þriðjudagur, júlí 31, 2007

komin heim og vel það

jæja, ég er sumsé komin heim eftir rosalega vel heppnaða ferð til færeyjanna kæru. þó að grindhvalaketið hafi verið ómæld vonbrigði er ekki annað en hægt að segja að í heild heppnaðist ferðin skrugguvel. þeir sem eiga þess kost að fara til færeyja: farið og njótið! ég mæli með að vera á hóteli í miðbæ þórshafnar (sem sagt ekki á hótel færeyjum eins og við), fara til saksun og gásadals og tjörnuvík (ótrúlega fallegir staðir og gjörsamlega vonlaust að reyna að setja í orð upplifunina...), kaupa sér færeyska lopapeysu, smakka föroya bjór og njóta rólegheitanna og andrúmsloftsins sem svífur yfir vötnum.

eftir heimkomuna var þrusast heim og stoppað í nokkra daga. svo fór gunni minn útí eyju til að veiða nokkra lunda en ég fór á ættarmót hjá föðurfjölskyldunni minni. rosa skemmtileg helgi og gaman að hitta ættingjana við skemmtilegri tilefni en jarðarfarir.
ég gisti í fellihýsi í fyrsta sinn og verð að segja að það var bara nokkuð fínt. ætla samt ekki að versla mér svoleiðis í ellingsen heldur halda mig við kúlutjaldið ef ske kynni að ég þyrfti í útilegu aftur.
fólkið mitt er fyndið og skemmtilegt, skrýtið, ófeimið við að fá sér í glas og syngja og tralla og tromma eins og það eigi lífið að leysa. hlakka til næsta ættarmóts sem verður víst eftir fjögur ár, en hugmyndin er sótt til ólympíuleika og heimsmeistaramóta sem eru á fjögurra ára fresti.

svo styttist í þjóðhátíð, vei! við verðum með þrjá gesti innanhúss og þrjá í tjaldi í garðinum. ég býst samt við að þurfa að bjóða stúlkukindunum úti í tjaldi gistingu innanhúss miðað við hvernig veðurspáin er. en það er líka í góðu lagi þar sem nóg er plássið til að setja tjalddýnur og vindsængur um allt hús.

fram að þjóðhátíð verður síðan verslað í matinn (alveg gommu), farið í mjólkurbúðina (og keypt smá), bakað í tjaldið, klára að græja dótið í tjaldið, hlakka til, kanna pollagallabirgðirnar, rifja upp þjóðhátíðarlögin, læra nýja þjóðhátíðarlagið, velja hárkollur og hatta o.s.frv. bara gaman!
mig dreymir um þig þjóðhátíð.....

mánudagur, júlí 16, 2007

gledi og gaman i føroyum

dagur thrju er ad kvøldi kominn og lifid er bara ædislegt!
forum a djamm a laugardag, tokum thvi rolega i gær en fengum bilaleigubilinn i dag og erum buin ad vera ad runta um streymoy. forum til vestmanna og runtudum thar, forum i batsferd med ofurturistum fra tekklandi, svo forum vid til kvivik, saksun og tjørnuvik. brjalad ad gera! utsynid gedveikt hvert sem madur fer og solin meira ad segja brosti vid okkur odru hvoru. thetta var frabær dagur en honum lauk med mjøg vondum mat a marco polo. (andvarp!) vid ætludum aldeilis ad splæsa a okkur og fengum okkur grindhvalakjøt. thetta var ekki odyrt og nanast oætt! brimsalt og svo herfilega mikid steikt ad vid thøkkudum sæla okkar fyrir ad vera med almennilegar tennur!
a morgunn er svo stefnan tekin a eysturoy. bid ad heilsa i bili!

laugardagur, júlí 14, 2007

færeyjar eru ædi!!! dagur eitt rett halfnadur en eg brosi hringinn!
æ lov itt!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

færeyjar, hír ví komm!


gunni minn náði því að koma heim af sjónum fyrir færeyjaferðina, vúhú! og ég hef mikið þurft að kyssa hann og knúsa til að vinna upp þann tíma sem hann var á sjónum.
en nú fer að styttast í brottför okkar hjónaleysanna til færeyja. fyrsti hluti ferðar er að fara með dallinum upp á land í dag og svo með stálfugli til vágar annað kvöld og þaðan með bussi til tórshavnar, líka annað kvöld.

við hlökkum bæði mjög mikið til enda urðum við ástfangin af landi og þjóð þegar við fórum síðast til eyjanna sem kenndar eru við fær (eins og gunni myndi orða það).

ég lofa engu hvað varðar blog meðan á reisunni stendur en það er aldrei að vita nema að maður geti komist í tölvu einhversstaðar og gefið öppdeit á ferðalaginu.

