föstudagur, október 17, 2008

brosað í kreppunni


á þessum síðustu og verstu tímum þegar allir eru að barma sér hef ég tekið þá ákvörðun að breytast í Pollýönnu.

ég er t.d. mjög ánægð með að eiga enga peninga til að hafa áhyggjur af og hvað varðar skuldirnar þá reddast það eins og venjulega.

ég er ánægð með að gunni minn skuli vera bóndi svo að við fáum nóg af kjeti í kistuna.

ég er ánægð með að vinur okkar sé bolfisksjómaður og við fáum að njóta góðs af því.

ég er ánægð með að kisi minn knúsar mig alltaf jafnmikið, sama hversu lítið ég á af aur.

ég er ánægð með að bumban stækkar og stækkar.

ég er ánægð með að eiga fjölskyldu.

ég er ánægð með að eiga hann gunna minn.

ég gæti bætt helling við en það yrði bara væmið og asnalegt. en eins og þeir segja á skjá einum: það sem er verðmætast í heiminum er ókeypis...

föstudagur, október 03, 2008


alltaf verður maður jafnhissa þegar fyrsti snjórinn lætur sjá sig! lélegu sumardekkin eru ennþá undir bílnum og bíða eftir því að gunni minn komi heim af sjónum svo hægt sé að skipta yfir á vetrardekk. ég er of mikil prinsessa og of ólétt til að nenna að standa í því sjálf.

annars líður ekki á löngu þar til gunni minn kemur heim í frí en hann mun samt missa af 20 vikna sónarnum og það finnst mér leiðinlegt. hins vegar er það mikill kostur að tæknin er orðin svo mikil að ég fæ upptöku á dvd af krílunum til að sýna honum þegar hann kemur heim. en aumingja gunni minn fær ekki mikið frí þegar hann kemur heim; það þarf að byrja að skipta um glugga í húsinu og byrja að færa tölvuherbergið upp og græja barnaherbergið niðri, hann þarf að skipta um dekk eins og áður sagði, klára grindverkið sem hann byrjaði á í ágúst, setja vetrarhlíf utan um jenna (öspina sem við bindum miklar vonir við), stjana við mig og bumbubúana, knúsa mig mikið og lengi og ég veit ekki hvað og hvað... en mikið hlakka ég til að sjá gunna minn...