fimmtudagur, apríl 24, 2008

sumardagurinn fyrsti


nú er sumarið komið opinberlega á íslandi. á eyjunni fögru birtist sumarið með hægum vindi og mjög lágum skýjum. ég bíð spennt eftir sólinni.
gleðilegt sumar öll sömul!

miðvikudagur, apríl 23, 2008

þar sem ég ligg veik heima og hef ekkert annað að gera en að horfa á varp það er kennt er við sjón þá fór ég ekki varhluta af fréttum í dag. þar bar hæst mótmæli trukkabílstjóra við suðurlandsveg.
ég er hlynnt því að verið sé að mótmæla of háu bensínverði. peningurinn sem maður eyðir í eldsneyti er skandall.
fréttirnar sem ég sá byggðust flestar á því að hallað var á lögguna fyrir fasíska tilburði. ég ætla ekki að leggja dóm á það, enda var ég ekki á staðnum, og ég býst við að þeir hafi brugðist við eins og þeim þótti réttast í stöðunni. að nota meis eða ekki? örugglega erfitt að meta þegar staðan var orðin svona.
en það sem mér fannst mest svekkjandi við þessa atburði var að þarna myndaðist múgæsing sem er þessum málstað ekki til framdráttar. þarna birtist misviturt fólk sem gerði allt (g)eggjað og að auki fór lögregluþjónn á spítala eftir að hafa fengið grjót í höfuðið.
mótmælum áfram en gerum þetta ekki að stríði við lögguna. löggurnar eru jú bara í vinnunni sinni og finnst alveg örugglega ekki gaman að standa í svona veseni.
spurning hvort við eigum ekki bara að bojkotta bensínstöðvarnar í smá tíma, þá kannski lækka olíufélögin þetta bara sjálf án afskipta ríkisins?

þriðjudagur, apríl 22, 2008

lasarus

vorið góða grænt og hlýtt sem græðir víst fjör í dalinn er komið og ég er veik heima... hef sloppið alveg í vetur meðan allir aðrir hafa legið með hor og hósta. ég hélt að flensutímabilið væri búið en nei, ég þurfti að ná í skottið á því...djö.....
og ekki nóg með að ég sé lasin þá er ég ein heima því gunni minn er á sjó. ég þarf þá víst að sjá um mig sjálf og ekki nóg með það hef ég engan til að vorkenna mér.
en gunni minn og þeir á huginn komu heim til að landa um helgina en fóru aftur á laugardagskvöld. þeir eru því tiltölulega nýkomnir á miðin. þeir misstu pokann og því fór það hal fyrir lítið. en svo settu þeir nýja pokann út og pössuðu að stúrmestrássið passaði við höfuðlínustykkið, þannig að þetta hefur haldið ennþá. kassaþvingulegurnar stjórnborðsmegin hafa líka staðið sig meðan badervélarnar vantar sanspanaríum. en ef að svona heldur áfram þá fylla þeir fljótt og vel og landa jafnvel í Shetlandseyjum, það er þó ekki vitað fyrr en í kvöld. en þegar næst verður landað heima ætlar gunni minn að fara í frí þar sem sauðburður er að bresta á í brandinum.
vonandi verð ég laus við flensuna þá...