mánudagur, apríl 30, 2007

jæja var að fá skilaboð frá gunna mínum. þeir eru á leiðinni í land. þeir voru að fylla núna í morgunn kl. 08:00 og eru lagðir af stað heim og verða heima milli 14:00 og 15:00 á morgun þriðjudag. þetta gekk allt mjög vel og þeir voru að fiska alla í kaf þarna á bleiðunni. fótreipið og höfuðlínan voru í fínu standi og rússinn og stertinn héldu í öllum köstunum, var stundum bras með smokkinn en það reddaðist alltaf, þeir eru núna að fara að slaka belgnum til að hreinsa hann, reimuðu pokann frá og settu í nótakassann. svo var ekkert bras með stikkið í þessum túr, en þeir skiptu um bakstroffu í byrjun.
frábært að heyra þessar fréttir og nú fer maður bara að hlakka til að sjá gunna sinn. kannski við förum bara í kröfugöngu þegar hann kemur heim! gleðilegan 1. maí!

3 ummæli:

Skoffínið sagði...

Jáááá.....þessir sjómenn...maður skilur bara ekkert í þeim. Þeir eru svo lengi í burtu alltaf að þeir hafa með tíð og tíma þróað með sér sitt eigið tungumál. Ætli hver bátur sé með sína mállýsku, hvernig er það?

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra þig rifja upp þessa sérstöku orð sem tengjast sjómennskunni. Þetta minnir mig bara á þegar þú varst á kafi í útgerðinni á Drífunni og ævintýrið með flugfiskinn.

Nafnlaus sagði...

Jaaáá þú meinar, það var gott að þeir skiptu um bakstroffu þarna í byrjun hjúkket, svo er líka soldið leiðinlegt þegar að það er alltaf bras með þennan bölvaða smokk. En fegin að þetta gekk allt vel. Kveðja hin grasekkjan á Ásaveginum