bróður, látið eins og vitleysingar, spjallað og haft það notalegt. alltaf jafnskemmtilegt og frábær hefð sem mér finnst að fleiri eiga að taka þátt í ef þeir mögulega geta. þetta er nefnilega skemmtilegt fólk sem ég á. og það er ekki verra að pabba megin er fjölskyldan helv... skemmtileg líka. hvernig yrði það ef þessu liði yrði öllu smalað saman? það yrði örugglega geggjað enda miklir húmoristar báðum megin og söngfólk. kannski ég fari bara að plana það...