síðasti vinnudagurinn í dag. frá og með mánudeginum er ég komin í óléttuorlof þar til A og B fæðast og þá byrjar fæðingarorlofið. þetta er skrítin tilfinning og það verður ennþá skrítnara að þurfa ekki að fara á fætur kl. 7.00 á hverjum virkum morgni, ekki ósvipað og að vera í verkfalli. en ég ætla mér að taka mark á heilbrigðisstarfsfólkinu og hætta meðan allt er ennþá í góðu og ég get einbeitt mér að því að hvílast og græja og gera fyrir komu krílanna. læknirinn sem skrifaði vottorðið fyrir mig sagði að hann hefði viljað að ég hefði hætt á 20 viku, þ.e. fyrir 2 mánuðum síðan. þá hefði ég nú örugglega misst vitið eða þá að bjallan sem gunni keypti um daginn væri komin á götuna nú þegar...
en tvíbbarnir þroskast vel og miðað við mælinguna í dag þá verða þetta stór og stæðileg börn þegar þar að kemur. alla vega voru þau yfir kúrfunni en það gæti nú hægst á stækkuninni fljótlega þegar plássið í bumbunni minnkar. ég er farin að finna fyrir því að plássið er orðið lítið því að iðullega er annar hvor tvíburinn eða báðir í feykifjöri og sprikla sem mest þeir mega og þá gengur bumban í bylgjum. það er nú bara gaman, meðan ég hef svefnfrið að minnsta kosti.