þriðjudagur, júlí 26, 2005

4 dagar í Þjóðhátíð

já krakkar mínir komiði sæl! 4 dagar í Þjóðhátíð og spenningurinn að verða ansi þrúgandi. sá bekkjabíl í gær og hélt að það myndi líða yfir mig af gleði! fór líka í kaupfélagið og verslaði í Þjóðhátíðarmatinn og svo var farið í mjólkurbúðina og ó mæ god....ég ætla ekki að gera alveg opinbert hversu mikið var verslað en við skulum orða það þannig: nóg er úrvalið og engar líkur á því að okkur muni þyrsta fram að áramótum...
heyrði í gær að stella löggufrænkan mín er komin til eyja. gott að hafa hana með sér í liði yfir Þjóðhátíðina. það er aldrei að vita nema að það komi sér vel. þá fer líka að styttast í að þetta uppálandilið sem þykist vera vestmannaeyingar fari að koma. þetta lið kemur einu sinni á ári eða þar um bil! pælið í því ef Þjóðhátíð yrði lögð niður? þá kæmu þau aldrei!!!! svo eru það nottlega börsungarnir (eins og arthúr björgvin bollason myndi orða það) sem ætla að láta sjá sig og endurhanna innihald Þjóðhátíðartjaldsins! bara gaman!
hef heyrt að elvis mæti ekki í ár eins og planað var...en kannski á næsta ári!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

aðeins 17 dagar í Þjóðhátíð krakkar mínir! er ekki lífið yndislegt? verið að panta 3 tonn af súpukjöti í krónuna, bæði sviðin og sjoppurnar komnar upp inni í dal og brúin er innfrá en á eftir að setja hana upp. vei!
annars verður nóg að gera hjá kennara í sumarfríi fyrir Þjóðhátíð. halda áfram að koma sér fyrir í húsinu (gunni er t.d. að flísaleggja þvottahúsið as ví spík) og vonandi fara hurðirnar að verða tilbúnar, svo eru að koma gestir um helgina: maggi bróðir og stelpnastóðið(þau ættu að stofna hljómsveit!) svo að það verður heljarinnar fjör, svo má nottlega ekki gleyma öllum undirbúningnum hjá leikfélaginu fyrir barnadagskrána á Þjóðhátíð... það verður að sjálfsögðu geysilega vönduð dagskrá. við erum búin að vera að finna til búninga, pappamassa, búa til kórónur, gera hestagrímu, mála risasleikipinna og svona mætti áfram telja en nú þarf að fara að æfa og það verður eflaust mikil vinna enda viljum við gera þetta vel.
ég held samt að það toppi enginn soffíu frænku sem söng eins og engill á sunnudagsbarna-dagskránni á síðustu Þjóðhátíð!
og allir syngja með: á þjóðhátíííð þar hitti ég þiiiiiig......

fimmtudagur, júlí 07, 2005

tíhíhíhí....fór ég illa með ykkur síðast? ekki illa meint en þeir sem áttu að fá að vita eru búnir að fá fréttirnar. ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum... en þið hin sem iðið í skinninu þá koma ðe gorý díteils í dagsljósið væntanlega í haust.
það er margt í fréttum í íslandi í dag: það eru 22 dagar í Þjóðhátíð (jibbí!), ég fór með túrista á tuðrunni minni í fyrradag og græddi 10 þús. kall, hurðirnar í húsið fara að verða tilbúnar, cassý kom með snigil inn í gær en það sem mest er um vert að laila og lúlli eru heil á húfi í amsterdam! fékk nett áfall í morgunn þegar ég kveikti á sky news. og miðað við alvarleika þessara síðustu frétta þá ætla ég að kveðja með þessum orðum: ú-á hryðjuverkamenn!