mánudagur, febrúar 23, 2009


ég hefði átt að þusa meira um fólk sem eyðir meiri tíma á facebook í stað þess að blogga. þann stutta tíma sem ég hef til að skjótast í tölvuna þá fer ég frekar á fésið en hingað...(roðn)

en alla vega...lífið er yndislegt hjá okkur litlu stórfjölskyldunni. dúettinn dafnar vel og stækkar. foreldrarnir eru yfirleitt alltaf syfjaðir meðan þeir sinna þeim verkum sem þarf að sinna; gefa börnunum, skipta á börnunum, klæða börnin, hugga börnin, þvo af börnunum, baða börnin... inn á milli gefst þó tími til að hringja kannski í einhvern einn, skjótast í tölvuna, gleypa í sig mat, skella sér í sturtu eða jafnvel taka eina leggju. ég hef ætlað mér að stofna barnalandssíðu fyrir dúettinn en eins og sést gefur maður sér ekki tíma í það. nógu erfitt er að setja inn myndir á fésið, það tekur nefnilega svo langan tíma.

í gær hefði átt að vera fæðingardagur dúettsins miðað við 40 vikna meðgöngu. í tilefni dagsins fórum við með liðið í fyrsta sinn út í vagninum. við röltum einn snöggan hring í bænum og heim aftur. það var æðislegt að komast út og hreyfa sig soltið og ekki er laust við að maður hafi verið beinni í baki og rogginn á svipinn þegar maður ýtti vagninum á undan sér. ég hlakka til þegar maður getur farið að gera þetta reglulega.

mánudagur, febrúar 09, 2009

komin heim...

...á eyjuna fögru með nýju vestmannaeyingana.
við útskrifuðumst af spítalanum mánudaginn 2. febrúar og eyddum 4 dögum í að taka á móti gestum, nefna börnin og halda veislu í tilefni af nafngiftinni.
englarnir okkar fengu nöfnin Erlendur og Arna í höfuðin á öfum sínum og buðum við nánustu fjölskyldu í kaffi í tilefni af því. afarnir voru að sjálfsögðu rosalega glaðir og stoltir af þeim heiðri að fá nafna og nöfnu og við ætlumst auðvitað til þess að þeir dekri sérstaklega við börnin vegna þessa.
annars voru vinir og vandamenn einstaklega duglegir við að heimsækja okkur og þegar við héldum heim þurftum við nánast að panta flutningabíl til að koma öllum gjöfunum til Eyja. það kemst lítið annað í bílinn en við og krakkarnir og smá farangur. (við sjáum fram á að þurfa að kaupa okkur stærri bíl...)
heimferðin gekk vel og þykir einsýnt að krakkarnir séu hinir mestu sjóhundar, alla vega sváfu þau vel í herjólfi og gáfu foreldrum sínum því tækifæri á að hvíla sig líka.
en það besta af öllu var að komast heim á ásaveginn. kisilíus tók vel á móti okkur þó hann skilji ekki alveg ennþá alla þá athygli sem krílin fá, ég held hann sakni þess að vera aðalnúmerið. eftir að hafa komist heim þá skil ég ennþá betur þetta orðatiltæki: hóm svít hóm!

sunnudagur, febrúar 01, 2009

dúettinn mættur á staðinn.

nú er ósk okkar um að verða foreldrar orðin að veruleika!
þegar við mættum galvösk til skoðunar mánudaginn 19. jan. var bumbukonan bara lögð inn med det samme. ástæðan: meðgöngueitrun. ekki skemmtilegt en hei, svona er þetta bara. það var vel fylgst með öllu hér á landspítala háskólasjúkrahúsi og passað upp á að bumbubúar hefðu það gott og til þess að þeir hefðu það gott þurfti hýsillinn að hafa það sæmilegt líka.
á endanum var ákveðið að ráðast í keisaraskurð þriðjudaginn 27. janúar. og tvíburi a (stúlka) fæddist kl. 13.51 e.h., 2710 grömm og 47 cm og tvíburi b (drengur) fæddist kl. 13.52 e.h., 3205 grömm og 50 cm.
síðan höfum við verið hér á sængurkvennadeild og bíðum spennt eftir því að komast heim. við ætlum nú samt að stoppa aðeins í borg óttans til að sem flestir geti nú hitt á prinsinn og prinsessuna. áhugasamir hafi samband!