föstudagur, september 29, 2006

brandaraball????

já hvað er nú það. lundaballið er annað kvöld og að þessu sinni eru það bjargveiðimenn í eyjunni brandi (brandarar) sem sjá um gleðina. hann gunni minn er einmitt brandari og hefur sýnt geysilega leikhæfileika ásamt fleirum í skemmtiatriðum kvöldsins. ég er einmitt búin að fá að sjá smá...enda væri annað rugl þar sem ég bý nú með manninum.
já árshátíðirnar gerast ekki skemmtilegri en þetta, lundi eldaður á ótrúlegasta hátt, ógeðslega fyndin skemmtiatriði, sungið og trallað, skemmtilegt ball og miðnæturhumarsúpa fyrir fólk á öllum aldri sem hefur náð þeim áfanga að kaupa áfengi og tengist þessum vitleysingum sem finnst gaman að snúa fugla úr. alla vega hefur verið ýkt gaman í þau skipti sem ég hef farið og því hlakka ég ýkt til...
lundaball rokkar!!!!

fimmtudagur, september 28, 2006

omg!!!!

mér er orða vant, aldrei þessu vant...
ég er með kveikt á sjónvarpinu núna (sem er ekki í frásögur færandi) en í gangi er þátturinn: í sjöunda himni með hemma gunn á stöð 2. ég fékk kjánahroll um leið og raggi bjarna (sem reyndar er alltaf í flottum jakka!) kallaði á hemma til að syngja með sér...
ég er að hugsa um að segja upp áskriftinni af stöð 2 og afþakka viðskipti mín við 365, djöfulsins viðbjóður sem þessi þáttur er!!! er verið að hafa íslensku þjóðina að fífli??? það er ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er!

eins og þið kannski sjáið þá mæli ég ekki með þessari vitleysu....oj!

mánudagur, september 25, 2006

fyrir áhyggjufulla þá hrjá íþróttameiðslin mig ekki lengur! vei! eftir að óverdósa á bólgueyðandi og liggja eins og skata á hitapoka þá harkaði ég af mér og fór upp á land. jú stefnan tekin á mjög merkilegt kennaraþing Kennarafélags Vestmannaeyja. við eyddum u.þ.b. sólarhring á suðurlandinu í óvæntu roki, enda við ekki vön svona gjólu hér...hehehe... og hlustuðum á merkilega fyrirlestra og skeggræddum skólamál.
þegar kennaraþinginu var formlega lokið eftir skoðunarferð í sunnulækjarskóla á selfossi tók við alveg ógurleg bið. og eftir hverju? ó jú kvenskörungunum sem ég hugðist eiga helginni með í sumarbústað. að lokum komu þær og þær aðstoðuðu við að losna við íþróttameiðslin með pottasvamli og öldrykkju. svo bættist við góður matur og skemmtilegur félagsskapur, hlátrasköll og trúnó, sársaukafullt nudd og scrabble; allt sem þarf til að losna við hnúta í bakinu. (mæli eindregið með þessu!)
ekki nóg með að ég hafi losnað við íþróttameiðslin þá vann ég minn fyrsta bikar!!! (íþróttaferill minn hefur nefnilega verið non-existant)
ég er einstaklega stolt af þessum sigri sem var í spurningakeppninni Besta vinkonan. en þessi keppni mun verða árlegur viðburður héðan í frá og bikarinn farandbikar. þess vegna eyði ég öllum þeim stundum sem ég eyði inni á heimilinu þessa dagana í að pússa bikarinn eða að horfa á hann uppi í hillu inni í stofu. ég ætla sko að njóta þess að hafa unnið bikar! þið megið óska mér til hamingju núna. ég tek gjarnan við skeytum og heillaóskakortum!

miðvikudagur, september 13, 2006

ammli!

gleymdi einu!
elsku thelma rut innilega til hamingju með 14 ára afmælið! man enn kvöldið sem þú fæddist eins og það hafi gerst í gær. vonast til að hitta þig sem fyrst. knús og kossar...

íþróttabölið

jú ennþá er maður að hamast í ræktinni. og hressleikinn sem því fylgir hefur orðið þess valdandi að ég hef ekki haft orku til að halda mér vakandi yfir magna okkar. þar af leiðandi hef ég ekki getað tekið þátt í samræðum á kaffistofunni í vinnunni. en það kemur svo sem ekki að sök þar sem ég er alveg að verða ótrúlega mjó.
en nú verður frökenin að taka sér smá hlé frá lyftingum, hlaupabrettum og magaæfingum. og ekki er það af spennandi ástæðu! ónei! mér tókst að ná mér í íþróttameiðsl í ákafa mínum eftir mjókkun. náði að togna við hægra herðablað og er óvíg eftir. varð meira að segja að fara heim úr vinnu í morgunn alveg sárkvalin.
en þrátt fyrir þetta mótlæti er ég ekki af baki dottin, þó að ræktin bíði smá, að þá ætla ég upp á land á morgunn og vera mjög fagleg á kennaraþingi og að því loknu fara í geððeka ferð með lailu, evu og helgu dís í sumarbústað. vei!

mánudagur, september 04, 2006

ég hef verið heldur orkulaus til að koma með eitthvað sniðugt og snjallt á bloggið.
undanfarnar helgar hafa farið í brúðkaup (tvö, hjalli og begga (gott djamm þar og líklega farsælt hjónaband) og helga dís og þórður (býst við ofurfarsælu hjónabandi þar enda partýið ógleymanlegt í sveitinni)) og svo var fertugsafmæli um síðustu helgi (ýkt skemmtilegt, býst við að viðkomandi deyji í hárri elli í hlýju rúmi).
ekki nóg með það að maður sé nýbyrjaður að vinna og undanfarnar helgar ekki til þess fallnar að hlaða batteríin heldur þrauka ég enn í líkamsræktinni. það hefur orðið þess valdandi að ég er dottin útaf öll kvöld uppúr tíu. kannski er það líka aldurinn...
en nú þyngjast augnlokin enda klukkan orðin 22.10......zzzzzzzzz......