ég skal skála í föroyabjór fyrir ykkur!

bið að heilsa í bili!

mánudagur, júlí 09, 2007


jæja. það var að sjálfsögðu mikið stuð á goslokum. (myndin var tekin í skvísusundinu og er á vefnum sudurland.is, undir ljósmyndir, vestmannaeyjar, goslok 2007)
caps lock hvað var gaman! dýrindis læri og meððí hjá ástu steinunni, garðpartý hjá arnóri bakara og helgu og svo skvísusundið! þjóðhátíðarbrandararnir frá því í fyrra og hitteðfyrra rifjaðir upp og ótrúlega mikið hlegið. við dönsuðum eins og vindurinn, aðallega í tveimur króm og svo var nottlega kjaftað við mann og annan. við stelpurnar skemmtum okkur þrusuvel langt fram undir morgun án kallanna okkar, en þeir verða kannski næst!
annars á gaui gamli ammæli í dag og ég óska honum innilega til hamingju með daginn. vonandi bakar kokkurinn handa þér köku gaui minn!
gunni minn er á leiðinni í land og það er því ekkert því til fyrirstöðu að hann komi með mér til færeyja, júhú! hann kemur heim á morgunn. vei! svo nú er það bara að fara að huga að því að pakka niður fyrir sólina í færeyjum!

laugardagur, júlí 07, 2007

goslok


nú um helgina halda vestmannaeyingar upp á það að 34 ár eru liðin frá því að eldgosinu á heimaey lauk formlega, það var reyndar 3. júlí en maður veltir sér ekkert upp úr því.
margt er til að gera sér til dundurs um helgina og sumt af því tengist tyrkjaráninu. ég tók einmitt þátt í sýningu í gærkvöldi sem er samstarf leikfélagsins og félags áhugafólks um tyrkjaránið. þetta er kallað leiklestur og er "inni í" listaverki eftir þórð svansson. í gamla dalabúinu er nefnilega verið að setja upp tyrkjaránssetur.
þessi sýning var reyndar minningarsýning um Runa, leikfélagsmeðlim og hæfileikabombu, en hann lést á síðustu goslokahátíð. hann las einmitt hlutverk séra ólafs egilssonar í fyrri uppsetningu á þessu verki. ég var fengin til að lesa hlutverk tyrkja-guddu og kona að nafni hanna birna las sögumanninn. þetta heppnaðist mjög vel, húsfyllir og stemningin góð. fjölskylda Runa kom og ég gat ekki séð og heyrt annað en að þau hafi verið mjög ánægð með þetta framtak. tengdamóðir Runa (sem er amerísk) fékk meira að segja eiginhandaráritun frá þátttakendum sýningarinnar!
búningurinn sem ég var í var einstaklega vel heppnaður enda vorum það ég og alma sem hjálpuðumst að við að búa hann. (búningurinn úr upprunalegu sýningunni hvarf!)
svo er guðný að koma á eftir og ætlar að gista í svítunni. grill hjá ástu steinunni og svo verður kíkt í skvísusundið í kvöld. bara gaman!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

kisuammæli

kisinn minn hann marteinn gormur er 9 ára í dag. og að sjálfsögðu fékk hann rækjur í tilefni dagsins. til hamingju kisilíus!

ég hef ákveðið að pakka sjálfsvorkuninni niður í bili. í bili segi ég vegna þess að ég þekki mig nógu vel til að vita það að ég get ekki pakkað henni niður fyrir fullt og allt. (það er ættgengt að vera dramadrottning, bræður mínir eru samt verri en ég!)


ég náði að rífa mig upp á laugardag og fór með fullt af liði út í stafsnes á tuðrum og þar var grillað, kjaftað, kveiktur varðeldur og fengið sér í aðra tána. svo þegar haldið var heim á leið var farið í partý til ölmu og frigga. ég verð að játa að þetta er eitt mesta stuðpartý sem ég hef farið í lengi. alma átti hrúgu af '90's danstónlist og við fórum að reifa. hún meira að segja dró fram svona sjálflýsandi prik sem við sveifluðum um allt eins og þetta var í denn. aðrir voru ekki alveg jafnhrifnir og fóru á pöbbann, en ég, alma, gaui og friggi fíluðum okkur í tætlur. bara gaman!


svo er búin að vera svona líka blíðan og það hefur bara kallað á að sitja í sólinni eða að vinna í garðinum. ég hef gert meira af því að sitja í sólbaði eins og fín frú. þegar sólin fór að fela sig í gær bar ég reyndar olíu á pallinn, ætlaði að halda áfram í dag en það er aðeins of blautt. svona veður þýðir það að ég hef ekki lengur afsökun til að þrífa ekki húsið mitt að innan. það verður sum sé verkefni dagsins. góð tónlist í eyrun og þá verður þetta ekki mikið mál.


svo styttist í að gunni minn komi heim (vei!) og við skellum okkur til föroyjarna (húrra!). hann nær samt ekki að koma heim fyrir gosloka-afmælið en ég ætla ekki að fara að skæla yfir því, vík frá mér sjálfsvorkunn!